XD upp um 46,4% frá kosningum

Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist 46,4% hærra í gær en í síðustu kosningum. xd_upp_46_prosent.pngAf hverju skyldi það vera? Getur verið að sá fjöldi kjósenda sem refsa vildi flokknum í kosningunum fyrir fjármálin ofl. sé að skila sér til baka, þegar þeir sjá hvernig þriðja stjórn Samfylkingar fer með hvert málið af öðru gegn vilja kjósenda, leitt af forystu Vinstri grænna? Óhæfni samningafólks stjórnarinnar gagnvart öðrum ríkjum fyrir hönd þjóðarinnar hlýtur að fá hverja sjálfstæðishugsandi manneskju til þess að endurhugsa ráð sitt.

En hvernig getur Sjálfstæðisflokkurinn náð þessu fylgi í hendi? Trúlega með því að ganga afgerandi fram í Evrópumálunum til samræmis við þorra kjósenda sinna (75% á móti ESB- aðild) og hafna ESB- aðildarumsókn, þannig að hleypa megi öðrum lausnum að í erfiðustu málunum, eins og í Icesave. Ef Framsóknarflokkurinn gerir það sama (með sín 70% gegn ESB-aðild), þá ná þeir eflaust um 55-60% fylgi saman, en eru nú með tæpt 49% fylgi skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins 15/9/2009.


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Tiltektin bíður samt enn....það er fólk innan xD sem betur ætti að leita sér viðurværis utan landsmála-pólitíkunnar.... flokkurinn þarf enn að taka til

Haraldur Baldursson, 16.10.2009 kl. 09:12

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er rétt, Haraldur, að enn hefur ekki verið tekið á vandamálunum í anda einingar sem er ekki fyrir hendi. Best er að afstaða til ESB aðildar sé eldskýrt nei svo að kjósendur vita að hverju þeir gangi, ekki eins og hjá VG þar sem þeir kusu gegn ESB- aðild, Icesave uppgjöri og IMF lausnum, en fengu samt þann pakka í hausinn.

Ívar Pálsson, 16.10.2009 kl. 09:38

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er þessi loðna ESB afstaða flokksins sem hamlar honum vegin fram á við...hvað með það þó einhverjir snúi baki við honum ef klár andstaða við ESB er skýr ? Það koma fleiri í hina áttina við það að flokkurinn marki sér skýra stefnu.

Haraldur Baldursson, 16.10.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það á vel við í þessu sambandi<;,engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,,  Þvílík steypa þessi samsteypustjórn.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2009 kl. 11:21

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Jæja, Helga og þið hin. Þjóðin, börnin okkar og barnabörnin munu vera minnt á hvaða nauðgarar eru í sjálfstæðisflokknum. Allt illt sem á okkur hefur dunið er að undirlagi ykkar og eðlilegt að hlakki í ómerkilegu fólki eins og ykkur þegar pólitískir andstæðingar ykkar sitja uppi með það vonlausa verk að laga misgjörðir ykkar.

Glæpahyski. Ég tæki það nærri mér ef hundar nágrannans færust í bílslysi en ef þið drukkuðuð í polli. Viðbjóðslegt lýðskrumarapakk.

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.10.2009 kl. 13:23

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Og friður sér með þér líka Rúnar.
Ég óska þér, börnum þínum, barnabörnum og hundum nágranna þinna alls hins besta.

Hvað ætlar þú svo að gera þegar þú ert búin að hengja okkur öll upp í tré ? Hvað bráðsnjöllu ráð ertu með í handraðanum til uppbyggingar ?...eða snýst þitt framlag kannski bara um niðurrif ?

Haraldur Baldursson, 16.10.2009 kl. 13:54

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Já Helga, ríkisstjórnin brást vonum flestra kjósenda sinna auk okkar hinna.Hún lifir ekki endalaust á því að fría sig ábyrgð yfir á Sjálfstæðisflokkinn.

Haraldur, ég vil einmitt að flokkurinn og forystan marki sér skýra stefnu gegn ESB aðild. Þannig verður hann með sterkt bakland, ekki hræddur um að missa einhver atkvæði ef sú afstaða kemur skýrt fram. Varaformaðurinn og Ragnheiður Ríkharðsdóttir halda ESB- ræðunum áfram, en þannig komumst við hvorki lönd né strönd.

Ekki ætla ég að eiga orðastað við Mokar Flór.

Ívar Pálsson, 16.10.2009 kl. 15:48

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þið voruð fyrri til að ausa drullu yfir þjóðina með því að hampa hér að ofan kvótaleigu- og einkavæðingarliðinu og óska þess aftur til embætta. Of seint að "óska mér og mínum hins besta" þegar þú ert nýbúinn að óska okkur til Helvítis.

Og svo ég svari spurningu Haraldar, þá gekk þetta tiltekna framlag  einungis út á niðurrif á íhaldsdýrkun. Þið hlustið hvort eð ekki á nokkurn hlut, þannig að því ekki að láta ykkur heyra það?

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.10.2009 kl. 21:57

9 Smámynd: Halldór Halldórsson

Mér finnst alveg endilega að CCP, eða "Eve Online" ætti að auglýsa að skítakleprar á borð við Rúnar Þór Þórarinsson vinni fyrir þá! Ég held ég sendi þeim hvatningu í þá átt og síteri í það sem hann segir hér.

Halldór Halldórsson, 16.10.2009 kl. 23:02

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha, já endilega gerðu það! Ég var nefnilega pólitískt ráðinn

Halldór eitthvað aðeins að misreikna sig í scare-tactics. Sorrý, en svona lágkúra virkar ekki á mig.

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband