9.12.2009 | 12:53
Yfirgengilegur barnaskapur á okkar kostnað
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra er komin á skrið aftur að veikja helstu stoðir þjóðarinnar, nú í Kaupmannahöfn. Afglöpin eru nær daglegt brauð þar á bæ og fólskan ríður ekki við einteyming. Henni sést ekki fyrir, frekar en fjármálaráðherranum, í einbeitni sinni að setja mark sitt svo ærlega á söguna að hún gleymist aldrei.
Hagur Íslands fyrir bí
Hagur Íslands vænkast verulega ef loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn fer út um þúfur. Aðalástæða þess er sú að Svandís fer þangað beinlínis í þeim tilgangi að leggja álögur á Íslendinga þegar leiðtogar amk. 100 þjóða berjast fyrir rétti sínum og reyna að láta aðra borga, þm.t. Íslendinga. Enn er sjálfstæðinu fórnað með því að láta ESB ákveða fyrir okkur hvaða loftkvóta við munum hafa og með því að hafna sérstöðu Íslands í umhverfismálum.
Íslendingar greiði fyrir iðnbyltinguna
Svandís vill að Íslendingar borgi fyrir iðnbyltinguna og uppgang Vesturlanda. Samkvæmt þeim fræðum sem hún aðhyllist, þá eru uppsöfnuð vandræði Vesturlanda á 100-200 árum búin að koma heiminum í þá stöðu að veðurfar er hlýnandi, sem þykja víst mikil vandræði. Þriðjungi jarðarbúa, Kínverjum og Indverjum finnst að iðnríkin eigi að fjármagna og greiða fyrir þessar gömlu syndir á meðan þeir haldi áfram fullum vexti. Svandísi & Co. finnst það réttmætt að miðað sé við höfðatölu og prósentuaukningu síðan í árdaga, ekki heildarmagn. Það þýðir, að þótt þriðji heimurinn bókstaflega kæfi heiminn allan í kolapústi, þá er prósentan af CO2 losun á mann innan marka, en við fámennið erum út úr korti, af því að við förum örfá á bíl í vinnuna og stundum orkufrekan, skilvirkan og umhverfisvænan iðnað. Við ættum því að vera nokkrar milljónir og hafa það skítt, til þess að tölurnar séu í lagi samkvæmt Svandísar- og Þórunnar- fræðum.
Umhverfisráðherrar og andstæð fjármál
Flestir geta verið sammála um það að umhverfisráðherrar eru ekki kosnir til þess að höndla með efnahagsmál. Þau voru kosin til þess að bjarga heiminum frá glötun, vernda náttúruna fyrir öllum vondu körlunum, sama hvað það kostar og raunar sama hvaða náttúra það er. En nú ber svo við að þeim er að takast að gera umhverfismál að einu helsta efnahagsmáli heimsins með því að koma á loftkvótakerfi.
Svandís lætur okkur borga
Aðalmálin eru því núna: Hve mikinn kvóta fær hver þjóð og hver á að fjármagna og borga til þess að hitaaukning heimsins fari að hægja á sér eftir nokkra áratugi? Svar Svandísar (og Þórunnar áður) er þetta: Íslendingar borga. Þrátt fyrir hitaveituna, 99% endurnýjanlegu orkuna í rafmagnsframleiðslunni, lága mengunarstigið og háu framleiðnina á mann þá eigum við að láta sem eitthvað af öllu þessu dæmalausa vafstri sé okkur að kenna og að við megum blæða fyrir heiminn. Við öxlum ábyrgð og greiðum milljarða króna út í það óendanlega. Hljómar þetta ekki kunnuglega? Er þetta kannski innbyggt í gen hennar að láta aðra líða fyrir vitleysuna í sér? Hver fékk annars þá brilljant hugmynd í samningaumleitunum þegar í apríl að íslenska ríkið yrði gert ábyrgt fyrir Icesave?
Megi loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn klúðrast á sögulegan hátt. Þá kemst frekar á friður í heiminum, með þeim aukabónus að Íslendingar þurfa ekki að borga reikninginn fyrir alla hina, sem er aðaltískan um þessar mundir.
Drög Dana gagnrýnd harkalega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- prakkarinn
- stefanbjarnason
- hannesgi
- businessreport
- askja
- martagudjonsdottir
- agbjarn
- geiragustsson
- gustaf
- vey
- frjalshyggjufelagid
- tilveran-i-esb
- gammon
- sigsig
- omarragnarsson
- raksig
- halldorjonsson
- vinaminni
- samstada-thjodar
- draumur
- magnusjonasson
- frisk
- jonaa
- apalsson
- skodunmin
- arnim
- gullvagninn
- altice
- fannarh
- gun
- oliatlason
- bjarnihardar
- nilli
- davido
- svanurmd
- steinisv
- johanneliasson
- hagbardur
- arh
- zumann
- doggpals
- jonvalurjensson
- dofri
- katrinsnaeholm
- seinars
- kari-hardarson
- fredrik
- valli57
- tibsen
- kisabella
- tbs
- astroblog
- maeglika
- himmalingur
- skulablogg
- arnih
- ingagm
- ahi
- mullis
- krissi46
- vefritid
- gauisig
- bryndisisfold
- brandarar
- nerdumdigitalis
- svartagall
- siggith
- klarak
- jennystefania
- lax
- unnurgkr
- vilhjalmurarnason
- gattin
- kruttina
- rynir
- heidistrand
- thorhallurheimisson
- duddi9
- kristjan9
- haddi9001
- bofs
- thjodarheidur
- theodorn
- lucas
- benediktae
- iceland
- fun
- diva73
- zeriaph
- tharfagreinir
- bjarnimax
- fullvalda
- sigurjons
- sissupals
- davpal
- friggi
- ketilas08
- valdimarjohannesson
- gerdurpalma112
- andres08
- krist
- fjarki
- tik
- palmig
- rustikus
- vestskafttenor
- gummibraga
- svansson
- geirfz
- fhg
- stjornlagathing
- loftslag
- jonmagnusson
Athugasemdir
Þú ert sem sagt á því Ívar að við eigum að skella skollaeyrum við afleiðingum loftslagsbreytinganna og halda áfram á sömu braut? Áfram álver ekkert stopp eins og Framsókn sagði forðum? Ef við viljum telja okkur til Vesturlanda verðurm við að vera ´byrg þjóð og stíga inn í nútímann. Svandís er UMHVERFISráðherra sem segir að hún Á að vera gæslukona þess málaflokks, eins og menntamálarerra á að gæta að menntmálum. Ég vona svo sannarlega að ráðstefnan í Kaupkmannahöfn hepnis vel, framtíð barnanna okkar og jarðar til heilla. Því við höfum ekkert leyfi til annar. Hvað Kína og þau lönd varðar, þá er skiljanlegt að þau vili fá einhverja mola af alsnægtarborði okkar, en það þarf til langtíma að finna nýjar lausnir fyrir alla.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, 9.12.2009 kl. 13:27
Sæl Margrét. Ég tel alla vega, eins og Gore og allir þínir gúrúar að sú braut sem Ísland hefur fetað er ekki að fara með loftslag heimsins á nokkurn hátt. Það að láta okkur greiða fyrir hugsanleg mistök annarra þjóða er jafnvitlaust og að samþykkja greiðslu á Icesave- klafanum.
Við erum með al- ábyrgustu þjóðum í umhverfismálum og njótum þess ekki á nokkurn hátt í þessu loftslagstali öllu, sym byggir á sandi hvort eð er. En að samþykkja milljarða króna kvóta álögur á íslenska framleiðslu óbeðin er út í hött. Hagur Svandísar er ekki hagur þjóðarinnar, það er á hreinu.
Ívar Pálsson, 9.12.2009 kl. 13:40
Góð samantekt.
Svandís veit ekki hvort að hún er að koma eða fara í þessum málum.
Birgir Viðar Halldórsson, 9.12.2009 kl. 13:51
Þarfur pistill Ívar. Það er undarlegt hvað almenningur gerir sér litla grein fyrir á hverjum þetta lendir, flestir halda að þessir kvótar muni bitna á stórfyrirtækum. Þegar þeir í raun munu fyrst og síðast bitna á venjulegu fólki.
Þetta hafa hörðustu umhverfissinnar gert sér grein fyrir.
http://www.youtube.com/user/aodscarecrow?gl=AU&hl=en-GB
Magnús Sigurðsson, 9.12.2009 kl. 13:54
Við erum ekki með alábyrgustu þjóðum í umhverfismálum; við erum umhverfissóðar. Fólk er með bíla í lausagangi umvörpum, neyslan hér til þessa hefur verið margföld á við aðrar þjóðir og það er sannarlega ekki til hagsbóta fyrir umhverfi, sóunin gríðarleg. Við erum molbúar þegar kemur að atvinnutækifæri, viljum öll eggin í sömu körfuna. Hvert mannsbarn sem fæðist á Íslandi hefur 7 sinnum meiri áhrif á umhverfið en barn sem fæðist í þróunarlöndum. Við megum ekki, bara af því að við erum fá, vera stikkfrí.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, 9.12.2009 kl. 14:07
Þau feðginin, Svavar og Svandís ætla að verða íslendingum erfið.
Umhverfiskrimmar í Köben, kavíar, einkaþotur og kynlífsstarfsmenn.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 14:35
Margrét, það á ekki að líta á aðrar þjóðir en Ísland með rósrauðum filter og glýju í augunum; við sem þjóð höfum ekki verið að skaða heiminn þannig að við þurfum að greiða hörðum bisnismönnum erlendis milljarða króna í bætur.
Það skiptir engu í þessu hverju við sóum, það er okkar ákvörðun. Á ekki að hita upp gangstéttir eða sóa vatni í gosbrunna, lýsa upp Höfða eða nýta auðlindir eins og okkur sýnist? Já við höfum margföld áhrif a umhverfið miðað við aðra molbúa í þróunarlöndum, enda gerum við allt margfalt á við þau. Notum klósettpappír og alls kyns þesskonar lúxus. Varla fær maður móral yfir því. Eða hita bílinn í hægagangi. Á að borga bætur til ESB- kolavera fyrir það? Þótt allir séu ekki að flokka dagblöð og bananahýði í mislitum kössum ofan í jörðina á Íslandi, þá verður ALDREI dregin sú ályktun að við eigum að líða fyrir það á alþjóðavettvangi á rammsósíalískum þarfleysisráðstefnum eins og í Kaupmannahöfn í dag.
Ívar Pálsson, 9.12.2009 kl. 16:06
Þessi færsla þín Ívar, er sem ljúfur söngur í mínum eyrum. Öll þessi umræða um skaðleg áhrif Lífsandans (CO2) er hin mesta firra. Lífsandinn er undirstaða lífs á Jörðinni og aukningu hans ber að fagna, enda eiga milljónir manna honum líf sitt að launa.
Þar með er ekki sagt að mengun fyrirfinnist ekki. Þvert á móti er víða að finna mengun, en hún er lítið vandamál hérlendis og þess ættum við að njóta. Hvers vegna ætli Svandís sé með svona mikið samvitskubit, að hún vilji láta alþýðu Íslands greiða erlendum gróðapungum eins og Al Gore ?
Getur verið að Icesave-stjórnin ætli að leyfa Svandísi að leika einleik í Kaupmannahöfn ? Ber hún ekki ábyrgð gagnvart þjóðinni og hugsanlega gagnvart samráðherrum, forsetanum og Alþingi ? Strax þarf að koma fram tillaga um vantraust á kerluna á Alþingi. Við höfum síðst af öllu efni á því núna, á tímum erfiðleika í efnahagsmálum, að setja ráðherrastól undir svona vitleysing.
Á fyrstu dögum ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn er kominn í ljós mikill ágreiningur. Þetta er ágreiningur á milli þróunarlanda og iðnríkjanna, sem raunar hefur lengi verið í umræðunni. Hvers vegna ættu fátækustu lönd Jarðar að taka þátt í aðgerð iðnríkjanna til að kvótavæða andrúmið ? Þessum hugmyndum eru ætlað að búa til einokun á sviði iðnaðarframleiðslu og viðhalda forskoti nýlenduveldanna.
Þegar komið hefur verið á kolefniskvóta, mun hann allur fara til iðnveldanna því að þau ein munu hafa efni á að kaupa hann. Þetta verður svipað ástand og ríkir varðandi veiðikvóta við Ísland, nema hvað fiskaflinn er takmörkuð auðlind sem verður að takmarka sókn í, en það er útslepp af Lífsandanum ekki. Ekkert hefur komið fram sem styður þá hugmynd, að útslepp Lífsanda hafi valdið hlýnun andrúms á árunum 1970-2000 – hlýnun sem hefur stöðvast.
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.12.2009 kl. 16:56
Íslandi er skylt að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um viðskipti með kolefniskvóta vegna EES samningsins. Það hefur ekki skipt miklu máli fram að þessu, þar sem íslensk fyrirtæki falla ekki undir hann. En frá og með 2013 er gert ráð fyrir að álverin falli undir þennan markað, og þar eru þau íslensku ekki undanskilin.
Hvað leggur þú til - að við segjum okkur úr EES?
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 17:10
Ívar. "Við erum með al- ábyrgustu þjóðum í umhverfismálum". Þvílíkt kjaftæði. Við höfum í langan tíma verði með einhverja mestu losun gróðurhúsalofttegunda á mann í heiminum. Við eigum því ekki minni sök á því vandamáli, sem of mikil losun gróðurhúsalofttegunda er heldur en aðrar þjóðir og höfum því ekki minni skyldur en þær að breyta um lífshætti til að minnka þessa losun.
Andrúmsloftið er sameiginleg auðlind allra jarðarbúa og því höfum við einfaldlega engan rétt á að menga það meira miðað við fólksfjölda heldur en aðrar þjóðir.
Það, sem þarf að gera í loftlagsmálum er þetta. Ákverða heildarlosun gróðurhúsalofttegunda fyrir heiminn allan. Síðan þarf að skipta þeirri losun milli þjóða miðað við höfðatölu. Svo á að heimila sölu á mengunarkvóta milli þjóða. Slíkt mun í upphafi leiða til mikilla fjármagnsflutninga frá hinum ríkari þjóðum til hinna fátækari og þar með leysa mörg önnur vandamál í leiðinni og stuðla að jöfnun lífskjara á jörðinni í heild.
Sigurður M Grétarsson, 9.12.2009 kl. 17:17
Já Loftur, skrif þín minna á þá augljósu jöfnu að kolefnislosunarkvóti = spilling. Þótt allir 6700 milljarðar manna heimsins yrðu sammála um það hvernig ætti að skipta þessum „gæðum”, þá tækist ekki að skipta þeim gæðum á sanngjarnan hátt, þar sem um trilljón dollara verðmæti er núna tengt við þennan spillingarkvóta. Þau ríki sem losuðu mest fá mesta kvótann. Annars, ef fara á eftir höfðatölu, þá er staðfest að engu máli skiptir hvað við höfum gert til þessa dags. Raunar er öfug virkni: umhverfisvæni forðum borgar sig alls ekki.
Auður, við erum einmitt enn með sjálfstætt ríki þar sem Alþingi ákveður með hverja nýja tilskipun fyrir sig hvort staðfesta eigi hana, hafna eða leita eftir breytingum. Bann við glóperum er gott dæmi: það væri fáránlegt að banna þær hér á norðurhjara veraldar, en Brussel- skriðdrekinn vill þetta. EES- samningurinn frá 1991 felur ekki í sér að sjálfdæmi sé gefið til Brussel um að hvað sem þeim detti í hug verði staðfest hér, hvalveiðibann eða hvaðeina. Vandræðin nú eru þau að vinstri stjórnin með Svandísi í fararbroddi í þessu afhendir valdið algerlega til Brussel, í þeirri von að ESB fari mildum höndum um okkur vesalingana. Stjórnin ákveður að staðfesta þessar nýju afartilskipanir í stað þess að gera ýtrustu kröfur. Flugsamgöngur okkar og aðalútflutningur, álframleiðsla, þjást fyrir vikið, en hvort tveggja eru meginstoðir sem eiga að hífa okkur upp úr kreppunni. Við höldum okkur í EES, setjum skilyrði og förum eftir þeim, ekki Icesave- style.
Sigurður, þú hlýtur að sjá villuna í þessari „gróðurhúsalofttegund á mann“ – hugsun. Þegar nokkrar manneskjur í háþróuðum iðnaði og í mikilli hagsæld skila af sér miklum verðmætum á umhverfisvænni hátt en aðrir, þá er ekki hægt að draga okkur niður í það að eiga ekki til hnífs og skeiðar, af einhverjum misskildum móral. Ég bendi á samanburð minn á iðnríkjum og þróunarlöndum hér: http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/588258/
Það er sama hve mikið við myndum greiða í misskildar loftslagsbætur til „fátækari þjóða” (okkar er á hausnum), það fé fer beint í kauphallirnar sem ráða síðan framtíð okker eins og ESB gerir t.d. núna með Pólland, ákveður 20% lægri kvóta og þjóðin má éta það sem úti frýs.
Aftur og aftur komum við að sama punktinum: sjálfstæði og ákvörðunarvald Íslands má ekki afhenda batteríum úti í heimi. Það verður ekki aftur tekið.
Ívar Pálsson, 9.12.2009 kl. 18:27
Eg flyt heim glaður í sinni ef fleiri eru hugsandi eins og færsla höfundar hljóðar. En svo koma kverúlantarnir og reglugerðarfíklarnir sem hafa aldrei komist lengra en í bankann til að tékka á því hvort launin þeirra hafi ekki örugglega verið kreist út úr skattgreiðendum í síðasta mánuði!
Og svo er þetta allt blöff!..Það er að kólna! Allt er afstætt. Helmingurinn af þessu liði veit ekki einu sinni hvað lofttegund er! Hvílik yfirborðsmennska og firra! Lesið Ginngunagap.
Sigurjón Benediktsson, 9.12.2009 kl. 18:34
Mikið er ég sammála þér Ívar. Góð færsla. Það er bara með þetta fólk sem aldrei hefur þurft að fara út á vinnumarkaðinn (pólítíkusar) það heldur að það hafi umboð allra (13% fylgi) til að gera hvað sem því sýnist. Svandís og hennar fólk á eftir að fara á ruslahauga mannkynsins eins og flestir sem eru við stjórnvölin nú og undanfarin ár, vegna aflglapa sem þau eru að fremja og búin að fremja. Jarðfræðingar hafa sýnt frammá og meira segja þeir sem nenna að lesa Íslandssögurnar að um aldamótin 1000 var hér meira og minna gróið land og var þá meðalhitin hér á norðurslóðum ca. 3-5 gráðum hærri en hann er í dag. Hverjir voru að menga þá..??? Þetta er jarðfræðilega sannað' en ekki búið til á einhverjum líkönum sem þjóna þeim eina tilgangi að telja fólki trú um að hér sé allt að fara fjandans til, bara til þess eins að búa til enn eitt fjármagnsbraskið sem nóg er nú af. Var ekki verið að koma upp um einhverja lygavísindamenn sem voru að hagræða sannleikanum ákkurat til þess..?? Það er nú þegar staðfest af jarðfræðingum, ekki sjálfskipuðum vísindamönnum, að jörðin er tekin að kólna. Vona bara að hún kólni ekki um of, en þetta fólk sem nú er við stjórn má alveg fara í góða kælingu.
Sigurður Kristján Hjaltested, 9.12.2009 kl. 20:33
Mikið er ég sammála þér ívar Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að fara að halda saman axarsköftum Íslenskra leiðtog og sækja þá til ábyrgðar hvar í flokki sem að þeir standa þegar það á við
Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.12.2009 kl. 22:02
99% endurnýjanlega orkan í rafmagnsframleiðslunni er ekki rétta talan. Líklega er 50% hámarkstalan því að aðeins er miðað við 50 ára endingartíma jarðvarmasorkusvæðanna.
Alla yfirvegun, framsýni, tillitssemi við komandi kynslóðir og skipulag vantar í það hvernig gengið er fram í virkjunarmálunum.
Sumar vatnsaflsvirkjanirnar eru heldur ekki endurnýjanlegar eða falla undir kröfur sjálfbærrar þróunar. Sultartangalón er að fyllast upp og dalurinn sem sökkt var undir Kárahnjúkavirkjunar mun fyllast upp af auri.
Ómar Ragnarsson, 9.12.2009 kl. 22:35
Ómar, ég skil þessi rök, en þá virðist ekki vera gert ráð fyrir neinum gagnaðgerðum manna, ss. dýpkun lóna, nýrri og skilvirkari nýtingartækni eða hvaðeina sem gerir það að verkum að gríðarleg stöðuorka eða varmaorka verði nýtt áfram. Allt í einu verði allt ómögulegt og fólk horfir hjálparvana á.
Kannski það gerist ef kynslóðir fólks verða til sem hafa alltaf fengið allt upp í hendurnar, telji að Íslendingar séu óalandi og óferjandi og að lausnir geti einungis komið frá Brussel. Ég veit að þú ert ekki þannig og þú veist að verkfræðilausnir verða áfram til ef orkan er áfram til staðar.
Við hættum ekkert að nýta færni okkar til þess að nýta hratt bráðnandi jöklana. Ef svo fer, þá getum við allt eins farið á spenann í Brussel. En Svandísir og Þórunnar þessa heims gætu hafa marg- afsalað rétti okkar áður en að flutningnum kæmi, amk. eins og það lítur út í dag.
Ívar Pálsson, 10.12.2009 kl. 00:15
- Hversu mikið og hversu hratt eiga ríkari löndin að draga úr losun koldíoxíðs?
- Hvernig á að flokka þróunarríkin, svo lönd eins og Indland og Kína verði einnig skylt að draga úr sinni losun?
- Hversu mikið, fjárhagslega, á að bæta fátækustu ríkjunum það upp, ef þau minnka sína losun?
- Hvernig verði hægt að tryggja að sú hjálp sem þróunarlöndin fái, fylgi einnig gjörðir?
Þetta eru spurningar af loftslag.is sem brenna á fólki á ráðstefnunni. Sér fólk ekki að peðið Ísland hefur ekkert að gera í þessari stórmeistaraskák?Ívar Pálsson, 10.12.2009 kl. 00:58
Liðin eru amk. þrjú núna: Iðnríkin, vaxandi stór þróunarlönd og fátæk smáríki. Jafnvel Ingibjörg Sólrún gæti ekki friðað þessi lið!
http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8403745.stm
BBC: "Some observers suggested the session marked a major development in the politics of the climate convention, with small countries prepared to stand up to more powerful neighbours."Ívar Pálsson, 10.12.2009 kl. 01:18
Það á alls ekki að draga úr losun koldíoxíðs. Það er ekki mengun og getur ekki verið það. Sagt er að koldíoxíð hafi aukist úr 0.028% í 0.038% síðan í upphafi iðnbyltingar og það sé ástæða fyrir þeirri smávægilegu endurhlýnun sem verið hefur frá því um 1900. Raunar er koldíoxíð talið hugsanlega ábyrgt fyrir 3% eða minna af öllum gróðurhúsaáhrifum. Málið er hins vegar þetta. Gróðurhúsaáhrif, ef einhver eru,sem er alveg ósannað, væru góð. Hlýnun væri öllum fyrir bestu, ekki síst fólki í þriðja heiminum, eins og kemur fram í greininni "Að flýta ísöldinni" sem nú er inni á vefsíðu minni (vey.blog.is). Allt þetta mál er tóm steypa frá upphafi til enda.
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.12.2009 kl. 02:51
Ja hérna !.
Þáttaka Íslands í loftslagsráðstefnunni í Köben er með því vitlausara sem ég hef heyrt. Og ekki síður hugmyndir einhverra að ,,Íslendingar gangi á undan með góðu fordæmi", VIÐ GERUM ÞAÐ NÚ ÞEGAR !
Þegar álver Alusuisse tók til starfa í Straumsvík, var ákveðið að það yrði einskonar tilrauna álver, og þar voru gerðar tilraunir með ýmsar gerðir hreinsibúnaðar, og ný viðmið um mengun frá álverum gerð. Árangurinn sjá allir í dag, álver á Íslandi menga minna en á flestum öðrum stöðum í heiminum.
Hvert tonn af áli (sem er umhverfisvænasti málmur, sem um getur. Léttur og endurvinnanlegur) sem framleitt er hér á landi er risastórt framlag okkar í baráttunni gegn mengun í heiminum.
Það er skrýtin meinloka umhverfisverndar fólks, að það skifti einhverju máli, að 300.000 manns norður í höfum drepi á bílum á rauðu, eða noti frekar strætó í vinnuna. Það hefur engin áhrif á loftslag í hinum stóra heimi.
Jörðin sér um sig sjálf, og ef jarðarbúar (fólk og önnur dýr), eru orðin of mörg, þá tekur hún til sinna ráða. Hvort sem við drepum á á rauðu eða ekki.
Reyndar er skrýtið að fólk skuli standa í að velta þessu fyrir sér.
Ég hef grun um að það, sem við þurfum að óttast séu ekki gróðurhúsa lofttegundir, sem koma frá bílum og öðrum vélum, heldur það sem jörðin spúir út sjálf.
Síðustu þúsund ár, hafa orðið miklar sveiflur í hitastigi jarðar, (og sjálfsagt frá enda síðustu ísaldar fyrir um það bil 12.000 árum) án þess að nokkrum hafi dottið gróðurhúsalofttegundir af manna völdum um að vera sökudólginn.
Á síðustu öld urðu nokkur stór eldgos, sem ollu breytingum á veðurfari og loftslagi. Pinatoba á Filipseyjum var það stærsta, og er jafnvel talið hafa valdið ýmsum hörmungum um allann heim vegna breytinga á veðurfari, sem fylgdu í kjölfarið. Ég held að við mennirnir með okkar iðnað og bíla megum hafa okkur öll við til að menga jafn mikið og þetta eina eldgos, af mörgum gerði.
Og ekki er víst að Svandís og Co. geri sér grein fyri því að það var héðan frá íslandi, sem mesta og mannskæðasta mengun í sögu mannkyns átti sér stað, árið 1783. Elgosið í Laka er mannskæðasta eldgos heimsins, á sögulegum tíma, 100 sinnum meiri mengun varð af því en af Pinatoba. Og hörmungarnar, sem fylgdu eru talin ábyrg fyrir dauða 6.000.000 manns á norðurhveli jarðar. Og loftslagsbreytingar sem fylgdu í kjölfar gossins voru meiri en mannkynið hafði kynnst áður, og vöruðu í mörg ár, og gera jafnvel enn.
Katla er komin vel á tíma, og ef gosið verður eitthvað líkt og fyrir 90 árum, er hætt við að afleiðingarnar verði slæmar fyrir fleiri en Íslendinga eina.
Að ekki sé minnst á Upptyppinga í versta lagi, eða stærsta eldfjall heims Yellowstone.
Kannski Loftslags ráðstefnan komi með aðferð til að stoppa eldgos !
Og svo pælum við í, hvort við eigum að drepa á á rauðu !
Börkur Hrólfsson, 10.12.2009 kl. 04:31
Ég bendi mönnum á skemmtilega framhaldssögu hjá Ágústi H. Bjarnasyni:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/990783/
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.12.2009 kl. 09:19
Góður pistill. Hlýnunarpólitíkin er innantómt húmbúkk, það tel ég mig geta sagt þó ég líti á sjálfan mig sem umhverfisverndarsinna.
Enn fremur hefur verið bent á að jafnvel þó hlýnun yrði af mannavöldum (nú, eða bara náttúruleg hlýnun) þá væri það að flestu leyti ódýrari og hagkvæmari lausn fyrir mannkynið að laga sig að breytingunum heldur en að reyna að snúa þeim við.
Þorgeir Ragnarsson, 10.12.2009 kl. 09:40
Þetta er nú orðin meiri langlokan, en það er með ólíkindum hvað menn geta verið þröngsýnir og í miklum fílabeinsturni og talið sér trú um að við Íslendingar séum með geislabaug í umhverfismálum. Við erum með ríkustu þjóðum heims, líka núna, hvað sem tautar og raular. Við erum hluti af þjóðum heims, allar eru með sérstöðu, sumar litlar, aðrar fátækar.... Ívar ég lít ekki á aðrar þjóðir með rósrauðum fílter og Ívar; sóunin er ekki okkar einkamál!! Sóun er alheimsmál. Það þarf að sjálfsögðu að endurskoða hvað lönd teljast til þróunarlanda og að sjálfsögðu þarf að rétta hlut þeirra sem eru fátækastir og búa við ógn loftslagsbreytinganna. Þetta eru ekki síst mannréttindamál.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, 10.12.2009 kl. 11:29
Tuvalu- eyjaskeggjar sprengdu um samkenndina á ráðstefnunni. Þeir eru 12.000 talsins í þessu sjálfstæða ríki (undir UK heimsveldinu). Þeir heimta aðgerðir þar sem eyjar þeirra eru að sökkva. Þá "gleymist" að mótaðgerðir vegna hækkandi sjávarmáls samkvæmt módelum IPCC sjálfra næðu ekki að lækka sjávarmálið frá nústöðu nema á nokkur hundruð árum. Því eru Tuvaluar í raun að þrýsta á um það að komast upp á fast land á Nýja- Sjálandi, en um það er ekki rætt.
Eins er með ísbirnina frægu: Veiðar á þeim ráða langmestu um fjölda þeirra.
Það er nær sama hvar gripið er niður í þessu loftslags- stjórnunarmáli; grundvallarmarkmiði aðgerða (ef maður gefur sér að allt hlýnunardæmið sé satt og rétt) að maðurinn geti hægt á meintri hlýnun heimsins að vild eins og að stilla ventla í vél, því verður ekki náð á áratugum.
Fyrst svo er ekki, þá leiða þessi riflildi á milli þjóða og hópa ekki til neins annars en stríðs. Nú liggja Danir í því (Súdan gagnrýnir þá vegna uppkastsins) og máttu varla við því vegna teiknimyndar áður!
Ívar Pálsson, 10.12.2009 kl. 12:50
Ég hef verið að reyna að skilja afstöðu Margrétar Júlíu, af athugasemdum hennar, en það gengur brösuglega. Hún talar um að ekki megi “skella skollaeyrum við afleiðingum loftsslagsbreytinganna” og að við “verðum að vera ábyrg og stíga inn í nútímann”.
Loftsslagsbreytingarnar stöðvuðust um síðustu aldamót og þótt þær héldu áfram gætum við ekki haft nein áhrif, jafnvel þótt mannkynið fremdi sjálfsmorð til síðasta manns. Hvaða bull er svo, að við verðum að vera ábyrg og stíga inn í nútímann ?
Síðan fer hún mikinn með stóryrðum sem ekkert hafa að gera með veðurfar, heldur um almenna umhverfisvernd, svo sem “bílar í lausagangi” og “mikil neytsla”. Eigum við ekki að reyna að halda umræðunni á vitrænu plani og ræða um veðurfar, þegar það er til umræðu. Tökum síðan umræðu um umhverfismál og sleppum veðurfars-umræðunni á meðan.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.12.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.