Loftslagsafleiður: nýjasta nýtt!

Eitt helsta bragð loftslagspólitíkusanna er að lofa langt fram í tímann, nú tífalt kjörtímabil þeirra eða 40 ár. Vonlaust er að dæma um útkomuna svo langt í framtíðinni og alls ekki í nálægð, þar sem ljóst er að aðgerðir manna breyta ekki veðurfari, amk. ekki á skömmum tíma.

 

Spáð í fjarlæga framtíð

Afleiðuhugsun hefur því tekið við: Paper boat worldofstock Ekki miðað við raunstöðu, heldur eru  einstaka breytur magnaðar upp fertugfalt í fjarlæga framtíð og veðjað á útkomu mála. Þannig þarf þá ekki að gera upp vandamál augnabliksins eða að horfast í augu við raunveruleikann, heldur að búa til magnaðar framtíðarlausnir á hugsanlegum framtíðarvandamálum. 

 

Afleiðumarkaðurinn tekur málefnin yfir

Bankageirinn var orðinn gegnsýrður þessari afleiðuhugsun þegar yfir lauk, en nú hefur þessi veðmálastarfsemi færst til borga,  ríkja og seðlabanka þeirra. Stjórnmálamenn yfirfæra þessa aðferðarfræði líka yfir á „helstu“  málin, eins og losun gróðurhúsalofttegunda (GHL), sem færast þá í kauphallirnar og eru helsti vonarpeningur ofurbraskaranna eftir að bankaheimurinn hrundi. Stjórmál og kauphallarviðskipti tengjast þar nánum böndum, en það er gjarnan undirrót spillingar. Grundvallartilgangur grasrótarinnar, að draga verulega úr losun GHL og kæla heiminn er þar með æ fjarlægara markmið.

 

Í pappírsbáti á rúmsjóPaperboat abbashalai com

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, siglir út á þetta reginhaf umhverfisafleiðumarkaðanna á pappírsbáti í stað þess að haldi sig heima og takast á við alvöru vandamál. Þetta er sannarlega ekki ferð til fjár nema fyrir aðra, að vanda.


mbl.is 80% minnkun á losun fyrir 2050
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona bara að danski textinn og climategate nægi til að sundra samstöðu á þessari hörmulegu ráðstefnu um skert lífsskilyrði og réttindi almennings.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband