Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
27.7.2007 | 11:35
Samantekt vegna lækkana á markaði
Flótti fjármagns frá hlutabréfamörkuðum erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2007 | 00:31
Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru
Í gær virðist svartagallsrausið mitt um heimsmarkaðinn loks fara að eiga sér einhverja stoð. Fjárfestar um heiminn forðast áhættuna sem var ríkjandi. Einu skuldabréfin sem seljast af viti er þau rammtryggðu. Skuldatryggingarálag (CDS) methækkaði um 12-20% á einum degi. Hlutabréfavísitölur lækkuðu verulega. 98% S&P 500 hlutabréfanna lækkuðu. Skuldsettar yfirtökur fyrirtækja leggjast nánast af, eða eiga sér stað með snarhækkuðum kostnaði.
Jenið gagnvart Bandaríkjadollar varð sterkara en það hefur verið í 3 mánuði, þar sem vaxtamunarviðskiptin (e. Carry Trade) eiga undir högg að sækja. Bandaríski húsnæðismarkaðurinn hægir meira á sér. Framvirkir samningar beinast helst að sölu hlutabréfa fjármálafyrirtækja. Bankar taka yfir skuldir ýmissa áhættusjóða. Markaðurinn var yfirgíraður.
Nú sígur þá gengi íslensku krónunnar (1% á dag) en Evra og Jen hressast eflaust mest, íslensk hlutabréf lækka (bankarnir mest?) og húsnæðisæðið hættir þegar lánin rjúka upp. Ætli Davíð hækki ekki bara stýrivexti, í ljósi sögunnar?
Ofangreint er m.a. byggt á meðfylgjandi greinum í gær, auk viðtala:
Yen May Extend Advances as Asian Investors Exit Carry Trades
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aNS2YYF8O5kg&refer=home
Global Stocks Drop; Investors Shun Risk as Credit Woes Worsen
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aY.ya4yKLk8E&refer=home
Corporate Bond Premiums Soar; Investors Shun Riskiest of Debt
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=as0GM5xaVxHc&refer=home
Global stocks hit by flight to safety
http://www.ft.com/cms/s/343fe40c-3bbe-11dc-8002-0000779fd2ac.html
Gengi íslensku krónunnar veiktist um 1,44% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 11:44
Út úr Afríku!
Enn kemur sönnun þess að Ísland hefur ekkert að gera með að skipta sér af í Afríku. Mesta fé og orka Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fer í Afríku og helst í gegn um Öryggisráðið. Friðargæsla Afríkuráðsins bregst í Súdan sem annars staðar, og þá ætlar SÞ að senda tugþúsundir manna til Darfur þess að skakka leikinn, en getur það ekki vegna þess að forseti Súdan, valdaræninginn, fjármagnar þjóðarmorð skæruliðasveitanna með olíupeningum, ásamt því að útþynnt orðalag SÞ lætur þær aldrei taka í gikkinn.
Sagan hefur sýnt að vanmáttur SÞ í aðstæðum sem þessum er alger, t.d. í Rúanda og Sómalíu. Kvikmyndin "Shooting Dogs" (framleidd af BBC) sýnir þetta vel, þar sem sveitir SÞ gera nákvæmlega ekkert til þess að koma í veg fyrir þjóðarmorðin í Rúanda, sem enduðu með morðum á 800.000 manns. Sjáið endilega myndina "The Last King of Scotland" líka, "Blood Diamonds" og "Hotel Rwanda", sem veita allar innsýn í vandann.
Þetta er vígvöllurinn sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill að við Íslendingar förum að berjast á, í Öryggisráðinu og með þróunaraðstoð. Hún virðist telja að peningar okkar og þekkingarmiðlun sem sáttasemjarar valdaræningja, hryðjuverkamanna og spillingarmeistara komi að gagni við að breyta ástandinu á erfiðustu stríðasvæðum heimsins, þar sem vígin hafa jafnvel gengið um aldir. En ég er í hinum hópnum, sem telur að 4-5 milljörðum á ári sé betur varið í beina aðstoð til þurfandi fólks á Íslandi eða annars staðar en í Afríku, af því að þar er ekki hægt að aðstoða neinn.
Orðalag Darfur-ályktunar þynnt út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 26.7.2007 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.7.2007 | 16:22
Bankadómínókubbar
Íslensku bankarnir gera lítið úr þeim alvarlegu afleiðingum fyrir þá og íslenskt hagkerfi, sem hratt sig bandaríska húsnæðislánamarkaðarins hefur valdið. Lánamarkaður heimsins er mjög viðkvæmur fyrir þessum breytingum, þar sem flóttinn úr áhættu yfir í gæði er hafinn. Afleiðumarkaðir sem meta lánaáhættu hafa hækkað beggja vegna Atlantshafsins. Skuldatryggingarálag íslensku bankanna er mat markaðarins á áhættu tengdum þeim viðskiptum sem bankarnir stunda. Það hefur snarhækkað, yfir 60% (LÍ) síðan í miðjum maí sl. Bankarnir vita fullvel af hverju þetta stafar, en segja t.d.: "Þetta gefur til kynna að utanaðkomandi þættir hafi orðið til þess að álagið hækkaði hjá bönkunum, enda hafa engin þau tíðindi orðið á íslenska bankamarkaðnum sem gætu útskýrt slíka hækkun" Vegvísir LÍ 19/07/07. Þeir gætu ella sagt: "Áhættumat heimsmarkaðarins á starfsemi okkar hefur hækkað um rúm 60% á tveimur mánuðum".
Vogun margfaldar áhrifin
Vogun nútíma lánamarkaðar er svo hrikaleg, að margfeldi áhrifanna er verulegt og virkar að sama skapi hratt. Þannig geta áhrifin ferðast á nokkrum dögum úr fasteignamarkaði BNA, yfir í vegnar yfirtökur, síðan í hlutabréf og loks hagkerfi þeirra og heimsins. Aðeins 1% lækkun á fasteignaverði í Bandaríkjunum er talin geta valdið yfir 40% tapi á veðum, þar sem bestu AAA bréfin sökkva í sama báti og þau verstu vegna þess að þeim er spyrt saman í seljanlegar kippur. Veðum er safnað saman á veðskuldabréf. Mörg slík bréf eru síðan spyrt saman í CDO (collateralized debt obligations), einskonar samsafn veðskulda, en hvert CDO hefur sitt áhættustig. Aðeins efstu prósent hvers pakka hafa gjarnan verið AAA bréf. Staða verðbréfaeigandans er mjög veik, þar sem hann á aðeins hlutabréf í sjóði sem á safn veðbréfa, en ekki veðbréfin sjálf og er því mjög aftarlega í veðröðinni. Áhætta vegna beinnar eignar í fasteignum er nær engin miðað við þessi bréfabréfabréf.
Smitar alla markaði
Nú í vikunni fengu sjóðseigendur tveggja vogunarsjóða undir hatti Bear Stearns Co. virts fjárfestingabanka, bréf þar sem tilkynnt var um að sjóðirnir væru tómir, en höfðu eigið fé upp á 1,5 milljarða USD við lok fyrsta ársfjórðungs 2007. Þeir höfðu tekið 20 milljarða USD að láni. Áður höfðu um 50 sjóðir brugðist annars staðar, helst þeir sem eru á "sub- prime" skuldabréfamarkaði, þ.e. ekki í hágæðaskuldabréfum. Slíkir atburðir hafa látið markaðinn krefjast þess af matsfyrirtækjum að þau endurmeti verulega áhættustig banka og sjóða sem stunda afleiðuviðskipti á fullu. Áhættan er talin vera mest í jaðri markaðarins, þar sem t.d. Ísland og Ungverjaland eru. Bankar okkar eru því með þeim fyrstu sem finna verulega fyrir minnkuðu áhættuþoli.
Verðum við þvinguð úr lás?
Þótt vaxtamunur okkar sé verulegur, þá gírast kostnaðurinn upp við endurmat markaðarins, þar sem heildarpakki íslenska bankans verður óspennandi og áhættusamur miðað við t.d. ástralska dollarann, sem fer samt snarhækkandi og er í methæðum núna. Ef Seðlabanki Íslands lækkar ofurháu stýrivextina, þá hækkar skuldatryggingarálag bankanna vegna lækkaðs vaxtamunar og gengi krónunnar fellur, þar sem framvirku samningunum í vaxtamunarviðskiptum verður snúið við. Þessu þorir Seðlabankinn ekki. Ævintýri bankanna er langt frá því á enda, enda eru stærstu aðilarnir á skuldatrygginga- afleiðumarkaðnum eins og Deutsche Bank enn í fimmta gír og hafa fulla trú á uppgíruðum vaxtamunarviðskiptum Íslendinga, sem styðja spilaborgina miklu.
Almenningur vill ekki gengisfellingu. Enginn vill því að blása á spilin.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2007 | 08:41
Heimsvelgjan nær ekki suður úr
Fimbulkuldi í Suður-Ameríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.7.2007 | 11:28
070707 Heilaþvotturinn mikli, al- gor
Heill dagur af heilaþvætti er á enda, þar sem gor vall út um allt, í eins konar al-gor (e. Al Gore). Íslensk orðabók Máls og Menningar lýsir gor vel: hálfmelt fæða í innyflum (jórtur) dýra, saur. Gor/raup: mikið skrum. Gorvík: sleikja hverja gorvík, koma allsstaðar við. Gorbora: rassbora, klaufi. Að gorborast: gera eitthvað klaufalega. Gorgeir er yfirlæti, hroki, rembingur. Gor-tanni er refur.
Halda mætti að jörðin sé orðin Gore- kúla (ísl. gorkúla), hnöttóttur gróberi. Gorblendinn áróður er borinn fram, gorbragð í munni eykst, við vöðum gorinn gorblaut, reynum að leysa Gordíska hnúta og ef það tekst, er gorgurinn og gorgeirinn yfirþyrmandi. Haldin er gorghátið mikil með miklum gorghljóðum, en gorkenndur sannleikur sem gorkúluaðall býr til, á að sýna okkur gorkúluafdrif jarðar. Vonast er til eilífðar gormánaðar (sem tekur nafn af slátrun fénaðar), en hann leiðir vetur yfir alla byggð.
Umhverfissinnar ekki allir jafn hrifnir af Live Earth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.7.2007 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2007 | 11:35
Mannréttindaferð til Afríku
Utanríkisráðherrra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir mannréttindi og áherslu á mannhelgi vera helstu áherslur sínar varðandi Afríku í opnugrein Mbl. í gær, þar sem Afríkuför hennar er rakin og ástæður fyrir kosningaferðalagi hennar til stuðnings sætis okkar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hver sá sem les greinina ítarlega hlýtur að gera sér grein fyrir því að Ísland hefur margt betra að gera en að skipta sér af málefnum Afríku í gegn um stjórnkerfið, hvort sem um er að ræða þróunaraðstoð eða sæti í Öryggisráðinu, sem er að drýgstum hluta um ófrið í Afríku. Raunar ættum við að beina orku okkar allt annað en til Afríku, þar sem stríð, spilling, fátækt, mannréttindabrot og ánauð er samofin sögu nær hvers einasta ríkis og þó sérstaklega þeirra ríkja sem Ísland styrkir.
Til styrktar í átökum Afríku
Utanríkisráðherra segir ESB vera fyrirmynd Afríku. Afríka eigi að hafa sterkari rödd og geta mætt Evrópu og BNA á meiri jafningjagrundvelli. Íslendingar gætu helst komið að liði í Afríku. Við eigum að gera okkur meira gildandi í Afríku. Nær engin viðskipti eru við Afríku, en það geti breyst. Ekki eigi aðeins að stunda matargjafir, ölmusu og þróunarhjálp. Íslendingar geti veitt stuðning í skærum og deilum innan Afríku, en á forsendum Afríkubúa. Gefa þurfi Afríkubúum tækifæri án þess að Evrópa eða Bandaríkin séu stöðugt að segja þeim hvernig eigi að gera hlutina og hvað sé rétt og hvað ekki. Horfa þurfi á hina hliðina á peningnum, möguleikum Afríku til framtíðar, umtalsverðan hagvöxt sumra ríkja. Þessi ríki munu taka flugið, segir hún.
Afskipti og loforð
Hvað er Ingibjörg Sólrún þá að gera þarna? Af hverju mega þau ekki ráða sér sjálf? Í hvað eiga Íslendingar að eyða milljörðum á forsendum Afríkubúa? Engin viðskipti af viti eru að baki, verið er að eiga við margar spilltustu þjóðir í heimi til þess að reyna að stilla til friðar þeirra sjálfra í milli. Endalaus ættbálkastríð valda því að grundvallargerð samfélaganna er í rúst og Afríkubúar vilja réttilega fá að laga sín mál sjálf án nýlenduherra eða skandinavískra samviskupólítíkusa sem allt þykjast vita eftir eina helgarheimsókn til álfunnar. Loforðaflaumur um aukna aðstoð, að auka framlög sem þegar eru allt of mikil, taka þátt í friðargæslu eða að taka við flóttamönnum málar okkur út í horn, þar sem við viljum ekki vera frekar en Hallgerður forðum. Sérfræðingar í Afríku segja helstu hjálp okkar felast í því að beita þrýstingi á stjórnvöld í löndunum til þess að auka gegnsæi í starfsemi sinni, til þess að spilling minnki. Ekki sýnist mér Íslend vera að feta þá braut.
Þróunaraðstoð, ekki til mannréttinda
Helstu ríki Afríku sem Ísland hefur verið að veita þróunaraðstoð eru Mósambík, Malaví, Namibía, Úganda og Kenía, ekki beint framverðir heimsins í mannrétindum og mannhelgi, sbr. Kenía (e.Kenya), sem t.d. níðist á mannréttindum, þar með réttindum kvenna, ef dæma má eftir upplýsingum Human Rights Watch. Áhugasamir lesendur ættu að kynna sér stöðu hvers landanna í þessum málum (t.d. með þessum tenglum og á Google), þar sem peningar og orka okkar flæða inn til herforingjanna. Við aukinn lestur þá verður fólki æ ljósara, sérstaklega konum, að við ættum ekki að styðja þessar stjórnir, nema þá kannski þar sem Ísland getur haft bein áhrif á framvinduna, eins og í sjávarútvegsmálum í Namibíu. Réttast er að styðja frekar alþjóðleg samtök sem hafa lag á því að koma sem mestri aðstoð beint til skila án þess að eiga of mikið við stjórnarherra ríkjanna. Þar gæti ABC barnahjálp kannski verið gott dæmi.
Náttúruauðlindir valda átökum
Náttúruauðlindir margra ríkja Afríku eru með endemum miklar, t.d. demantar Líberíu, en er lokað vegna stríða um nýtingu þeirra með viðeigandi spilingu. Olíu- og námutekjur Afríkuríkja hafa tilhneigingu til þess enda á einkareikningum í Sviss, en við sendum brot af þeirri upphæð til sömu ríkja til þess að friða samvisku okkar. Öll Afríkuríki, að tveimur undanskildum, fengu undir 5,0 í spillingareinkunn, þar sem auðlindirnar skila sér ekki til fólksins. Tilgangslítið er að senda þessum herrum fé án hirðis. Þótt ráðherra hafi hitt jákvæða manneskju eins og Ellen Johnson-Sirleaf, þá er ljóst að þjóðin sem hún hefur stýrt í tæp tvö ár, Líbería, er stríðhrjáð og rammspillt, þarf 215 milljarða skuldauppgjöf og fær ekki einu sinni einkunn.
Vandamál Afríku (og Mið- Austurlanda) leyst
Markmið ferðar Ingibjargar Sólrúnar var annars vegar að ræða í nálægð afstöðu til þróunarsamvinnu og málefna Afríku, en íslensk stjórnvöld leggja nú stóraukna áherslu á þróunarmál, og hins vegar að ræða málefni öryggisráðsins, en starfstími ráðsins fer að miklu leyti í að fjalla um málefni Afríku. Næst ætlar Ingibjörg Sólrún í krossferð um Miðausturlönd (Palestínu, Írak?) til þess að leysa vandamál þeirra, eða okkar eins og hún segir vandamálin nú vera vegna stuðnings Íslands við innrásina í Írak forðum. Ritað verður á spjöld sögunnar, að þessi kona hafi rutt braut Íslendinga til lausnar á erfiðustu stríðasvæðum heims, en milljarðarnir sem bæta hefðu mátt stöðu bágstaddra á Íslandi þurftu því miður að nýtast annars staðar. Lesendur hafa eflaust einhverjar hugmyndir um betri not fjárins.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2007 | 10:08
Allir bankar ánægðir
Seðlabankinn notaði ekki eitt af síðustu tækifærum sem hann hafði til þess að mýkja lendingu Íslendinga eftir eyðslufyllirí og uppbólgin vaxtamunarviðskipti. Tómlæti bankans og verðbólguhræðsla hefur sínar alvarlegu afleiðingar fyrir langflesta í þjóðfélaginu, nema banka og fjármagnseigendur, sem ávaxta sitt mjög vel núna, en aðeins þokkalega í mjög náinni framtíð, þegar skellirinn kemur.
Davíð hefði getað rofið vítahringinn með vaxtalækkun, en setur mikið niður við það, að horfast ekki í augu við þá augljósu staðreynd að versta vandamál íslenska hagkerfisins er sýndarstyrkur krónunnar, sem stafar helst af heimsvinsældum vegna hás vaxtastigs. Fyrir vikið verðum við enn viðkvæmari fyrir hverri örsveiflu sem verður á heimsmarkaði, sérstaklega þegar líður að stóru krónubréfagjalddögunum í september og áfram í haust. Eflaust lækkar Seðlabankinn stýrivextina lítið eitt þann 5. sept. nk., en það verður þá "of lítið, of seint".
Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2007 | 01:12
Innanlandsflug, ekki millilandaflug
Viðtalinu í "Íslandi í dag" á Stöð 2 við talsmann Iceland Express (IE) var eflaust ætlað að sýna fyrirtækið sem frelsandi engil að boða samkeppni í innanlandflugi, en sýndi í staðinn ótrúlega löngun IE til yfirgangs gagnvart borgarbúum, stjórnkerfi og raunar öllum viðeigandi Reykjavíkurflugvelli. Fljótlega kom í ljós að aðalstefnan er sú að fyrirtækið hefji millilandaflug beint frá Reykjavík, tvisvar á dag, bæði til London og Kaupmannahafnar, átta brottfarir eða lendingar á dag. Þessi fyrirætlan birtist ekki í fréttunum, heldur í viðtalinu sjálfu. Talsmanninum fannst sjálfsagt að samþykkja beiðni félagsins, sem kom ekki fram sem beiðni, heldur ákveðin og ítrekuð ætlan IE. Samgönguráðherra tók réttilega og skýrt fram að jákvætt yrði skoðaðar innanlandsflugsáætlanir IE, en ég efast jafnvel um að hann hafi verið spurður um millilandaflug.
Millilandaflug kemur ekki til greina
Nú er reynt að láta líta svo út að sjálfsagt sé að þessar áætlanir IE verði samþykktar, en því fer fjarri. Helst ber að nefna, að hávaðinn og mengunin frá farþegaþotum í millilandaflugi er langt frá því að vera samþykkjanlegur fyrir drjúgan hluta íbúa Reykjavíkur og Kópavogs. Þótt einkaþotum og einstaka stórri þotu sé leyft að stunda þetta flug, þá verður það ekki borið saman við áætlanaflug farþegaþotna. Jafnvel þótt við gleymum hávaðanum, sem erfitt væri fyrir flesta að gera eldsnemma á morgnana, þá yrðu loftgæðin í nokkrum hverfum eins og í meðal stórborg, ásamt stórauknum áhættuþáttum.
Icelandair og Iceland Express á fullu
Gæta þyrfti jafnræðis við leyfisveitingarnar og þá væri Icelandair með jafnmikið millilandaflug, sextán sinnum bæði félögin samanlagt á dag. Rök talsmannsins um það að einkaflug sparist verulega eru hláleg, því að akstursleggurinn á milli Keflavíkur og Reykjavíkur er aðeins hluti tímasparnaðarins, þar sem hálfur dagur fer almennt í inntékk, leit, skyldubiðtíma og ferðir af og til flugvallar erlendis, auk þess sem hægt er t.d. á einkaþotu að lenda á London City Airport inni í miðborg London. Einkaþotur eru notaðar af þeim sem meta tímasparnað mjög mikils, eða hafa bara hreinlega efni á þeim og ætla ekkert að vera með okkur plebbunum í eilífðarröð.
Háskólarnir og íbúarnir skipta máli
Stóraukin starfsemi félaganna tveggja og eflaust annarra sem um það sækja hlyti að kalla á stórt svæði undir þoturnar og þjónustusvæði, jafnt fyrir þær og ekki síst farþegana. Það yrði Shengen- þetta og alþjóða- hitt sem allt kallar á aukið rými, en það er ekki fyrir hendi. Þessi starfsemi yrði öll að vera austan flugvallarins, því að vestan hans er íbúa og háskólasvæði þar sem einkaflugið er væntanlega á leiðinni burt, en Flugfélag Íslands færist austur fyrir í samgöngumiðstöðina. Háskólinn í Reykjavík hefur fengið stóru svæði úthlutað austan flugvallar og vænst er háskólabyggðar þar. Millilandaflug áætlanavéla og Háskólinn í Reykjavík eiga enga samleið, punktur.
Samkeppni í innanlandsflug!
Samgönguráðherra er hér með hvattur til þess að samþykka innanlandsflugs- áætlanir þessa ágæta félags, Iceland Express, ásamt áframhaldandi innanlandsflugi Flugfélags Íslands, verðugs samkeppnisaðila IE. En hverskyns millilandaflug stórra farþegavéla frá Reykjavíkurflugvelli er ranghugsun, sérstaklega þar sem við erum að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 12:49
Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún
Frétt BBC um kókaínfundi strandríkja Afríku, Senegal, Ghana, Guinea-Bissau og Sierra Leone lýsir því hvernig rammspillt sárfátæk Afríkuríki standa fyrir stórfelldu kókaínsmygli, "finna" heilu tonnin af kókaíni en láta þau síðan hverfa úr geymslum sínum. Undarleg tilviljun að mannlaus bátur skyldi einmitt "finnast" á sama tíma og fundur Afríkusambandsríkja á sér stað, þannig að trúverðugleikinn eykst. Með þessum og fleiri Afríkuríkjum (þ.á.m. Nígeríu, Sómalíu og Súdan) fundar Ingibjörg Sólrún á okkar kostnað til þess að þau tryggi okkur sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hvílíkur herkostnaður! Fyrst að borga þessa þarflausu ferð, en síðan að fórna næstefsta sæti okkar á lista minnst spilltu þjóða heims með því að semja við þær rammspilltustu um sæti okkar, sem gerir Ísland háð þessum dópspilltu kúgurum um atkvæði. Samfylkingarfólk ætti að ræða alvarlega við leiðtoga sinn, utanríkisráðherrann, um það hve glæsilega hún fer af stað í íslenska krossferð sína til réttlætis og jafnréttis með sannleikann að vopni.
Hér eru bráðgóðir tenglar um þetta mál:
Frétt BBC um stóra kókaínfundi strandríkja Afríku
http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/6254496.stm
Blogg Gústafs Níelssonar um ISG:
http://gustaf.blog.is/blog/gustaf/entry/249931/
Ingibjörg Sólrún á leiðtogafund Afríkusambandsins:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1277190
Blogg, Haukur Nikulásson um ISG ferð:
http://haukurn.blog.is/blog/haukurn/entry/249869/
Blogg Gammsins um ISG ferð:
http://gammurinn.blog.is/blog/gammurinn/entry/249866/
Blogg Bryndísar Ísfoldar um ISG ferð:
http://bryndisisfold.blog.is/blog/bryndisisfold/entry/249827/
Frétt mbl.is um kókaínfundinn
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1277762
Draugaskúta með tonn af kókaíni um borð fannst við Afríkustrendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 871286
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- prakkarinn
- stefanbjarnason
- hannesgi
- businessreport
- askja
- martagudjonsdottir
- agbjarn
- geiragustsson
- gustaf
- vey
- frjalshyggjufelagid
- tilveran-i-esb
- gammon
- sigsig
- omarragnarsson
- raksig
- halldorjonsson
- vinaminni
- samstada-thjodar
- draumur
- magnusjonasson
- frisk
- jonaa
- apalsson
- skodunmin
- arnim
- gullvagninn
- altice
- fannarh
- gun
- oliatlason
- bjarnihardar
- nilli
- davido
- svanurmd
- steinisv
- johanneliasson
- hagbardur
- arh
- zumann
- doggpals
- jonvalurjensson
- dofri
- katrinsnaeholm
- seinars
- kari-hardarson
- fredrik
- valli57
- tibsen
- kisabella
- tbs
- astroblog
- maeglika
- himmalingur
- skulablogg
- arnih
- ingagm
- ahi
- mullis
- krissi46
- vefritid
- gauisig
- bryndisisfold
- brandarar
- nerdumdigitalis
- svartagall
- siggith
- klarak
- jennystefania
- lax
- unnurgkr
- vilhjalmurarnason
- gattin
- kruttina
- rynir
- heidistrand
- thorhallurheimisson
- duddi9
- kristjan9
- haddi9001
- bofs
- thjodarheidur
- theodorn
- lucas
- benediktae
- iceland
- fun
- diva73
- zeriaph
- tharfagreinir
- bjarnimax
- fullvalda
- sigurjons
- sissupals
- davpal
- friggi
- ketilas08
- valdimarjohannesson
- gerdurpalma112
- andres08
- krist
- fjarki
- tik
- palmig
- rustikus
- vestskafttenor
- gummibraga
- svansson
- geirfz
- fhg
- stjornlagathing
- loftslag
- jonmagnusson