Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Litrófsmynd stjórnmálanna

Litróf stjórnmálanna er sama heildin og áður, en hópamyndun er önnur þannig að flokkar riðlast. Skoðið myndina og sjáið hvar þið standið. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru nú aðallega í tveimur ósamræmanlegum fylkingum, þeirri dökkbláu (Geir) sem trúir enn á frjálst hagkerfi með krónu (íslenska eða norska) og þeirri ljósbláu (Þorgerður Katrín) sem vill ESB með Evru en þó takmörkuð ríkisafskipti. Litrof flokkanna m nofnum

Samfylkingin (ESB) hefur misst marga sem eru vinstra megin við miðju yfir til VG, sem bólgnar út hratt eins og rauður risi og gleypir nokkrar reikistjörnur í leiðinni. En á móti hefur Samfylkingin teygt sig vel til hægri eins og síðast þegar Jón Baldvin beitti sér og heggur djúpt inn í ljósbláa Sjálfstæðið og í yngri miðjudeild Framsóknar. En eldri þjóðræknari Framsóknarhlutinn (Guðni) endurómar vel við dökkbláa hluta Sjálfstæðisflokksins. Erfitt er að staðsetja aðra.

Bergmál sögunnar frá árinu 1978 berst hingað núna og verður æ greinilegra.

Horfið nú í smátíma á litrófið, annað hvort með texta eða án hans. Ákveðið litanúmer ykkar og veltið síðan fyrir ykkur hvaða hringir verða dregnir utan um hvaða hópa. Þeir stjórnmálaflokkar eru ekki endilega eins og þeir eru í dag. Hvar er þig að finna?

(Smellið tvisvar á mynd til þess að ná henni réttri)


mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband