Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
31.5.2008 | 15:35
Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland
Hvað gengur Björku nú til? Að nýta frægðina, sem áður bar hróður Íslands út um víðan völl, nú til þess að níða Ísland á alþjóðagrundvelli og gera lítið úr óumdeildri forystu Íslendinga í nýtingu endurnýjanlegrar orku, heiminum öllum til hagsbóta? Frægðin hefur augsýnilega ruglað hana vel í ríminu.
Ímynd Íslands er góð, en Björk vill breyta því
Björku er tíðrætt um ímynd Íslands, að við hin séum að eyðileggja ímyndina með stöðugri fjölgun álvera hér á landi. Hvað ætlar hún þá að gera til þess að bæta þessa skertu ímynd? Hún vill kynna þetta svolítið erlendis, að við Íslendingar megum ekki vera 30 árum á eftir. Á meðan ímyndar- kynnendurnir Al Gore og Forseti Íslands segja Íslendinga standa fremst í heimi í nýtingu endurnýjanlegrar orku, þá mun Björk kynna þá verptu skoðun sína erlendis að Íslendingar séu að eyðileggja Ísland, sem hún hefur margtuggið í erlent fréttafólk, þyrst í að heyra hvað kemur næst úr viskubrunni söngkonunnar.
Fyrstu kynni af Íslandi eru batnandi, en Björk vill breyta þvíAlla Bjarkar hunds- og kattartíð hafði ameríska herstöðin í allri sinni grábrúnu gaddavírs- braggafegurð verið fyrstu kynni útlendinga af Íslandi við komu ferðamannanna til landsins. Nýlega breyttist það og NATO, háskólasamfélag og fjölbreytt byggð og athafnalíf tók við. Þá telur Björk að álver í Helguvík (sem yrði ekki nálægt þjóðveginum) yrði slæm fyrstu kynni af landinu. Þar við bætist Straumsvík. Það er bara verið að skjóta sig í fótinn og þetta er rosalega mótsagnakennt. Ef einhverjar mótsagnir er að finna, þá er það í málflutningi Bjarkar. Vonandi ber rógsherferð hennar um heiminn engan árangur. Man hún ekkert hvað það er að vera Íslendingur, sem þarf að koma sér áfram í lífinu og borga skatta á Íslandi? Veit hún ekki af því að ál er aðal- útflutningsvara Íslands?
Þegar Björk þýtur landa á milli í álþotum og eyðir orku á við heilt þorp í Afríku á hverjum hljómleikum sínum, sem knúnir eru áfram af olíu og kolum, þá ætti henni að vera hugsað til gamla landsins, þar sem fólk háir enn lífsbaráttu sína og vill nýta orku sína og landsins til skapandi athafna eins og hún gerði forðum, ekki til niðurrifsstarfsemi á þjóðinni.
Björk og Sigur Rós með útitónleika í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
30.5.2008 | 14:47
Vopnum safnað
Skömmu eftir friðarferð Ingibjargar Sólrúnar til Afríku og Mið- Austurlanda gerði utanríkisráðherra Bandaríkjanna stóra vopnasölusamninga við sömu lönd og báða andstæðingana. Nú er utanríkisráðherra okkar búinn að safna mörgum ríkjum SÞ í kippur til stuðnings okkur í kosningabaráttunni miklu til þess að komast í Öryggisráð SÞ. Auðveldara er þá fyrir gestinn að semja við ISG heldur en að rassakastast sjálf út um öll spilltustu Afríkuríkin.
Þeim hlýtur að koma vel saman, öflugasta vopnasala jarðar og formanni Samfylkingarinnar.
Condoleezza Rice á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2008 | 21:08
Skjálftakort og töflur
Jarðskjálftarnir í dag sjást vel á Íslandskorti vedur.is. Þar er líka tafla yfir skjálftana, þar sem sést að nokkrir þeirra áttu upptök sín norður og NA af Hveragerði á svæði þar sem Bitruvirkjun gæti orðið. Í fyrri umræðum hér um það hvort hægt sé að geyma sér háhitasvæði sagði ég:
Vonlaust er að hugsa hundruð ára fram í tímann með háhitavirkjun. Allt er breytingum undirorpið, svæði hitna og kólna með jarðhræringum eins og sást með holurnar við Kröflu: Aths: 23/5/2008.
Á næstu árum og áratugum mjakast þetta allt til og er ekkert á vísan að róa. Það er enn ein ástæðan til þess að nýta orkuna á vel könnuðum, samþykkjanlegum svæðum fljótlega eftir rannsóknirnar, sem þarf eflaust að endurtaka ella með öllum sínum tíma og kostnaði.
Heimili í Hveragerði í rúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 14:41
Virkjum og eflum alla dáð
Sú firra hefur einhvern veginn komist í kollinn á fólki að þensla sé hættuleg og að samdráttur sé æskilegur. Annað hvort hefur það þá ekki upplifað samdráttarskeið, hefur ekki orðið fyrir því eða er hreinlega búið að gleyma því eins og veðrinu. Hagvöxtur sem byggir á starfsemi heilbrigðs athafnalífs má alveg rjúka óhindraður áfram, því að vandræðin sem af slíku skapast eru barnaleikur miðað við samdráttarskeiðin. Sá eða sú sem hlakkar yfir komandi kreppu er ekki að hugsa dæmið til enda.
Gætum nú að atvinnuvegunum, höldum áfram með áætlaðar virkjanir ss. Bitru og önnur tækifæri sem gefast til þess að lina þjáningar næstu ára, sérstaklega fyrir ungt fólk í fasteignakaupum.
Tveggja ára stöðnunarskeið hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2008 | 10:54
Hver tekur af skarið?
Borgarstjórastjóllinn og staðan í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins heldur hvorttveggja áfram í óvissu, þrátt fyrir afneitun flestra ráðamanna. Engin ein manneskja virðist leggja í það að taka af skarið. Hanna Birna Kristjánsdóttir er lang- líklegust til þess að hafa fjöldann á bak við sig í slíkri aðgerð skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins þann 24/5/2008, en Vilhjálmur Vilhjálmsson heldur enn í vonina með stuðningi aðeins 15% Sjálfstæðisfólks. Á meðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn misst rúm 20% af fylgi sínu í borginni ef könnunin er rétt en Samfylking aukið sitt fylgi um 58%, sem er jafn stórt hlutfall og Frjálslyndir hafa fallið um.
R- lista heilkennið
Ef borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hreinsar ekki til í eigin ranni og ákveður sig strax á meðan enn er von, þá eru nær engar líkur til þess að næstu kosningar láti hann halda borginni. Borgarstjórnarflokkurinn stefnir hratt í R-lista heilkennið, að halda völdum sama hvað það kostar.
Flokkur í herkví
En hvernig stendur á því að Vilhjálmi leyfist þetta enn áfram, að halda flokknum í herkví, að því er virðist til þess eins að fá virðulega brottför (e. Grand exit) sem borgarstjóri? Flestir telja að það mun ekki gerast hvort eð er, þar sem styrinn stendur mikið til um manneskjuna Villa Vill. Flokkurinn þarf að vísu líka að ákveða sig í málefnunum sem kljúfa hann sem stendur: Orkuveitu- og flugvallarmálin eru óútkljáð innan flokksins og ekki er hægt að ætlast til þess að aðilar utan hans skýri línurnar sem eru í kross innan hans. Þessi mál skipta sköpum og tel ég t.d. alvarlega skyssu að flytja flugvöllinn og að hætta við Bitruvirkjun. Margir aðrir flokksmenn og leiðtogar virðast vera ósammála mér.
Höfuðlaus her á blogginu
Skoðanakönnun hefur átt sér stað hér til hliðar á þessari bloggsíðu undanfarið um þessi málefni. Niðurstaðan er sú að um 75% þeirra sem lýst hafa áliti sínu telja að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé höfuðlaus her, en 10% að hann sé undir öruggri stjórn. Lesendur þessa bloggs eru margir hverjir hægri sinnaðir, þannig að niðurstaðan hlýtur að teljast ábending um vandræði, nema að einungis andstæðingar flokksins sjái sig knúna til þess að kjósa.
Hver er lausnin? Eins og Intrum segir: ekki gera ekki neitt. Tökum af skarið.
Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2008 | 13:15
Frí á miðvikudaginn?
Veðrið gælir við Austurland núna, en sjáið spána fyrir vesturhlutann á miðvikudaginn 28/5: 20°C og úrkomulaust. Ætli það verði lokað vegna góðviðris í höfuðborginni?
Vedur.is veðurþáttaspá:
Skýjað víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 15:29
Sjóðandi sunnudagur
Hafið góða helgi, hvort sem það er úti á palli eða á næturvaktinni.
Næstum óraunveruleg veðurspá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2008 | 16:51
Dýr er hver Bitru- túristinn
Verðleggjum nú væntanlega túrista næstu 20 ára á Bitru- svæðið, þar sem jarðhitavirkjun átti að rísa. Þeir eru víst aðalástæðan fyrir þeirri arfavitlausu ákvörðun að hætta við virkjunina. Hver ferðamaður sem dáist að ósnortinni náttúrunni þarna í nálægð jarðhitamannnvirkjanna kostar okkur og niðja okkar hundruð þúsunda, auk fjölda tækifæra til athafna og vaxtar sem fara forgörðum vegna nokkurra þúfnaaðdáenda. RÚV lýsir tjóninu vel á síðu sinni RUV.is, birt hér að neðan því að tengilinn virkar illa.
Nú missum við dampinn í frumkvöðulsstarfsemi jarðhitans, en allt í einu er Bitra orðin það langflottasta síðan niðurskorið brauð var fundið upp. Við erum sammála um Hveradal í Kerlingarfjöllum og aðra slíka staði, en Bitra hafði ekki annað með sér en öfgafulla náttúruverndarsinna sem langaði til þess að sýna vald sitt og tókst það. Þau sem þjást eru þegnar þessa lands, sem geta yljað sér við þá tilhugsun í kulda og athafnaleysi komandi vetra að nokkur hundruð græningjar hafi heillast af ákvörðuninni að hafa bjargað svæðinu frá vondu körlunum með borina, sem allir dásömuðu fyrir stuttu.
Við skulum vona að sá stjórnmálamaður finnist, sem þori að taka beina afstöðu með Bitruvirkjun og að hún komi sem fyrst til framkvæmda.
Af RUV.is :
Bitruvirkjun: Mörg verkefni tapast
Ekkert verður af verkefnum fyrir tugi milljarða króna sem annars hefðu verið unnin við byggingu Bitruvirkjunar. Þeir sem missa af verkefnunum eru m.a. verkfræðistofur, vélsmiðjur, flutningafyrirtæki, ferðaþjónusta, auk iðnaðar- og verkamanna. Fulltrúar þeirra undrast fögnuð borgarfulltrúa vegna þessa.
Orkuveitan hefur ákveðið að ekkert verði af Bitruvirkjun eftir að álit Skipulagsstofnunar reyndist vera neikvætt í garð virkjunarinnar. Stjórnarformaður OR hefur m.a. sagt að fyrir liggi að ekkert verði af framkvæmdinni á þessu kjörtímabili.
Ljóst er því að hætt hefur verið við gerð virkjunarinnar þar til annað verður ákveðið og er ekki að sjá, miðað við yfirlýsingar stjórnenda OR og stjórnar fyrirtækisins, að slíkt sé í spilunum. Orkuveitan hefur þegar lagt um 1 milljarð króna í verkefnið.
Áætlað er að bygging virkjunarinnar kosti um 25 milljarða króna og taki um fimm ár að ljúka því. Samtals var gert ráð fyrir að við bygginguna mundu starfa þessi fimm ár um 500 manns frá ýmsum verktökum. Þeirra á meðal eru hönnuðir frá verkfræðistofum, eftirlitsverkfræðingar, jarðboranir, vélsmiðjur sem smíða rör og leiðslur, jarðvinnuverktakar, flutningafyrirtæki, fólksflutningar og veitingaþjónusta að ógleymdum iðnaðar- og verkamönnum.
Gert var ráð fyrir að orkan yrði seld til tveggja eða þriggja stórra fyrirtækja í Þorlákshöfn. Óvissa er nú um hvort sú starfsemi verður að veruleika. Kísilhreinsiverksmiðja, sem hefði orðið stærsti kaupandinn, kostar um 70 milljarða að byggja auk tækjakaupa frá útlöndum. Nokkur hundruð manns hefði þurft til að byggja hana og setja saman vélbúnaðinn, ófaglært fólk, faglært og háskólamenntað. Þá hefði þurft um 500 manns til langframa í verksmiðjuna, 300 í fyrra áfanga og 200 í þann seinni.
Ljóst er að allar líkur eru á að þarna hverfi störf fyrir nokkra tugi milljarða króna á byggingartímanum, auk hinna 500 framtíðarstarfa. Fulltrúar þessara atvinnugreina, sem rætt hefur verið við, undrast fljótaskriftina á ákvörðun OR að hætta við og lýsa jafnframt undrun á því að fulltrúar eigenda fyrirtækisins, borgarfulltrúar, skuli lýsa fögnuði yfir þessari niðurstöðu.
Fréttastofa Útvarps hefur heimildir fyrir því að menn líti nú í kring um sig eftir möguleikum á að af Bitruvirkjun geti orðið, með því að Orkuveitan selji verkefnið. Þannig nái hún inn kostnaðinum sem þegar er áfallinn upp á um milljarð. Þetta hefur verið óformlega rætt hjá öðrum orkufyrirtækjum, en ekki innan Orkuveitu Reykjavíkur. Ljóst þykir að sé gagnkvæmur vilji fyrir hendi hjá kaupanda, Orkuveitunni og sveitarfélaginu Ölfusi sé mögulegt að láta þessi verkefni verða að veruleika.
Fögnuður stjórnarmanna á móti hagsmunum OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.5.2008 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
22.5.2008 | 09:41
Framlengt vegna fjölda áskorana
Stýrivaxtavitleysa Seðlabanka Íslands heldur áfram og tryggir öryggt framhald hávaxtastefnunnar, sem flest stjórnmálafólk þykist vera á móti, en styður í raun. Fólki er talið trú um, að sterk króna sé eftirsóknarverð og að háir stýrivextir séu nauðsynlegir til aðhalds. Þessari gömlu leiksýningu átti að vera löngu lokið, en nú eru settar upp aukasýningar vegna fjölda áskorana bankanna og vaxtamunarspekúlanta, sem höfðu ekkert almennilegt til að græða á síðustu mánuði nema kaup og sölu krónunnar, þegar þeir eru vanir miklu öruggari viðskiptum, að kaupa íslensk ofurvaxtaskuldabréf og mala gull án vandræða á kostnað gjaldmiðilsins.
Skuldabréf að andvirði um 150 milljarða króna gengu út í gær, sem á víst að sýna það feikna- traust sem fjárfestar hafa á krónunni og á bankakerfinu. Seðlabankar Norðurlanda hafa myndað öryggisnet þeirra sem lána hver öðrum í hring, þannig að spurt er, hvað getur klikkað?
Nú heldur þú því áfram að borga tugi prósenta í vexti og verðbætur. Inn á milli koma síðan gengisfellingar og verðbólguskot sem eru nauðsynleg til þess að greiða vaxtamuninn sem fjárfestarnir mjólka út úr gjaldmiðlinum sem ber hæstu vexti þróaðra ríkja. Gangi þér vel!
Stýrivextir áfram 15,50% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
19.5.2008 | 00:59
Þakkir til samstúdenta
Fagnaður 30 ára stúdenta Menntaskólans í Reykjavík (MR 1978) að Hótel Loftleiðum sl. Laugardagsvöld 17/5 gekk vel og honum lauk með líflegu spili hljómsveitarinnar Saga Class. Ég tók nokkrar myndir, en nokkrar þeirra eru núna hér inni á blogginu (myndaalbúm MR78). Hér á eftir fylgir hluti ræðu minnar, fyrir þann sem sofnaði fram á borðið og missti af henni. Trúlegt að hann vilji bæta sér það upp með lestrinum!.
Ég þakka þeim sem mættu fyrir að skemmta mér svo vel.
Bróðurpartur ræðunnar:
Það er gaman að sjá ykkur, kunnugleg andlit frá þeirri tíð er heimurinn var ostran manns. The worlds mine oyster eins og Shakespeare sagði. Hér er mættur hinn gjörvillegasti hópur áður efnilegs fólks, um 110 manns sem samanstendur af MR stúdentum árið 1978 og mökum þeirra. Ef einhver skyldi gera sér grein fyrir því núna að hann sé á rangri hátíð, þá er honum frjálst að fara, en líka jafnvel vera áfram og hlusta á okkur mæra gömlu MR gildin. Það hlýtur að vera óviðjafnanleg upplifun fyrir utanaðkomandi.
--------
MR stúdentar 1978 eru 150 talsins., en tveir þriðju hlutar, 100 manns, eru fæddir árið 1958. Um 23% hópsins eru fædd 1957 eða rétt fyrr (4), en 10% fæddust árið 1959. Við erum því rétt um fimmtugsaldurinn sem hópur. Þegar Skúli snillingur úr X- bekknum verður fimmtugur þann 26. maí næstkomandi, þá verður helmingur okkar hóps orðinn fimmtugur. Það síðasta en ekki síðsta okkar til þess að verða fimmtugt að aldri verður Gunnar J. Árnason heimspekingur, þann 27. nóvember á næsta ári, blessað barnið. Það er því enn möguleiki að snapa sér fimmtugsafmælisveislur hjá tugum manna næsta rúma árið, ef maður kemur ár sinni vel fyrir borð hér.
Mörg okkar hafa mætt nú þegar í nokkur fimmtugsafmælin og hafa því fengið sinn skerf af gríni og stríðni um þessi tímamót, ef þau eru þá einhver tímamót. Að vísu styður stjörnuspekin mín þá kenningu, því að nú erum við stödd þar sem við verðum að losa okkur við allt sem er úr sér gengið og halda einungis því sem traust er. Þá verður að vísu lítið eftir af mér, held ég!
En það felur líka í sér að taka til á háalofti hugans og þá fer nú að vandast málið. Þegar kassarnir eru opnaðir, þá er ómögulegt að ákveða hverju skal halda og hverju skal kasta. Því er gjarnan öllu haldið, bara til öryggis, en uppsöfnuð reynsla, nám og tilfinningar fimmtugrar manneskju getur tekið ansi mikið pláss á harða drifinu manns. Við erum því mörg í Limbólandi en komumst svo nær okkur sjálfum fljótlega.
Ef litið er til fæðingartímans, þá koma kannski skýringar á því hver við erum. Þá var Spútnikk skotið upp í geim og NASA var stofnað, rafsegulsvið jarðar uppgötvaðist, sólin mældist í hámarki sínu og allt var útúrspeisað. Örgjörvinn var fundinn upp, og núðlurnar mikilvægu. Bobbý Fisher vann Bandarísku skákmótaröðina 14 ára gamall. Þróun kjarnorkusprengja var á fullu og tilraunasprengingar áttu sér stað yfir Suður- Atlantshafi, en meðhöndlun sprengjanna var eitthvað slöpp, því að Kanarnir misstu eina á hús í Suður Karólínu. Kalda stríðið ríkti og Krútséf tók við í Sovétinu. Kastró réðist á Havana (ekki bara vindilinn) og uppreisn varð í Írak og í Alsír. Siglt var undir Norðurpólinn og þorskastríðið vegna 12 mílna hófst, strumparnir urðu til og efnahagskreppa skók heiminn.
Á þessum umbrotatímum fæddust við, ásamt Madonnu og Michael Jackson. Þessar 150 manneskjur hér hafa dundað sitthvað á sl. 30 árum frá útskrift. Líklega höfum við eignast yfir 300 börn, sem eru mörg hver farin að eignast börn sjálf. Heilbrigðisgeirinn á sannarlega sína fulltrúa í þessum MR- árgangi. Hópurinn hefur því bjargað fjölda mannslífa eða amk.heilsu fólks og bætt lífsgæði þeirra. Menntageirinn er mjög fyrirferðarmikill og má því segja að við höfum sett stoðir undir framtíð þúsunda manna (hér koma fiðlurnar inn). Hér eru verkfræðingar og arkitektar sem hafa hannað framleiðslu og byggingar og reist þær, flestum til hagsbóta. Hér eru líka lögfræðingar.
Við hin höfum líka gert margt af viti, sem heitir alls kyns nöfnum Við höfum öll leitast við að læra á lífið, finna samhljóm og tilgang í þessu öllu. Við reynum að bæta menninguna og lífið á einhvern hátt. Eða ekki!
Þrjátíu ár hafa gert okkur að miklum reynsluboltum. Hjá 68 kynslóðinni þýddi það að maður hafi legið í dópi, en hjá 78 kynslóðinni kannski að maður hafi reynt ýmislegt, verið Spútnikk og skotist upp á stjörnuhimininn en sprungið með hvelli og glæsibrag.
30 ár hafa fært okkur kannski 800 ástarsambönd sem næstum því öll skiluðu alfarið af sér taumlausri ánægju, gangkvæmum skilningi og varandi langtímavinskap. Í upphafi hrifust margir af hólkvíðum mussum, flatbotna skóm, ómáluðum andlitum, náttúrulegri líkamslykt, ómældu líkamshári og þyngdaraflsbrjóstum. En Diskóið og Hollýwúdd bjargaði okkur flestum með glys, glamor og uppstríluðu Farah Fawcett og Wham lúkki, sem hefur loðað við okkur síðan. Blásarinn hefur verið einn traustasti vinur okkar margra.
Bekkirnir hafa nú ekki allir fetað sömu slóðina. Augljós er hefnd nördanna, sbr. X- bekkinn. Við fórum vonandi flest eftir ráðleggingu Sykes (ekki Bill Gates), þar sem hann sagði: verið góð við nördana, því að líklega munuð þið vinna hjá þeim síðar.
En verum góð við hvert annað, njótum líðandi stundar og bætum við eigið líf og gömlu skólafélaganna. O, alte Burschenherrlichkeit lýsir þessu víst, en Eiríkur ljósrauði og Halldór H. náðu kannski ekki að koma þýskunni nægilega vel inn um þykka höfuðskelina mína. Þegar við sungum: Wo ist die alte Treue? Þá varð mér alltaf hugsað: Hvar er gamla treyjan? Hvað kemur fatnaður þessu við?
En verst var að skilja, Jerum, jerum, jerum o Quae mutatio rerum:
Hvílíkt yfirskegg á afturendanum!
Engin furða að ég fékk 1,0 í latínu á vorprófinu!
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 871493
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- prakkarinn
- stefanbjarnason
- hannesgi
- businessreport
- askja
- martagudjonsdottir
- agbjarn
- geiragustsson
- gustaf
- vey
- frjalshyggjufelagid
- tilveran-i-esb
- gammon
- sigsig
- omarragnarsson
- raksig
- halldorjonsson
- vinaminni
- samstada-thjodar
- draumur
- magnusjonasson
- frisk
- jonaa
- apalsson
- skodunmin
- arnim
- gullvagninn
- altice
- fannarh
- gun
- oliatlason
- bjarnihardar
- nilli
- davido
- svanurmd
- steinisv
- johanneliasson
- hagbardur
- arh
- zumann
- doggpals
- jonvalurjensson
- dofri
- katrinsnaeholm
- seinars
- kari-hardarson
- fredrik
- valli57
- tibsen
- kisabella
- tbs
- astroblog
- maeglika
- himmalingur
- skulablogg
- arnih
- ingagm
- ahi
- mullis
- krissi46
- vefritid
- gauisig
- bryndisisfold
- brandarar
- nerdumdigitalis
- svartagall
- siggith
- klarak
- jennystefania
- lax
- unnurgkr
- vilhjalmurarnason
- gattin
- kruttina
- rynir
- heidistrand
- thorhallurheimisson
- duddi9
- kristjan9
- haddi9001
- bofs
- thjodarheidur
- theodorn
- lucas
- benediktae
- iceland
- fun
- diva73
- zeriaph
- tharfagreinir
- bjarnimax
- fullvalda
- sigurjons
- sissupals
- davpal
- friggi
- ketilas08
- valdimarjohannesson
- gerdurpalma112
- andres08
- krist
- fjarki
- tik
- palmig
- rustikus
- vestskafttenor
- gummibraga
- svansson
- geirfz
- fhg
- stjornlagathing
- loftslag
- jonmagnusson