Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Jóhanna í Norðurlanda- óráði

Meðfylgjandi ræða forsætisráðherra Íslands fyrir Norðurlandaráði sýnir á engan hátt hug Íslendinga til ESB, sérstaklega í ljósi þess hvernig ESB svínbeygir okkur í erfiðleikunum nú. Þessi ræða er hjákátlegur sleikjuháttur við valdið í von þess að fá aukna miskunn, sem aldrei mun fást. Hver á að berjast fyrir rétti Íslands? Í stað þess að leita samninga við Norðmenn þá reynir Jóhanna eins og hún getur að fá þá inn í ESB! Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur.

Einhver þarf að benda Jóhönnu Sig. á það að íslenska þjóðin vill ekki aðild að ESB. Hún segir þá kannski við þjóðina eins og fyrirrennari Jóhönnu (ISG): „Þið eruð ekki þjóðin”. Ætli hún bæti ekki við: „ESB er þjóðin“?

 

Ýmsar setningar úr ræðu Jóhönnu fylgja hér:

Þrátt fyrir fjármálakreppuna verður Ísland ekki pólitískur eða efnahagslegur baggi á ESB

Afleiðingar loftslagsbreytinga og vaxandi orkuþörf benda til þess að hnattstaða Íslands verður aftur mikilvæg hvað varðar eftirlit og samgöngur á Norðurslóðum. Í því samhengi ber að árétta að íslensk

stjórnvöld vilja ekki endurhervæðingu þessa heimshluta.

 

Ísland vill verða ábyrgt aðildarríki ESB og hluti af liðsheildinni.

 

…sjálfbær sjávarútvegur, endurnýjanlegir orkugjafar og norðlægur landbúnaður alltaf ofarlega í

hugum Íslendinga og þetta eru málaflokkar sem falla vel að áherslum ESB í umhverfismálum og að aðgerðum til að hamla gegn loftslagsbreytingum.

 

Hvað varðar stofnanir ESB, þá mun Ísland í norrænum anda vinna með þeim aðildarríkjum sem vilja auka lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæiinnan ESB.

 

Við viljum stuðla að auknu samstarfi smærri aðildarríkja um leið og mikilvægi samstöðu allra aðildarríkja er áréttað.

 

Þótt Íslendingar gangi í ESB gleyma þeir ekki næstu nágrönnum og vinum enda deilum við í meginatriðum sömu lífskjörum.

 

Í stærra samhengi eigum við auðvitað samleið í flestum málum með öðrum Norðurlöndum innan ESB.

 

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin gætu saman orðið aflvaki innan ESB.

 

Ísland er eitt fámennasta ríki Evrópu og atburðir undanfarins árs hafa sýnt að það er staðreynd sem felur í sér ákveðin takmörk. Við gerum okkur engar grillur um að ESB breytist til að þóknast okkur einum en við

vitum að evrópskur samruni er stöðugt þróunarferli sem öll aðildarríki geta tekið þátt í að móta á grundvelli heildarhagsmuna

 

Rödd Íslands mun heyrast innan ESB og tala fyrir öflugri Evrópu í víðustu merkingu þess hugtaks.

 

Umsókn Íslands um aðild að ESB byggist á sjálfsöryggi og raunsæi þjóðar sem er staðráðin í hvort tveggja að sigrast á tímabundnum erfiðleikum og að byggja til betri framtíðar í samstarfi við önnur ríki Evrópu.

 

Ræðan í heild sinni er hér:

http://eyjan.is/files/2009/10/avarp-johonnu-stokkholmi.pdf

 

 


mbl.is Fagnar framhaldi kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin hunsar Alþingi og Hæstarétt

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. johanna_sig_amx_ruv.pngog Steingríms J. hlýtur að heyra sögunni til þegar hún hunsar Alþingi, Hæstarétt Íslands og vilja þjóðarinnar. Leynisamningar eru ær hennar og kýr. Ef einhvern tíma var ástæða til þess að berja sleif á pottlok, þá er það á þessari stundu.

Hver fæst til þess að verja svona leynimakk, þegar ríkisstjórn semur við aðra þjóð í blóra við gildandi lög Alþingis, með grein um það að hugsanlegur dómur Hæstaréttar Íslands um efnið breyti ekki niðurstöðunni? Slíkir yfirgengilegir einræðistilburðir eiga ekki að líðast. Hver hugsandi Alþingismaður verður að koma í veg fyrir staðfestingu þessa glæpagjörnings. Hér biðla ég helst til Vinstri grænna, að muna það að drýgsti hluti kjósenda þeirra eru á móti Icesave (og líkt hlutfall á móti ESB- aðild ásamt IMF- samningum). Þið hafið valdið, notið það rétt.

Áminning um 91. grein hegningarlaga:

„Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.“


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

XD upp um 46,4% frá kosningum

Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist 46,4% hærra í gær en í síðustu kosningum. xd_upp_46_prosent.pngAf hverju skyldi það vera? Getur verið að sá fjöldi kjósenda sem refsa vildi flokknum í kosningunum fyrir fjármálin ofl. sé að skila sér til baka, þegar þeir sjá hvernig þriðja stjórn Samfylkingar fer með hvert málið af öðru gegn vilja kjósenda, leitt af forystu Vinstri grænna? Óhæfni samningafólks stjórnarinnar gagnvart öðrum ríkjum fyrir hönd þjóðarinnar hlýtur að fá hverja sjálfstæðishugsandi manneskju til þess að endurhugsa ráð sitt.

En hvernig getur Sjálfstæðisflokkurinn náð þessu fylgi í hendi? Trúlega með því að ganga afgerandi fram í Evrópumálunum til samræmis við þorra kjósenda sinna (75% á móti ESB- aðild) og hafna ESB- aðildarumsókn, þannig að hleypa megi öðrum lausnum að í erfiðustu málunum, eins og í Icesave. Ef Framsóknarflokkurinn gerir það sama (með sín 70% gegn ESB-aðild), þá ná þeir eflaust um 55-60% fylgi saman, en eru nú með tæpt 49% fylgi skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins 15/9/2009.


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun fáránleikans

Niðurstöður úr enn einni loftslagsráðstefnunni, nú síðast í Bankok, liggja fyrir: andstæðurnar skerpast enn. Annars vegar eru þróunarlönd, sem langflest búa við hagvöxt í eltingarleik sínum við lífsgæði Vesturlanda og menga langmest á gamaldags hátt og síðan þróuðu löndin, sem mörg hver menguðu duglega til þess að ná núverandi stöðu sinni, en hagkerfi flestra þeirra dragast nú saman í verulegri efnahagskreppu. Þróunarlöndum finnst að hinir eigi að borga reikninginn, enda hafi þeir notið lífsgæðanna en komið heiminum í það ástand sem hann er. Þróuðu ríkin reyna að lágmarka þá ábyrgð sem fellur á núverandi þegna vegna synda forfeðranna og benda á það að mesti vöxtur losunar  gróðurhúsalofttegunda eigi sér stað í þróunarríkjum. Einnig það að fjölmennustu ríkin eins og Kína teljist áfram í hópi þróunarríkja, þótt þau séu leiðandi í hagvexti heimsins og þarfnist varla fjár frá hnignandi Vesturlöndum, sem eru mörg hver á hnjánum. 

Niðurstaða á „næstu“ ráðstefnu

Lofstlagsráðstefnurnar halda áfram hver af annarri Skerjafjordur Okt 2009í borgum heimsins eins og Ólympíuleikar, t.d. á Balí eða í Bankok, án nokkurrar niðurstöðu nema þeirrar að á næstu ráðstefnu verði að koma skuldbinding stærstu iðnríkjanna um stórfellda minnkun losunar frá því ástandi sem var fyrir 19 árum síðan og var neglt niður í Kyoto- samkomulaginu.  Síðastliðið hefur markið verið sett á Kaupmannahöfn 7. desember 2009, og dagarnir taldir niður þangað.  Í fyrradag var ljóst í Bankok að ekkert hafði miðast í samkomulagsátt til Kaupmannahafnarráðstefnunnar.

Ísland hefði ekki skrifað undir Kyoto án sérákvæðis

Þá leiðum við hugann til Íslands. Það lá alltaf fyrir að framlag okkar til heimsmengunar eða losunar gróðurhúsaloftteguna á heimsvísu var nær ekkert árið 1990, enda fámenn þjóð sem hafði auk þess gert margt rétt fram að þeim tíma, ss. reist vatnsaflsvirkjanir og jarðhitaveitukerfi. Kyoto- samningarnir tóku ekki tillit til þess og því varð úr sérákvæði um Ísland, þar sem þjóðin fékk örlítið að njóta sérstöðu sinnar, enda hefði ekki verið skrifað upp á samkomulagið ella.

Hagsæld og vöxtur af hinu góða

Davíð Oddson tók við sem forsætisráðherra árið 1991 og langt hagvaxtarskeið tók við í alla hans forsætisráðherratíð.  Vöxtur var á flestum sviðum, þar sem t.d. nýting endurnýjanlegrar orku margfaldaðist . Á sama tíma sleit ný kynslóð barnsskónum, þar sem drjúgum hluta hennar var talið trú um að þessi nýting væri röng og af hinu illa. Einhvern veginn glataðist skilningurinn á því að fáar manneskjur sem nýta mikla endurnýjanlega orku á skilvirkan hátt með lágmarkstjóni fyrir umhverfið skilar af sér langvarandi hagsæld. Í staðinn tókst að ala á slæmri samvisku þjóðarinnar yfir því að 99% af raforkuframleiðslunni væri endurnýjanleg orka, á meðan ESB stefnir að því að ná 20% árið 2020. Oft er hlustað á útlendinginn hér, en þó lítið þegar Al Gore kvótakarl sagði nýlega, þegar hann heimsótti landið, að það væri lítið sem hann gæti kennt Íslendingum í umhverfismálum. 

Svandís takmarkar kvóta Íslands

Vinstri græn tóku við stjórninni í umhverfisráðuneytinu og þá var ekki að spyrja að aðgerðunum. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra setti loftslagsmál í algeran forgang, þ.e. það að heimurinn verði ekki meira en 2°C heitari en fyrir iðnbyltingu næstu áratugina þannig að norðurpóllinn bráðni ekki allur á sumrin. Önnur minna mikilvæg mál að hennar mati eins og lögn rafmagnslína til Helguvíkur (til þess að lágmarka kreppuna) eru til trafala og stöðvaði hún því framkvæmdir. Umhverfisráðuneytið má hvort eð er varla vera að því að standa í slíkum sparðartíningi, því að aðaláherslan er á loftslagsráðstefnuna framundan í Kaupmannahöfn eftir um 50 daga. Þangað til þarf að ræða þetta í Barcelona eftir nokkrar vikur og hafa ráðuneytið undirlagt í þessar sjö vikur. Framkvæmdir vegna Helguvíkur mega víst alveg bíða eftir því, má skiljast.

Kröfugerð í anda Icesave

Ef Ísland er svo óheppið að vinstri ríkisstjórnin lafi í þessar sjö vikur, þá verður kröfugerð umhverfisráðherra fyrir okkar hönd á þá leið að kvóti okkar á losun gróðurhúsalofttegunda verður langt undir núverandi framleiðslu og ekkert rúm til aukningar. Ætli hinar mórölsku þjóðirnar hækki okkur ekki bara þegar þær sjá hve naumt við skömmtum okkur sjálfum? Noregur skammtar sér minnst en borar eftir meiri olíu eins og enginn verði morgundagurinn. Aðrir sjá um að brenna henni og nota kvótann sinn þannig, en það er víst ekki þeirra mál!

Kreppan lætur mannskepnunni vonandi skiljast að hún getur ekki breytt loftslaginu að sínu skapi.

http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8298553.stm

 

http://www.google.com/hostednews/ap/article/ALeqM5i7hP2g0kyiepKq9-cVavDQwIQpAAD9B7BNFO0

 

http://blogs.ft.com/arena/2009/09/23/should-western-taxpayers-pay-to-cut-carbon-emissions-in-developing-countries/

Should western taxpayers pay to cut carbon emissions in developing countries?

 

Ef tengillinn hjá FT.com virkar ekki, farið inn á vefinn þeirra og setjið inn leitarorð úr setningunni.

 


mbl.is Hagsmunir Íslands í fyrirrúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrustu feðgin Íslandssögunnar

Svandísi umhverfisráðherra, dóttur Svavars „Icesave“ Gestssonar, tekst núna að láta þau feðgin svandis_svavarsdottir_vg_is.pngverða þau langdýrustu fyrir Ísland sem þjóðin hefur alið. Samningagerð hennar slær hátt upp í stjörnuafglöp föðurins. Hvort um sig virðast ganga til samninga algerlega grunlaus um það stórfellda tjón sem hugsjónavilla og kunnáttuleysi þeirra hefur á þá ítrustu kröfugerð sem þau eiga að leggja fram sem fulltrúar landsins  í samningum við aðrar þjóðir. Niðurstaðan í báðum tilfellum er stórfellt tap fyrir heilar kynslóðir.

Nú þegar næstu úlfar markaðanna sveipa sig umhverfisgæru og búa til kvótakerfi sem er svikamylla á heimsvísu, þá mæta lömb eins og umhverfisráðherra á staðinn til þess að vera étin lifandi fyrir okkar hönd.  Þegar kvóti hvers lands er ákveðinn er allt tínt til, hvað hefur verið gert rétt. Ísland er þar fremst, en afstaða Svandísar stöðvar hreinlega reksturinn og lætur framleiðslufyrirtæki á Íslandi þurfa að kaupa loftslagskvóta af rússneskum kolaverum til þess að mega framleiða á vistvænasta hátt í heimi. Gore og allir hinir lofthausarnir staðfesta þá staðreynd.

Það tekur engu tali að hafa ráðherra yfir okkur sem er ekki með fæturna á jörðinni. Hvaða ábyrgð tekur hún síðan á því að samkeppnishæfni Íslands brestur þegar framleiðslukvótinn á að vera minni en hann var fyrir 19 árum, en þá var orkuframleiðsla brot af því sem nú er?

Þessi ríkisstjórn er glötuð.


mbl.is Ekki sótt um undanþágu fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?

Er von á afsökunarbeiðni frá Jóhönnu Sig. vegna þessarra eftirfarandi þátta, eða eftir eitt ár enn? Alltjohannasig_mbl_eggert.png í óþökk þjóðarinnar:

 

„Samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verður enn um sinn snar þáttur í efnahagsstefnu

stjórnvalda og gert er ráð fyrir að svo verði fram á vormánuði 2011. Framkvæmd þessarar efnahagsstefnu er forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar enda er hún mynduð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika. Aðildarumsókn að Evrópusambandinu er einig liður í þeirri áætlun.

 

Samstarfið við AGS snýst ekki eingöngu um lánveitingar og að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans. Kjarninn í samstarfinu við AGS snýst um að endurreisa trúverðugleika Íslands í samfélagi þjóðanna eftir hrun fjármálafyrirtækja og gjaldeyrismarkaðar.


Slík endurreisn kallar á aðgerðir á öllum sviðum og að því hefur verið unnið sleitulaust síðasta árið. Það ber því að líta á samstafið við AGS sem leiðarvísir um efnahagslega vegferð út úr kreppunni til aukins jafvægis og nýrrar sóknar. Af þessu megum við ekki missa sjónir enda þótt við séum ósátt við að Bretar og Hollendingar hafi beitt sér fyrir því að tefja endurskoðun áætlunarinnar og eðlilega lánafyrirgreiðslu vegna Icesave-deilunnar. Þann hnút verður að leysa, hann hefur skaðað hagsmuni Íslands verulega og sjóðurinn hefur sett niður.

 

Hið nýja bankakerfi sem er í mótun á Íslandi verður mjög frábrugðið hinu gamla..."

Icesave- afsal, IMF undirlægjuháttur, ESB umsókn, gjaldeyrishöft, hávaxtastefna eftir hrun. Sleitulaus vinnan með IMF skilar sér sannarlega!


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir framan okkur!

Það gleður mig að hitta á góð verk þá sjaldan að ég fer á leikhús. fyrir_framan_annad_folk.pngRisafarsar heilla ekki, en „Fyrir framan annað fólk“ er innilegt og kímið leikrit sem skemmtir manni í umfjöllun um samskipti fólks og það sem betra er, skildi okkur mörg eftir þenkjandi og í líflegum umræðum eftir verkið. Það gefur til kynna að það hafi verið skrifað af innlifun, stýrt af næmni og leikið af tilfinningu og sannfæringu.

Heimsóknin í Hafnarfjörðinn tókst því vel og endaði á Fjörukránni þar við hliðina. Ég fékk te í krús, en aðrir teiguðu ölið. Samt var kjaftavaðallinn mestur á mér. Kjarnate!

Svona getur þetta nú verið.

http://www.mbl.is/mm/folk/leikh/event.html?event=355082;theatre=5

Höfundur: Kristján Þórður Hrafnsson
Leikarar: Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir
Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Lýsing: Garðar Borgþórsson

 

Hafnarfjarðarleikhúsið
Strandgötu 50, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555 2222
Netfang: theater@vortex.is

Opnunartími miðasölu
Mánudaga: Lokað
Þriðjudaga - föstudaga: 15:00 til 18:00
Laugardaga og sunnudaga: 13:00 - 16:00


Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband