Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð

Þingmenn Samfylkingar (sjá listann) er sá hópur einstaklinga sem keyra vill Thingmenn SamfylkingarIcesave- afarsamninginn í gegn um þingið. Látum þau þá kannast við pólítíska ábyrgð sína á þeim gjörningi hér og nú, ekki skömmu síðar þegar afleiðingarnar dynja yfir.

Ég hvet fréttamenn til þess að ræða um málið í þaula við hvern þingmanna  Samfylkingar, t.d. það hvort þau skilji upphæðirnar sem um er að ræða og það hvað þau telji að ríkið endi með að greiða vegna þessa. Þá kæmi eflaust í ljós þær ranghugmyndir margra, að eignir Landsbankans dugi vel upp í einmitt þessa skuld. En hvað þá allar hinar? Gríðarhá veðskuldabréf með fullan rétt á bankann?

Viðtölin við þessa þingmenn sem þröngva samningnum upp á þjóðina verða síðan minnisvarði um það, hvernig fagurgalinn syngur Ísland til andskotans.


35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!

Áður en þingmenn staðfesta Icesave- afglöpin, athugum fyrst dagsveiflu skuldanna.  Um 35 milljarðar króna bættust við Icesave skuldina á sl. tveimur bankadögum vegna 5,5% hækkaðs gengis Sterlingspundsins gegn krónunni. Það eru sömu 35 ma. og allur niðurskurður í ríkisrekstrinum með uppsögnum og þjónustuskorti. Aðeins vegna gengis krónu, sem veikist eftir því sem Icesave- samþykkið færist nær.

Öllum er ljóst að hluta annarra nokkur þúsunda milljarða króna skulda Landsbankans ber að greiða með eignum hans, ekki einungis Icesave- skuldirnar. Það er hrein blekking að halda því fram að eignir Landsbankans hrökkvi fyrir Icesave, hvað þá fyrir öðrum skuldum sem eru rétthærri samkvæmt alþjóðlegum bankalögum. Það er því glapræði að staðfesta Icesave.


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!

Ríkisstjórnir hrunsins heita Urður, Verðandi og Skuld eftirurdur_verdandi_skuld.png örlaganornunum þremur. Urður  er fortíðin, hún var jörðuð, Verðandi beið í 80 daga eftir því að verða stjórn og núna er framtíð okkar ráðin, en hún er Skuld. Hér er lýsing af Wikipediu:

Urður, Verðandi og Skuld eru þrjár örlaganornir, sem koma fyrir í norrænni goðafræði. Þær búa við brunn, sem heitir Urðarbrunnur, og stendur við eina af þrem rótum Asks Yggdrasils. Urður, Verðandi og Skuld ausa yfir tréð, einu sinni á dag, vatni sem á að halda trénu (Aski Yggdrasils) frá því að fúna eða visna. Urður er myndgervingur fortíðarinnar, Verðandi nútímans, og Skuld framtíðarinnar.

Þær stýra örlögum manna og hafa til þess langa þræði sem þær hugsa um af ýtrustu varfærni. Þegar kemur að því að kappi (maður) er búinn með sinn tíma þá klippa þær á þráðinn og örlög viðkomandi eru ráðin.

Í bókinni Veðmál Óðins fer Óðinn á fund þessara örlaganorna til að fá þær til að upplýsa um þrjá mestu kappa sem eru á lífi. Nornirnar bregðast ókvæða við og neita Óðni um þessa bón.

---------------------------------

Tökum eftir því að allar eiga nornirnar þrjár það sameiginlegt að hafa verið með Samfylkinguna í sér.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5124


mbl.is Minnisblaðinu stöðugt veifað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?

Landráð eru brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis.  kviksyndi.pngÞað að skuldbinda þjóðina um mörg hundruð milljarða vegna afglapa eins einkabanka er einmitt landráð. Lítum á þingmannalistann og athugum hver þeirra ætlar að svíkja þjóð sína í dag á þennan hátt. Þjóðina sem einmitt valdi þingmanninn sem fulltrúa sinn til varnar sjálfstæðis og öryggis landsins.  Þingmaðurinn á að fylgja sannfæringu sinni í hvívetna. Er sú sannfæring á þann veg núna að það eina rétta sé að skrifa upp á þennan stærsta víxil Íslandssögunnar, sem kom til af ástæðum sem ekki tengjast rekstri ríkisins?

Örlagastund eins og þessi rennur einungis upp á áratuga fresti. Nú er tíminn fyrir hvern þingmann að staldra við og segja: „Nei, undir þetta get ég ekki skrifað!”

Krefjumst þess að þingmenn hugsi skýrt þó að ríkisstjórnin hafi brugðist.

 

 

Norðvesturkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Gunnar Bragi Sveinsson, Birkihlíð 14, Sauðárkróki, sem 4. þingmaður.
Guðmundur Steingrímsson, Nesvegi 59, Reykjavík, sem 8. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Ásbjörn Óttarsson, Háarifi 19, Rifi, sem 1. þingmaður.
Einar K. Guðfinnsson, Vitastíg 17, Bolungarvík, sem 5. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Guðbjartur Hannesson, Dalsflöt 8, Akranesi, sem 3. þingmaður.
Ólína Þorvarðardóttir, Miðtúni 16, Ísafirði, sem 7. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Jón Bjarnason, Skúlabraut 14, Blönduósi, sem 2. þingmaður.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Hjallavegi 31, Suðureyri, sem 6. þingmaður.
Ásmundur Einar Daðason, Lambeyrum, Dalabyggð, sem 9. þingmaður.

Norðausturkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Birkir Jón Jónsson, Hvanneyrarbraut 58, Siglufirði, sem 2. þingmaður.
Höskuldur Þór Þórhallsson, Hamarstíg 24, Akureyri, sem 6. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Kristján Þór Júlíusson, Ásvegi 23, Akureyri, sem 4. þingmaður.
Tryggvi Þór Herbertsson, Sörlaskjóli 16, Reykjavík, sem 9. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Kristján L. Möller, Laugarvegi 25, Siglufirði, sem 3. þingmaður.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, Austurbyggð 12, Akureyri, sem 7. þingmaður.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, Kelduskógum 1, Egilsstöðum, sem 10. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Steingrímur J. Sigfússon, Gunnarsstöðum 1, Svalbarðshreppi, sem 1. þingmaður.
Þuríður Backman, Hjarðarhlíð 7, Egilsstöðum, sem 5. þingmaður.
Björn Valur Gíslason, Stekkjargerði 12, Akureyri, sem 8. þingmaður.

Suðurkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Sigurður Ingi Jóhannsson, Syðra-Langholti 4, Hrunamannahreppi, sem 3. þingmaður.
Eygló Þóra Harðardóttir, Hásteinsvegi 8, Vestmannaeyjum, sem 7. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Ragnheiður Elín Árnadóttir, Lindarflöt 44, Garðabæ, sem 2. þingmaður.
Unnur Brá Konráðsdóttir, Hvolstúni 9, Hvolsvelli, sem 6. þingmaður.
Árni Johnsen, Höfðabóli, Vestmannaeyjum, sem 9. þingmaður.

Af O-lista Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing:
Margrét Tryggvadóttir, Reynihvammi 22, Kópavogi, sem 10. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Björgvin G. Sigurðsson, Grænuvöllum 5, Selfossi, sem 1. þingmaður.
Oddný G. Harðardóttir, Björk, Garði, sem 5. þingmaður.
Róbert Marshall, Melhaga 1, Reykjavík, sem 8. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Atli Gíslason, Birkimel 6, Reykjavík, sem 4. þingmaður.

Suðvesturkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Siv Friðleifsdóttir, Bakkavör 34, Seltjarnarnesi, sem 6. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Bjarni Benediktsson, Bakkaflöt 2, Garðabæ, sem 2. þingmaður.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Mávahrauni 7, Hafnarfirði, sem 5. þingmaður.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Hrafnshöfða 35, Mosfellsbæ, sem 8. þingmaður.
Jón Gunnarsson, Fífuhjalla 21, Kópavogi, sem 12. þingmaður.

Af O-lista Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing:
Þór Saari, Hliðsnesi 6, Bessastaðahreppi, sem 9. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Árni Páll Árnason, Túngötu 36a, Reykjavík, sem 1. þingmaður.
Katrín Júlíusdóttir, Furugrund 71, Kópavogi, sem 4. þingmaður.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Arnarási 17, Garðabæ, sem 7. þingmaður.
Magnús Orri Schram, Hrauntungu 97, Kópavogi, sem 11. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Vesturgötu 22, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
Ögmundur Jónasson, Grímshaga 6, Reykjavík, sem 10. þingmaður.

Reykjavíkurkjördæmi suður:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Vigdís Hauksdóttir, Þorláksgeisla 45, Reykjavík, sem 8. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Ólöf Nordal, Laugarásvegi 21, Reykjavík, sem 2. þingmaður.
Guðlaugur Þór Þórðarson, Logafold 48, Reykjavík, sem 5. þingmaður.
Birgir Ármannsson, Víðimel 47, Reykjavík, sem 11. þingmaður.

Af O-lista Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing:
Birgitta Jónsdóttir, Birkimel 8, Reykjavík, sem 9. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Össur Skarphéðinsson, Vesturgötu 73, Reykjavík, sem 1. þingmaður.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Ljósvallagötu 10, Reykjavík, sem 4. þingmaður.
Skúli Helgason, Suðurgötu 24, Reykjavík, sem 7. þingmaður.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Garðastræti 43, Reykjavík, sem 10. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Svandís Svavarsdóttir, Hjarðarhaga 28, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
Lilja Mósesdóttir, Starrahólum 2, Reykjavík, sem 6. þingmaður.

Reykjavíkurkjördæmi norður:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Lokastíg 24, Reykjavík, sem 8. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Illugi Gunnarsson, Ránargötu 6a, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
Pétur H. Blöndal, Kringlunni 19, Reykjavík, sem 7. þingmaður.

Af O-lista Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing:
Þráinn Bertelsson, Fischersundi 3, Reykjavík, sem 9. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Jóhanna Sigurðardóttir, Hjarðarhaga 17, Reykjavík, sem 1. þingmaður.
Helgi Hjörvar, Hólavallagötu 9, Reykjavík, sem 4. þingmaður.
Valgerður Bjarnadóttir, Skúlagötu 32, Reykjavík, sem 6. þingmaður.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Rauðalæk 23, Reykjavík, sem 11. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Katrín Jakobsdóttir, Reynimel 82, Reykjavík, sem 2. þingmaður.
Árni Þór Sigurðsson, Tómasarhaga 17, Reykjavík, sem 5. þingmaður.
Álfheiður Ingadóttir, Fjólugötu 7, Reykjavík, sem 10. þingmaður.

 


mbl.is Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!

Ef þörf hafi nokkurn tíma verið á þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er það nú. Þreföld skal hún vera: HarakiriStaðfesting Icesave- afarsamnings um alla tíð, umboð til ESB- aðildarviðræðna og krafa um sjálfstæði seðlabankans  gagnvart IMF eða öðrum raunverulegum erlendum handhöfum valdsins.

Þörfin á því að hver kjósandi nýti rétt sinn í hverju þessara mála er svo brýn, því að þjóðþrifamálin ganga þvert í gegn um alla stjórnmálaflokkana, sem eru sjálfir til trafala við úrlausn málanna. Þótt flestir stjórnmálamenn hafi sagt sl. sjö mánuði að Icesave verði ekki greitt, ætla þeir hinir sömu að enda á þeim landráðum núna.  Þótt drjúgur meirihluti tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna séu ákveðið á móti ESB- aðild, þá er haldið til viðræðna.  Þótt ljóst sé að IMF ráði yfir Seðlabankanum, þá lætur stjórnin eins og hún ráði í raun.

Ef hver kjósandi fær að nýta rétt sinn beint á þessum örlagatímum kemur í ljós hvernig taka skuli á málum óháð flokkslínum. Þá fyrst eru lausnir í nánd. Annars blasir við hægfara andlát kröftugrar þjóðar.


mbl.is Bretar fagna Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband