Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Samfylking gegn fríverslun við Kína

kina_fani_heimer_flagspot.pngGrein mín í Morgunblaðinu í morgun: Fríverslunarsamningur Íslands við Kína, sem var í bígerð, fór í neðstu skúffu þegar Samfylkingin komst í stjórn og fór að gæla við ESB- aðild. Síðan, þegar Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu í boði Vinstri grænna, þá var skúffunni læst. Þar með var áralöng vinna velunnara sambands Íslands og Kína að mestu lagt fyrir róða. Sú vinna hafði skapað borðliggjandi tækifæri á flestum sviðum, enda er Ísland vel í sveit sett, menntuð þjóð með góða viðskiptasamninga við Ameríku og ESB ásamt landfræðilegri stöðu og náttúrgæðum sem hægt er að færa sér í nyt.

Sérstaða Íslands án ESB

ESB- umsóknin minnkar stórlega ofangreinda sérstöðu Íslands. Hver þjóð sem tilheyrir viðskiptablokk verður að fara eftir samningum og ákvörðunum sinnar blokkar. Sérstaða okkar var sú að vera utan ESB en á efnahagssvæði tengdu því, ásamt því að vera ekki í Ameríku en með hagstætt viðskiptasamband við Norður- Ameríku.  Hvergi kæmi það sér betur fyrir okkur en gagnvart Kína, sem ýtir senn Japan úr sessi sem annað stærsta hagkerfi heims, hefur stærsta gjaldeyrisvarasjóð í heimi, 10% hagvöxt og leitar logandi ljósi að tækifærum til fjárfestinga um heiminn á meðan samdráttur einkennir flestar aðrar stórþjóðir í lánsfjárkreppu heimsins.

Samfylking ESBSamfylkingin neikvæð Kína

Síðustu þrjár ríkisstjórnir Íslands, sem Samfylkingin hefur náð að halda í ógnargreip sinni, hafa stórskaðað samskipti Íslands og Kína. Áherslan hefur verið á ESB- aðild, á meðan samskiptin við Kína einkennast af neikvæðum skotum vegna innanríkismála Kína, héraða þess eða stjórn þess á rúmum 1300 milljónum manna. Myndi ríkisstjórn okkar stjórna betur þar með 0,023% þess mannfjölda, sem eru allir Íslendingar? Stjórnvöld hér ættu amk. að beita sama gagnrýnisstigi á Evrópusambandið til þess að allrar sanngirni sé gætt.

Ísland úr fjötrum, ekki í þá

Kína getur ráðið úrslitum við björgun Íslands úr efnahagskreppu, þar sem við skulduðum sem heild allt að tuttugu þúsund milljarða króna, mikið til aðila í Evrópusambandinu. Eignirnar á móti reyndust ansi rýrar. Varla er von á því að Evrópuþjóðir séu stimamjúkar, með sviðna fingur eftir viðskiptin við íslenska aðila. Helst vilja þær kenna okkur ærna lexíu, á meðan önnur vandamál hrannast upp hjá þeim, aðallega vegna  Grikklands, Spánar og Írlands núorðið.

Enga bið

Núverandi ríkisstjórn verður að víkja og ESB- aðildarumsóknin dregin til baka, þannig að fríverslunarsamningur Íslands við Kína verði frekar að veruleika. Endurvekja verður það góða viðskiptasamband sem komið var á, svo að hagur Íslands og Kína nái að vaxa saman, báðum þjóðunum til hagsbóta. Ég segi eins og Steingrímur J. tönnlast á: „við getum ekki beðið öllu lengur“.


Hringferli sögunnar

Icesave folkid 88 91Myndin af ríkisstjórn Íslands árin 1988-1991 sýnir marga þá aðila sem áttu eftir að fléttast inn í Icesave- málin tuttugu árum síðar.


mbl.is Icesave stöðvi ekki áætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband