Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Askan af stað?

vindaspa_1_juli_2010_kl10.pngVindaspá Veðurstofunnar sýnir harðar austan og NA- áttir sunnanlands 1. júlí. Sem betur fer fylgir þeim drjúg úrkoma, því að öskulagið fer annars á flug, sérstaklega yfir Vestmannaeyjar. Sá sand- og rykblástur er hrikalegur í þurrki. Í gær 30/6 sást frá Reykjavík að Reykjanesið austanvert var orðið undirlagt af ryki.

 

Heilsa Reykvíkinga fer eftir vindátt

Heilsa Reykvíkinga fer eftir því hvernig vindurinn blæs vegna öskublandaðs svifryks. Lítum á vindinn nýverið. Augljóst reyndist í svifrykinu mikla í Reykjavík fyrir nokkru að þurrkur svifryk2010_30juni_1_juli.pngog sterk austanáttin var það hættuleg heilsu manna að fólk hefði átt að vera varað við fyrirfram, enda mátti búast við þessu löngu áður þegar vindaspá fyrir svæðið og daginn var skoðuð.  Við höfðum fenginn forsmekkinn af þessu þann 31.maí 2010, þegar svifryksgildin hér ruku upp margföld sólarhrings- heilsumörk, en snarféllu þegar rigndi.

 

Skýrasta dæmið um ösku- austanátt

Föstudagskvöldið  4. júní 2010 og út 5. júní kastaði tólfunum:  ófögnuðurinn úr austri mældist á einni klukkustund upp í 25- föld heilsumörk sólarhrings, eða svifryk_2010_0407_06_u25.pngellefuföld þegar allur sólarhringurinn var tekinn.  En rigningardembur björguðu okkur síðan og skelltu límdrullunni á bílana, sem strax varð að þrífa vegna lakksins og rúðanna. Nóttina eftir var þetta á sama veg, austan og suðaustanátt þar sem fínasta svifrykið rauk upp og yfir okkur, en rigningin kom fljótlega til bjargar.

 

Suðurlandið og heilsan

Margir hnussa við og segja Reykvíkinga sleppa stórvel t.d. miðað miðað við mestallt suðurlandið.  Þó varð ég veikur heima með asthmapúst á fullu eins og fleiri, en slapp við lungnabólgu í það skiptið. Þarna liggur einmitt vandinn.  Flestir landsmenn leggjast á eitt í hreinni afneitun á þessu sviði þar sem við erum hvött til þess að senda milljónir rusltölvupósta út um allan heim um að allt sé í stakasta lagi nema rétt í kringum virka eldfjallið. Ríkisstjórnin gengur harðast fram í blekkingunni að vanda. Þegar daglegar skýrslur og spár ættu að koma um það frá umhverfisráðuneytinu hvar öruggt sé að halda sig miðað við svifryksmælingar og spár dagsins víða um land, þá er ráðuneytið að vinna skýrslur um kolefnislosun Íslendinga og fleira vegna umsóknar stjórnvalda um inngöngu Íslands í ESB. Stærsta umhverfisvá landsins og íbúa þess er askan yfir öllu, en það sést ekki í aðgerðum stjórnvalda.

svifryk_2010_1til8_juni_mork_x11.png

Fylgjumst með öskunni

Kannski eru til svifryksmælingar á netinu á Hvolsvelli og í t.d. Vestmannaeyjum eins og þyrfti að vera, en ég hef ekki séð það enn. Fólk þar getur þá takmarkað útiveru sína þegar gildin rjúka upp. Smæsta og erfiðasta svifrykið sést ekki nema langt að en kemur strax fram í mælingum. Fylgist með því á loft.ust.is 


mbl.is Versta veðrið í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband