Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Hver borgar skattinn?

byebyemoney.pngSteingrímur J. og Bandaríkjaforseti hljóta að hafa lagt saman á ráðin í ídealískri skattgleði sinni. Fyrir hrun greiddi ríkasta 1% Bandaríkjamanna tæp 40% heildar- tekjuskatts einstaklinga, þótt það hafi þénað „aðeins“ 22% framtaldra tekna (sbr. WSJ). Ríkasta 2,3% Bandaríkjamanna greiddi um 62% heildartekna ríkissins af tekjuskatti einstaklinga. Nú ætlar Bandaríkjaforseti að skattleggja þau sérstaklega umfram aðra, án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun eða andsvari, þótt hópurinn hafi líka snarminnkað. Hann heldur líka að millistéttin sleppi.

 

Hér heldur fjármálaráðherrann að hækkun fjármagnstekjuskatts um 80% (eða meira) skili sér þrátt fyrir hrunið. Fólk lifi á fornu fé og hagi ekki seglum eftir vindi. En öðru nær, byrinn stendur af landi, tími er kominn fyrir fjármagnseigendur að sigla.

 

PS: Einn er þó munurinn: Steingrímur J. heldur ekki að millistéttin sleppi. Hann ætlar að ná henni allri.


mbl.is 70 milljarða samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband