Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Jóhanna Sig, martröð Jóns Sig.

johanna_sig_smugan.jpgJóhanna Sig. telur að hún geti látið draum Jóns Sigurðssonar rætast, á meðan hún vinnur að martröð hans, ósjálfstæði Íslands. Yfirleitt velur hún 17. júní  til þannig myrkraverka. Árið 2009 reyndi hún að halda upprunalega Icesave-  þjóðarafsalinu leyndu fyrir Alþingi og þjóðinni, en tókst ekki.  Árið 2010 kom hún því til leiðar að ESB samþykkti á 17. júní að hefja „formlegar viðræður“  við Ísland um aðild að ESB, þannig að martröð Jóns Sig. yrði raunveruleg.

 

Enn er hún að

Núna í ár þá heldur Jóhanna sig við sinn keip um þetta leyti: Fyrstu kaflarnir í „samningaviðræðum“ ESB og Íslands verða opnaðir innan nokkurra daga. Forsætisráðherra Íslands, sem aðhyllist stjórnarskrá ESB, Lissabon- „samkomulagið“,  telur viðeigandi að minnast á Jón Sigurðsson og draum hans um stjórnarskrá Íslands, eins og hún stefni að þeim draumi.  Öðru nær, aðalástæðan fyrir stjórnarkrárbrölti Jóhönnu Sigurðardóttur er sú að hún vill gera framsal fullveldis mögulegt, en það stenst ekki núverandi stjórnarskrá. Því vill hún fella niður stjórnarskrárbundnar fullveldisvarnir Íslands til þess að ESB geti sett vald sitt ofar öllu íslensku valdi. Síðan vogar hún sér að minnast á draum Jóns Forseta, þegar vegferð hennar er martröð hans holdi klædd.

 

Gleðilega þjóðhátíð, Íslendingar! Látum þessa ekki verða þá síðustu.


Þjóðin er ekki til handa embættismönnum sínum, heldur eru þeir handa henni...“ 

Jón Sigurðsson, “Hugvekja til Íslendinga“  1848.


mbl.is Draumur Jóns um stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband