Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Einkamyndir úr Maraþoni 2012

2012 Reykjavik Marathon

Þar sem ég lá veikur heima þegar Reykjavíkurmaraþonið var, þá náði ég aðeins að taka þessar myndir með aðdráttarlinsu, um 400 talsins, aðallega framarlega í hlaupinu. Þið takið viljann fyrir verkið, ekkert var farið yfir myndirnar. Hægt er að skoða þetta mun stærra með því hlaða myndinni niður (Actions-Download photo) í Picasa Web album.

Notið þetta ókeypis í persónulegri notkun og getið höfundar, en hafa þarf samband ef óskað er birtingar. Betri upplausn er fáanleg. Ef einhver er ósáttur við mynd af sér þarna á vefnum, þá tek ég myndina út. 

Athugið: Þetta er of þung skrá til þess að opna í farsíma, það gæti reynst dýrt!

Tengillinn er hér: 

https://picasaweb.google.com/107972936124078389294/2012ReykjavikMarathon


mbl.is Bannað að birta myndir úr maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hömstrum glóperur til stjórnarskipta

Lightbulb idea

Bann við sölu glópera er dæmigert besservissera- búrókratabann á sjálfsagðri nauðsynjavöru, þarfaþingi hér á klakanum en úthrópað í blokkum Brussels. Hvað er eðlilegra en að kaupa venjulega gamaldags ljósaperu, sem kostar sáralítið, lýsir og hitar upp heimilin og endar sem líttmengandi málmur og gler á stærð við sykurmola, ef þjappað er saman? Bann við slíkum stórhættulegum viðskiptum er í anda þeirrar trúar að Mið- Evrópubúi viti mun betur en Íslendingur hvernig lífsstíl landinn ætti að temja sér í stóru og smáu: nota lítið vatn, rafmagn og hita, þótt það allt sé bráðnauðsynlegt til þess að njóta lífsins hér til fullnustu, njóta heilsu og forðast þannig þunglyndi sem sótt getur á heimskautabúa.

 

Bann til sparnaðar? 

En til hvers var bannið sett? Ekki getur það verið vegna heildarsparnaðar, því að hlandódýrt er að kveikja á glóperu hér í því herbergi sem gengið er inn í, með fullri birtu frá upphafi og slökkt þegar gengið er út. Hitinn frá perunni minnkar hitunarkostnað í herberginu. Kostnaðurinn við að urða hana er síðan í lágmarki. Allt annað eru dýrari lausnir, sérstaklega sparperur sem þarf síðan að fara með eins og mannsmorð vegna kvikasilfurs með ærnum kostnaði, ef perunni er ekki bara hent í ruslið. Kostnaðspörun með banninu er afsökun, ekki ástæða.

 

Almenningur beygður 

Raunveruleg ástæða glóperubannsins er tilhneigingin til þess að beygja lífsstíl almennings undir regluvaldið, sem „veit“ hvað er best fyrir hann og nær sínu fram með bönnum. Þar gildir víst einu hverjar aðstæður eru, rússneska peran í fjósinu hjá afdalabóndanum við norðurheimskautsbaug um jólin eða gyllta 20- peru kóngaljósakrónan í veislusal ráðherranefndarinnar í Madríd þegar 40°C molla er utandyra: Eitt skal yfir alla ganga, með góðu eða illu, eins og hér er gert.

 

EES ekki endilega staðfest 

Þegar hér er komið rís Kratareglukórinn upp á afturlappirnar og fer með gamla viðkvæðið: „En við samþykktum þetta í EES!“. Þar gleymist að sá samningur er milliríkjasamningur þar sem okkur er í sjálfsvald sett hvað við samþykkjum sem lög eða ekki, enda kom það margoft í ljós áður en núverandi ESB- aðildarstjórnvöld samþykktu sem lög á Íslandi hvað sem sent var úr eyðimörkinni sunnan úr löndum.

 

Frjáls verslun með vörur sem valda ekki skaða er ein af undirstöðum heilbrigðs samfélags. En því miður hafa núverandi stjórnvöld ekki grænan grun um það hvernig halda beri samfélagi heilbrigðu og því verðum við að kaupa upp birgðir af glóperum til þess að endast fram að stjórnarskiptum. Vonandi er það bara ein pera! 


mbl.is Engar glóperur eftir næstu mánaðamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pakkinn er tómur

Draghi ECB Evra

Seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, fékk það erfiða hlutverk að tilkynna ekkert á blaðamannafundi ECB, Evrópska Seðlabankans í dag. Fyrst risu línuritin en féllu strax eftir að ljóst var að innihaldið var ekkert í ræðunni, enda má ECB ekki gera mikið frekar án þess a brjóta stofnsáttmála sinn. Evrukrísan heldur því áfram óáreitt.

Línur skýrast hratt þessa dagana með Suður- og Norður- Evrópu: Draghi segir að Spánn þurfi sama sparnaðarferlið og Grikkland, Portúgal og Írland til þess að verða bjargað, sem þýðir hrein vandræði. Skoðanakönnun í Þýskalandi sýnir að 65% Þjóðverja vilja Grikki út úr Evrunni og 84% Þjóðverja telja að versti hluti krísunnar sé framundan.

Ofangreint eru kjöraðstæður fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í Undralandi Samfylkingar til þess að láta Ísland aðlagast ESB. Hann og forsætisráðherra (já, Jóhanna er það enn) fylgjast hvort eð er ekki með fréttum að því er virðist, heldur husta á ræður hrunprófessora um það hve frábær Evran verði síðar, þegar þessi krísa er liðin hjá.

Það bara gleymist að þessi krísa er ekkert á leiðinni burt.


mbl.is Hlutabréf falla í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur í Undralandi

DV Össur Skarphedinsson

Össur Skarphéðinsson kveðst hafa „brotið harðari hnetur en þessar“. Það hljóta að vera höfuðskeljar stærsta hluta Íslendinga. Umboðslausi utanríkisráðherrann lifir í eigin Undralandi, telur sig vita að Evran og Evrulönd eigi eftir að braggast, algerlega í andstöðu við flesta heimsins fjárfesta, sérstaklega innan Evrópu, en þeir flýja sem fætur toga til Ameríku og til Asíu.

Andstaðan brotin niður

Ótrúleg eru rök Össurar, að íslenska þjóðin eigi að fylkja sér undir fána ESB af því að hann sé sannfærður um það að Evran muni batna, þegar tuttugasti neyðarfundurinn til bjargar Evrunni sem gjaldmiðils skilaði engu. Staðreyndirnar hreinlega öskra gegn Össuri, þoturnar strika yfir himininn „Evran er búin að vera“, nákvæmlega enginn leiðtogi þjóðar í Evrópu segir núverandi kerfi geta gengið áfram án fjármálalegrar yfirstjórnar, en Össur hlær að þessu, hann skuli sko brjóta þessar hnetur, andstæðinga ESB- aðildar á Íslandi.

Evrupakkinn

Össur virðist líka líta fram hjá þeirri augljósu staðreynd að værum við allt í einu inni í Undralandi ESB, þar sem 27 ESB- þjóðir hefðu samþykkt allar okkar kröfur, þá vildum við kannski ekki Evruna eins og 10 landanna gera, eða okkur blöskraði skuldabagginn, þýska yfirstjórn fjármála landsins og algert áhrifaleysið, enda erum við ekki Frakkland eða Þýskaland, sem ákveða allt fyrir Evrulöndin sautján. 

Ráðherrann ræður, nema hvað?

Össur hefur líklega ekki heyrt að 90% aðspurðra leiðtoga í viðskiptum telja að Grikkland yfirgefi Evruna innan skamms. Það skilur eftir óheyrilegar skuldir á hin Evrulöndin, sem er þó ekkert miðað við fjárausturinn sem þarf til Spánar. En þetta skiptir ekki máli, Össur veit betur en 70% Íslendinga, hann heldur enn völdum  á óskiljanlegan hátt og misbeitir þeim á fullu til ESB- aðildar þar til að þjóðin fær nóg. Af hverju fær hún ekki nóg í dag?


mbl.is Mögulegt eftir lausn evruvandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband