Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Hvað með Loftskeytastjórann?

Saudskinnsskor Sarpur is

Segja má að um 780 manns greiði 18.800 krónur hver á ári í sérstakan skatt fyrir Útvarpsstjóra. Á næsta ári munu 1560 manns gera það sama. Þetta leiðir hugann að því af hverju sé ekki verið að greiða fyrir Loftskeytastjóra Ríkisins, Símastjóra, Telexstjóra, Telefaxstjóra og auðvitað Alnetsstjóra Ríkisins!

Enn þykir eflaust einhverjum sjálfsagt að okkur fimm manna fjölskyldu beri að greiða 94.000 kr. á ári til Ríkisútvarpsins. Við sem notum aðallega netið, horfum á Stöð 2 og erlendar rásir og hlustum á allt annað en Gufuna í útvarpi. Þetta úrelta ríkis- mjólkunar kerfi er arfleifð Jónasar- frá Hriflu- tímans sem verður að leggja af sem allra fyrst. Nokkrar manneskjur geta útvarpað þessu á netinu, enda eiga hartnær allir Íslendingar nettengda tölvu.

Við getum Ipad- vætt alla aldraða Íslendinga fyrir eitt RÚV árgjald, svo að allir geti náð Nýja Ríkisnetútvarpinu!


mbl.is Páll með 12 mánaða uppsagnarfrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

13,7 milljónir á dag út buskann

AfrikaBarnMedVelbyssu

Samfylkingin gróf okkur svo djúpan þróunaraðstoðar- pytt að jafnvel þessi ríkisstjórn leggur aðeins í að taka burt hækkun ósómans. Niðurstaðan er 5000 milljóna fjáraustur í glatað kerfi óskilvirkni og spillingar, eða 13,7 milljónir á dag sem fer mest í að fóstra kerfið sem haldið er úti til aðstoðar rammspilltustu hagkerfum veraldar og ofurlaunuðum skattlausum Íslandskrötum úti í heimi með þjón og kokk.

Langavitleysa 

Grunnskilyrði áframhalds þessarar lönguvitleysu ætti að vera það að sjá nákvæmlega hvernig þessum 5 milljörðum á ári er sóað. Mörgum þætti fróðlegt að lesa það, hvernig aurarnir sem áttu að hjálpa fátæka Afríkubúanum að fá vatn til sín í eyðimörkina (eins og það sé okkar verk), fara í raun að mestu í það að halda uppi ofurkrötum á skattfrjálsum milljónum á mánuði í dýrasta sendiráðahverfi borganna. Opin stjórnsýsla á að byrja á þessum lið, fyrst stjórnlaust flæðið heldur áfram, þrátt fyrir almennilega ríkisstjórn núna.

Illa farið með hliðvörðinn 

Síðan fær eini þingmaðurinn, sem tilbúin var að verja hag almennings í þessu máli, Vigdís Hauksdóttir, afar bágt fyrir hjá fólki. Svona lætur fólk þegar reynt er að passa upp á peningana þeirra, á meðan ljóst er að súperkratar eins og Össur dældu stöðugt peningum á bálið.


mbl.is Samþykktu 5% viðbótarniðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi Ísland

Hagvoxtur 2013 9man

Einföld spurning: Ef 320.000 manns njóta sjálfstæðis, eru með land ríkt af auðlindum, er vel menntað, flestir með atvinnu og með einn besta hagvöxt Vesturlanda, á þá sú þjóð að deila þessu með 500 milljóna manna þjóðasúpu, sem hefur þá jöfn réttindi til gæðanna og við?

Í raun er þetta engin spurning. 


mbl.is Hagvöxtur mælist 3,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgakenndar aðstæður

Iceland Cold 2013 12 04Hörku- hitastigsmunur er á þessu tveimur íslensku veðurspám, önnur frá því í sumar og hin nú, allt að 50°C gráða munur þar sem ég flæktist á hálendinu (sjá myndir). Það minnir á óblíðar aðstæður sem vegir og byggingar þar þurfa að þola.2013 07 23 kl15 hitaspa
mbl.is Víða 5-15 stiga frost á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað nú með lýðræðið og réttarríkið?

EU money
„IPA-aðstoð er sérstaklega ætlað að styrkja lýðræðislegar stofnanir og réttarríkið, umbæta opinbera stjórnsýslu, stuðla að efnahagslegum breytingum og virðingu fyrir mannréttindum, styðja þróun borgaralegs samfélags, svæðisbundinnar samvinnu, stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr fátækt.“ 
Svo segir Evrópustofa á vef sínum. Nú getur ESB þá ekki styrkt lýðræðið hér eða réttarríkið og umbætt opinbera stjórnsýslu!
 
Minnir mig á íslensku konuna sem sagði við andlát John F. Kennedys Bandaríkjaforseta fyrir 50 árum: „En hvað verður þá um Jackie og börnin?“

mbl.is Viðsnúningur ESB óskiljanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband