Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Evrulanda- spítalinn fullur

Evrulond4GNP
Þegar efnahagsráðherra næststærsta hagkerfis Evrulanda lýsir efnahagslífi land síns sem sjúku, þá hlýtur að vera mark á því takandi. En þar með er ein helsta stoðin undir efnahag Evrunar veik, þar sem þrjú af fjórum helstu hagkerfum Evrulanda eru lömuð af atvinnuleysi og engum hagvexti eða jafnvel samdrætti. Ítalía og Spánn eru hin þar í hópi, en þessi þrjú lönd eru með nær 49% þjóðarframleiðslu Evrulanda. Þýskaland, með 28,6% hlut á að draga þennan vagn og meira, en getur það varla með 0,8% hagvexti. Þegar þrjár af fjórum helstu löppum Evrulanda-stólsins eru grútfúnar, þá stendur hann bara uppi á lyginni.
 
Frekari skuldsetning 
 
Fjárlagahalli Frakka er 4,4%, sem er þá enn frekari skuldsetning á framtíðina. En Skotar og síðar Íslendingar kæmu til bjargar í þeirri skuldsettu framtíð samkvæmt ESB- sinnum, geri ég ráð fyrir. Fyrir utan það að bjarga orkumálunum með olíu og rafmagni, enda ekki vanþörf á, fyrst þriðjungur gassins í ESB kemur frá Rússlandi, sem sambandið lokar nú sjálfkrafa fyrir á meðan Þjóðverjar loka öllum kjarnorkuverum sínum. 
 
Er einhver sem finnur heila brú í áætlanagerð Evrulanda núna? Hann er amk. torfundinn.

mbl.is „Frakkland er sjúkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstætt ESB- Skotland er þversögn

ESB SkotlandSkotum er vandi á höndum að kjósa um sjálfstæði, nú þegar vinsæl vinstri sveifla gerir kröfu um virka ESB- aðild Skotlands. Hvað á þá sannur skoskur sjálfstæðissinni að kjósa, þegar ljóst er að „já“ gerir Skotland að enn meira ESB- héraði en það er í dag? Hann kýs kannski sjálfstæði í góðri trú en sér svo vinstri ESB- sinna dansa á götum úti eftir sigurinn.

Já við vinstri- ESB 

Sjálfstæði Skotinn fær sig varla til þess að setja „nei“ við spurninguna um sjálfstæði, en þó er það eina svarið til varnar gegn Brussel- veldinu. Nigel Farage, formaður breska UKIP- flokksins, segir já- talsmanninn vilja Skotland sem hluta ESB- ríkisins, þar sem lög þess eru samin í Brussel. Engin leið verði t.d. að endursemja um nýtingu skoskra fiskimiða.

Hinir hafna ESB 

Nú þegar Stóra- Bretland er ákveðið í því að auka sjálfstæði þess gagnvart Evrópusambandinu, þá gæti farið svo að vinstri sinnaðir ESB sinnar Skotlands nái að mynda innmúrað ESB- hérað (Skotland) á Bretlandseyjum með já-i í kosningunum. En það hlýtur þá að þýða að hinn hluti núverandi Stóra- Bretlands verði enn betur hreinsaður af þeirri ESB- áráttu og vilji enn skýrari línur gagnvart ESB eða jafnvel að endurheimta alvöru sjálfstæði þjóðarinnar með úrsögn úr ESB.

 


mbl.is Búa sig undir lokasprettinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfið á sparnaðinn hverfa

Eldgos Erla

Maður dáist að móður jörð í sköpun sinni þegar bætist við Ísland í eldgosi. Útreikningar manna um kolefnislosun verða hjákátlegir, þar sem árssparnaður þjóðar í kolefnislosun með skattlagningu og áþján hverfur á augabragði, mínútum eða klukkutímum. Munum að hvað sem gerist að jafnaði á einni sekúndu margfaldast með 86.400 á einum sólarhring. Því eru t.d. 3 tonn af koltvísýringi á sekúndu nærri 260 þúsund tonn á sólarhring. En einmitt vegna þessa þá var strikað yfir eldgos í kolefnisbókhaldi áþjánarsinna heimsins, þar sem þau væru of óútreiknanleg og gerðust ekki reglulega.

Hraungos eða öskugos? 

Vissulega losa hraungos eins og í Holuhrauni mun minna af gróðurhúsa- lofttegundum heldur en sprengi- öskugos undan jökli. Á það var bent í Fimmvörðuháls- gosinu 2010, sem var krúttlegur húnn á undan ísbirninum, öskugosinu í Eyjafjallajökli. En þegar það gos hófst síðan, þá þögðu kolefnisbókhaldarar þunnu hljóði, enda margfaldaðist losun gróðurhúsa- lofttegunda og gosið stóð í nokkurn tíma.

Gosið sem enginn man eftir 

Síðan gerðist nokkuð áhugavert árið eftir: gosið sem enginn man eftir, Grímsvötn 2011. Samt losaði það þrefalt magn gosefna á við Eyjafjallajökul 2010 og allt á einum degi!

En núna dælist út nýtt hraun úr iðrum jarðar sem gæti allt eins staðið í einn 260.000 tonna losunardag í viðbót, eða í mánuð með 7,8 milljón tonn, eða bætt við sprengigosi í Bárðarbungu sem tífaldar losunina, eða jafnvel kraumandi Kröfluelda í 10 ár.

Engar aðgerðir, takk! 

Vonandi fæst einhver ráðamaður til að skilja það að reglugerðir og skattlagning vegna kolefnislosunar á Íslandi er dundur og fitl, sem breytir engu um veðrið í heiminum, heldur dregur úr lífskjörum okkar. Farið og horfið á nokkur eldgos til þess að sannfærast.

SunsetShipSkerjafjordurIP2014
mbl.is Hraunbreiðan 9,1 ferkílómetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband