Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Um 77% ekki Sýrlendingar

Mass ImmigrationEin meginástæðan fyrir auknu álagi á landamærunum Íslands er sú að fólk innan Schengen- svæðisins hefur ekki sætt hefðbundnu landamæraeftirliti, er óþekkt og óskráð komið til Íslands, skv. Mbl. í dag. Um 170.000 manns komu úr suðri inn á Schengen- svæðið sl. mánuð í leit að vist innan þess. Af þeim sóttu um hæli hér árið 2015 hingað til voru um 23% frá Sýrlandi, sem sýnir hve villandi umræðan hefur verið um þessi mál. Fólkið er t.d. frá Afghanistan, Erítreu, Íran og Nígeríu.

Schengen er sundurtætt

Landamæri Schengen- svæðisins í suðri eru gersamlega brostin og þar með grundvöllur Schengen- samstarfsins, sérstaklega þar sem Dyflinnar- samkomulagið heldur ekki lengur, þ.e. að innflytjendur skuli skráðir í því ESB- landi sem þeir komu fyrst inn í og þar skuli umsókn þeirra tekin fyrir. Ísland þarf að styrkja eigin landamæri til þess að hafa fulla stjórn á flæðinu, einnig að segja sig úr Schengen, sem var kannski einhvern tíma góð hugmynd, en er núna hrein óreiða, enda hluti af snilldarverki ESB. Bretar höfðu vit á því að halda sig utan þess og við ættum að fylgja þeim í þessu máli.


mbl.is Aukið álag við landamærin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband