Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Mynd af fundi borgarstjórnar

Hér náðist mynd sem talin er af fundi borgarstjórnar þegar fjallað var um Ísraelsmálið.IMG_9972


mbl.is Vill alla flóttamenn til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schengen er sprungið

Afghanir antiwarNú er flestum orðið ljóst að Schengen sem landamæraeftirlit er löngu sprungið. Hver þjóðhöfðinginn af öðrum viðurkennir það að óbreytt uppsetning kemur ekki í veg fyrir flóttamannastraum sem endar í milljónum manna. Þessi tilraun mistókst vegna hönnunargalla í upphafi, líkt og Evran gerði gagnvart Evruþjóðum. Hvorttveggja kallar nú á verulegar fórnir hverrar þjóðar og miðstýringu, sem gengur þvert á lýðræðislegan rétt þjóðanna til þess að standa vörð um þjóðskipulag sitt. 

Óstjórnandi flóð

Við horfum upp á mannmergðina vaða inn á Schengen- svæðið úr mörgum áttum. Þannig fóru amk. 100.000 manns óskráðir inn í Evrópu og verða líklega 800.000 manns inn í Þýskaland á þessu ári.  Um 80% fólksins er frá Sýrlandi, Afghanistan eða Erítreu, allt stríðshrjáðum löndum. Um 75% heildarinnar eru fullorðnir karlmenn og amk. 90% þeirra eru múslimar. Líkurnar á því að þeir fái flestir vinnu og aðlagist fljótt friðsömu vestrænu þjóðfélagi án vandræða og virði t.d. full réttindi kvenna verða að teljast afar hæpnar. 

Öryggi strax

Schengen setur Ísland í erfiða stöðu vegna öryggismála. Nýjar aðstæður krefjast þess að við segjum okkur úr Schengen- aðildinni en lýsum yfir fullum vilja til þess að halda samvinnu áfram við Interpol ofl. og á grundvelli EES- samstarfs. Setjum aukinn kraft í landhelgisgæslu og verjum rétt okkar til þess að halda áfram að vera öruggasti staður á jarðríki, eins og kom fram fyrir skemmstu. Bíðum ekki eftir vandræðum til þess að taka til aðgerða, framkvæmum strax.

Auk þess legg ég til að ESB- umsóknin verði almennilega dregin til baka.

 


mbl.is „Mikilvægt fyrsta skref“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gírug sveitarfélög

FlottamennSama fólkið og tapaði auka- milljörðum króna fyrir okkur í Reykjavík á síðasta ári er ákveðið í að halda áfram á sömu braut. Allt í einu geta sveitarfélög ótrauð tekið við fjölda flóttafólks, haft þau á bótum, sett krakkana í leikskóla og aukið álag á heilsugæsluna, allt eftir því hvað stjórnmálamenn sem sum okkar kusu, ákveða að sé falleg tala. Andmæli við því eru því miður hjáróma.

Einróma

Vitað er að því lengra til vinstri sem hver hallast, því frekar vill hann ráðstafa eignum annarra. En nú breiðir þessi óværa sig vel út yfir miðju stjórnmálanna, svo að þau sem varfærnari eru mega vara sig. Því virðist öruggara fyrir þau að jarma með sóandi ídealistunum og helst hærra en hinir.

Grunnhlutverkin

Hlutverk ríkis og sveitarfélaga er löngu gleymt, að sjá um grunnstoðir þjóðfélagsins sem best fara á sameiginlegri hendi, ss. löggæsla eða heilsugæsla. Núna á Reykjavík að bjarga íbúum Aleppo eða hverri annarri stríðsborg, allt eftir vilja flautaþyrlanna hér eða eftir því hvernig vindurinn blæs. 

Hver borgar?

Þeim sem hæst hrópa um hjálp við flóttamenn dettur ekki í hug að stofna sjóð til þess arna og samtök um verkefnið, enda yrði þá loks ljóst hve mörgum yrði í raun hægt að hjálpa. Svo gæfi þetta fólk vinnu sína líka af fórnfýsi sinni, en léti ekki okkur hin fjármagna örlæti og manngæsku þeirra.

Hafið samband við hjálparsamtök, þau sem vilja aðstoða.

 

 


mbl.is Taka verði vel á móti flóttafólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband