Bloggfærslur mánaðarins, október 2016

DCB stjórn ef Bjarni er ákveðinn áfram

XD falkinn merkiTil hamingju Ísland með niðurstöður kosninganna. Stjórn Sjálfstæðisflokks með Framsókn og Viðreisn er rökrétt framhald, en einungis ef ESB- þjóðaratkvæðagreiðslan sem Viðreisn mun örugglega krefjast verður á þessa leið: "Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?"

Þjóðaratkvæðagreiðsla skýrt orðuð

Bjarni Benediktsson formaður hefur sem betur fer verið mjög ákveðinn í að ESB- spurningin yrði álíka orðuð ef til þessarar þarflausu þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. Ekki má gefa neitt eftir í því, þar sem endalaust miðjumoð mun annars standa þeirri stjórn fyrir þrifum.

Ekki Viðreisn með utanríkisráðuneyti

Annað sem athuga þyrfti er að ef Viðreisn fengi utanríkis- ráðherraembættið (sem síst skyldi), þá geirneglir embættismannakerfið allar ESB- tilskipanir sem eftir eru ósamþykktar í gegn um EES og hefur þannig náð sigri inn um bakdyrnar. Öllu farsælla yrði ef t.d Framsókn næði að krefjast þess að Lilja Dögg Alfreðsdóttir héldi áfram sem utanríkisráðherra, enda ólíklegt að Sjálfstæðisflokkur fengi forsætis, fjármála- og utanríkisráðuneytin öll.

Ef Forseti Íslands afhendir ekki Bjarna Benediktssyni umboðið til stjórnarmyndunar, þá er eitthvað að.


mbl.is Forsætisráðherra biðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrun Pírata vegna opinberunar stefnu þeirra?

Frettabladid kannad2016Píratar komu 94%-115% hærri út í könnunum í mars 2016 en í dag, sbr. línurit Fréttablaðsins. Fjölmiðlar ganga ekki á leiðtoga þeirra og spyrja hvað valdi þessu hruni, en gæti það verið að loksins opinberist fyrir kjósendum að það er ekkert sniðugt að kaupa köttinn í sekknum? Umbylting stjórnarskrár fyrir ESB- aðild er ekki vænlegur kostur og hvað þá vinstri bræðingur fyrirfram um skatthækkanir eða leynimakk. 

Getur verið að kjósendum lítist ekki á leiðtoga Pírata, enda vilja þeir sjálfir ekki leiðtoga, heldur ráð og nefndir? En ef þeir verða kosnir, þá verða þeir ráðherrar með völd, meðal annars Birgitta og Ásta Guðrún ESB. Hver veit hvaða ákvarðanir yrðu þá teknar?

Ögurstundin rennur upp

Píratar komust lengi vel og langt á innantómum slagorðum um borgararéttindi. Nú þegar ögurstundin nálgast virðast kjósendur sjá í gegn um þetta og skila sér vonandi í kjörklefann. Unga fólkið sem Píratar treystir á hlustar sem betur fer á það sem ungt Sjálfstæðisfólk hefur fram að færa um raunverulega framtíðarmöguleika í okkar ágæta samfélagi.

Mætum ungir sem aldnir og kjósum Sjálfstæðisflokkinn á laugardaginn.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 25,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöfn aldursdreifing kjósenda Sjálfstæðisflokksins

MBL Felagsvis flokkar aldurGreining MBL á nýrri fylgiskönnun HÍ sýnir að fólk undir þrítugu kysi Sjálfstæðisflokkinn og er 26-falt líklegra til þess að kjósa hann en Samfylkinguna í næstu kosningum. Ágætis aldursdreifing er á XD- kjósendum, þar sem t.d. unga fólkið er jafnt elsta kjósendahópnum.

Flest ungt fólk vill annaðhvort Pírata eða Sjálfstæðisflokkinn skv. könnuninni. Unga fólkið yfirgaf Samfylkinguna nær alfarið (1% fylgi). Hún viðurkennir að aðhyllast ESB- aðild, sem Píratar og Viðreisn gera líka en vilja ekki segja það hreint út fyrr en eftir kosningar af skiljanlegum ástæðum.

Réttirnar búnar

Núna hefur Sjálfstæðisflokkurinn hreinsast nokkuð vel af ESB- sinnum yfir í Viðreisn, en síðustu árin hafði sá hópur haldið flokknum í ESB- lási og talað fyrir flokkinn en gegn stefnu hans. Loftið er því hreinna og hleypir fleira ungu fólki að sem er ekki plagað af þessari ESB- klemmu síðustu tíu ára. Áráttan að eltast við skoðanir kratanna er þó enn til staðar. Þannig er t.d. fórnarkostnaðurinn af því að fá unga fólkið inn sá að samþykkja aðgerðir vegna kolefnislosunar og flóttamanna, auk stuðnings við aðgerðir ESB gegn Rússum. Þetta þrennt þykir mér dýrt, en geri mér grein fyrir því að afar erfitt er að berjast gegn áralangri innprenntun fjölmiðla og hinna talandi stétta úr miðbænum. Vonandi getur fólk frekar einbeitt sér að þeim þáttum lífs þess sem skipta verulegu máli, afkomu, öryggi osfrv.

Birta stefnu Pírata

Ögrun Sjálfstæðisflokksins er sú að sýna fram á raunverulega stefnu eða stefnuleysi næststærsta flokksins, Pírata, en fylgi þeirra er þó 23% minna en Sjálfstæðisflokksins. En helst þarf að gera fólki grein fyrir því hvernig hags þegnanna hefur verið vel gætt og að tryggja þurfi Sjálfstæðisflokknum nægt fylgi svo að fólk hafi næg tækifæri til þess að bæta hag sinn á næsta kjörtímabili.

Skipstjórinn verði Bjarni, ekki Birgitta!


mbl.is Þessi komast á þing samkvæmt könnuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berum enga ábyrgð á þeim

eyja figdigNú rignir yfir Ísland hælisleitendum á röngum forsendum, þar sem t.d. 2/3 hluti þeirra í september var frá Albaníu og Makedóníu. Ekki eru það stríðshrjáð sýrlensk börn. Fullhraustir ungir menn frá þessum og öðrum löndum taka sénsinn á því að koma hingað og nýta sér upplausnarástandið sem skópst fyrir botni Miðjarðarhafs, en á okkar kostnað og með okkar fyrirhöfn.

Snúum við strax

Auðvelt er að komast hingað eftir að búið er að lauma sér inn á Schengen- svæðið. Ef eitthvert vit á að vera í kerfinu hér, þá verður að snúa þeim umsvifalaust við sem ekki uppfylla einföld skilyrði eins og það að vera frá stríðshrjáðu landi til þess að umsóknin verði tekin til greina. Ekki á að taka mark á hælisumsókn frá þegnum landa sem eru í lagi, þótt erfitt sé að búa þar. Auðvitað er sósíalisminn ýmsum erfiður, en við getum ekki tekið á þeim mistökum annarra, nógu erfitt er slíkt hér á landi.

Milljón á mann?

Íslendingar gera sér fæstir grein fyrir því hvað þessi efnahags- ferðalög ungu mannanna kosta okkur. Hver og einn sem fær þessa flugu í höfuðið að sækja um á rokbitna eldfjallaskerinu (til þess gjarnan að koma sér síðan annað) er verulega íþyngjandi fyrir kerfin hér og væri næstum borgandi fyrir það að koma honum strax á braut annað, ef það ylli ekki meiri ásókn, sem það myndi að vísu gera.

En heilu stjórmálaflokkarnir hampa nú þessum hælisleitendum án þess að horfa neitt til staðreyndanna. Höfum þetta eins og Bretar, ekki í Schengen, enda er það barn síns Evrópusinnaða tíma.

 


mbl.is Þarf kannski að herða reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband