Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Nú reynir á Tyrkjasamning ESB og á Schengen

Thysk TyrkirESB gerði afarsamning við Tyrki í mars sl. þar sem "leitast yrði við" að veita 78 milljón Tyrkjum áritanalaust aðgengi að Schengen- svæðinu og þar með Íslandi frá júní 2016. Nú þegar líður að þeim tíma er þetta eina atriði ófrávíkjanlegt skilyrði Tyrkja, þannig að samningurinn um flóttamannaskiptin við ESB falli niður nema að Tyrkir fái að valsa óhindrað um Schengen svæðið. 

Lok Schengen

Nú heldur enginn málsmetandi ESB- talsmaður því fram að ytri landamæri Schengen- svæðisins haldi í dag, enda streymdi milljón manns inn á sl. 9 mánuðum. Þessa tilraun til samnings við Tyrki hér að ofan má líta á sem síðasta naglann í Schengen- kistuna, því að þvingaðar tilfærslur lítils hluta flóttamannanna sem sækja á Evrópulönd verða þá til óhindraðs straums Tyrkja um Evrópu, einmitt frá því landi þar sem mesta streymið frá stríðshrjáðu ríkjunum í kring er um.

Tyrkjaflóðið

Ef Ísland væri ekki í Schengen og einhver styngi upp á aðild í dag þá teldi fólk að sá hinn sami væri ekki með öllum mjalla. En að losa okkur út úr þessu Hótel Kaliforníu- dæmi ætlar að reynast þrautin þyngri. Það verður samt að gerast áður en Tyrkjaflóðið hefst.

 

 


mbl.is Merkel á ferð um flóttamannabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærðar aspir ber að fjarlægja

Osp Heidmork isEigandi risa- aspar sem felld var á jaðri garðs hans ætti að athuga ábyrgð á eigin gjörðum áður en hann kærir. Það er ábyrgðarhluti að láta aspir vaxa úr sér í ofurhæð inni á lóð og láta ræturnar teygja sig út um allt, enda ekki í samræmi við reglugerðir. Ef nágranninn býðst til að sjá um þetta frítt, þá er það hið besta mál.

Myndin tengist ekki þessari færslu á beinan hátt.

Hér er úr byggingarreglugerð til skemmtunar:

7.2.2. gr. Tré og runnar á lóðum.  Ekki má planta hávöxnum trjátegundum nær lóðarmörkum aðliggjandi lóða en 4,0 m. Við staðsetningu trjáa á lóð sem ætlað er að vaxi frjáls skal taka tillit til skuggavarps á viðkomandi lóð og nágrannalóðum. Sé trjám eða runnum plantað við lóðarmörk samliggjandi lóða skal hæð þeirra ekki verða meiri en 1,80 m, nema lóðarhafar beggja lóða séu sammála um annað. Ef lóðarmörk liggja að götu, gangstíg eða opnu svæði má trjágróður ná meiri hæð, enda komi til samþykki veghaldara eða umráðaaðila viðkomandi svæðis.

Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.


mbl.is Gunnar Nelson kærður til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningur við Bjarna, Ólöfu og stóru málin

XD Vesturbaer2016Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var gestur á aðalfundi Félags Sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi í Valhöll í dag. Hún fór vel yfir atburði síðustu daga og lýsti mikilvægi þeirra mála sem ná þarf fram sem allra fyrst, svo sem húsnæðismála ungs fólks. Stjórn og félagsmenn voru sammála um það hve krefjandi tímar eru framundan fyrir þjóðina og þar lætur vonandi sjálfstætt fólk í sér heyra um lausn stóru málanna.

Fundurinn tekur heilshugar undir stuðning annarra Sjálfstæðisfélaga við forystuna í baráttunni og samþykkti samhljóða ályktun þeirra:

Fé­lag Sjálf­stæðismanna í Nes- og Melahvefi í Reykja­vík lýs­ir yfir full­um stuðningi við formann og vara­formann flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­son og Ólöfu Nor­dal. Þau hafa á skýr­an og full­nægj­andi hátt gert grein fyr­ir sín­um per­sónu­legu fjár­mál­um. Það ætti því ekk­ert að geta komið í veg fyr­ir að þau vinni áfram að heil­ind­um að þeim mik­il­vægu mál­efn­um, sem nú­ver­andi rík­is­stjórn Íslands vinn­ur að til hags­bóta fyr­ir land og þjóð.

Tíminn er naumur, komum málunum áfram.

Á myndinni sjást nokkrir félagsmenn og stjórnarmeðlimir ásamt Áslaugu Örnu eftir fundinn. Smella þarf á myndina til þess að stækka hana.


mbl.is Sígandi lukka best fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband