Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Áður en Birgitta verður forsætisráðherra

Herthota bandariskReynslan af Jóhönnu/Steingríms- tímanum er m.a. sú að niðurbrot nauðsynlegra kerfa við slíka stjórn gengur hratt fyrir sig. Nú sýna skoðanakannanir að Píratar yrðu líklegastir til að fá að mynda stjórn eftir næstu kosningar og þá líklega með VG og fleirum af vinstri vængnum. Varnir Íslands yrðu tæpast tryggðar á þann hátt.

Fagna ber yfirlýsingunni sem festir varnarsamstarf Bandaríkjanna og Íslands betur í sessi, sérstaklega í auknum óróa í vestrænum heimi. Vonandi þurfum við ekki að upplifa þá tíma að Birgitta Jónsdóttir Pírati verði forsætisráðherra, með hnút í maganum vegna utanaðkomandi áreitis og Guðni forseti þurfi að staðfesta aðgerðirnar sem þörf er á.


mbl.is Viðvera hersins fest í form
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni: VG 75% og Samfó 76%

Undirskrift signingEnginn þarf nú að velkjast í vafa um það hvar stuðningur við Guðna Th. liggur í forsetakosningunum, þegar 3/4 hlutar Samfylkingarfólks og Vinstri grænna segjast myndu kjósa hann. Rammpólitískt framboðið leynir sér ekki, þótt frambjóðandinn geri allt til þess að sverja það af sér.

Komi ný vinstri sinnuð ríkisstjórn með frumvarp um gagngerar breytingar á stjórnarskrá í átt til Alþýðulýðveldisins Íslands, þá yrði Guðni Th. forseti sannarlega engin fyrirstaða, spenntur með pennann til undirskriftar.


mbl.is Halla bætir við sig mestu fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst á Dags- skránni

Reykjavikurflugvöllur MBLAðför meirihluta borgarstjórnar að Reykjavíkur- flugvelli fer núna á flug. Næsti þáttur virðist verða tvö- til þreföldun Skerjafjarðar með blokkarbyggð, þar sem ljóst er að neyðarbrautin fer vegna Hönnu Birnu- samningsins.

Uppfyllingar og blokkahverfi

Dagur borgarstjóri hefur marg- lýst því yfir á kynningarfundum og víðar að hann vinni eftir aðalskipulaginu (sínu) sem leggur flugvöllinn niður, lið fyrir lið á næstu árum. Nú tvíeflist niðurrifshópurinn. En í anda upplýsingarskorts og ógagnsæis þessa hóps verða áætlanir og grunnhönnun ekki gerðar opinberar fyrr en allt or orðið of seint. Núverandi plön gera m.a. ráð fyrir uppfyllingu fallegrar sandstrandar með fjölbreyttu fuglalífi sem hverfur. Álag á samgöngukerfi verður margaukið og búin verður til þörf á öllu því helsta sem stór þorp þurfa, ss. skóla og heilsugæslu. Fyrstu drög að þessari blokkahörmung gera ráð fyrir því að flugvöllurinn fari.

Við borgarbúar hljótum að krefjast þess að verða upplýst um raunverulega ætlun þessa borgarstjórnar- meirihluta varðandi Reykjavíkurflugvöll allan og umhverfi hans.


mbl.is Sorglegt að neyðarbrautin loki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynnumst Davíð

IMG_5620Davíð Oddsson bætir við sig fylgi eftir því sem fólk kynnist honum betur. Fjöldi fólks leit við á kosninga- skrifstofu Davíðs til forseta í gær, þar sem spjallað var saman yfir útigrilli. Davíð er maður orðsins og kímninnar. Sverrir Stormsker er það líka og þeir göntuðust hver við annan, sjá myndir hér. Guðni Ágústsson er einmitt einn slíkur, í fjörugum viðræðum í góðra manna hópi.


mbl.is Guðni missir fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband