Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Snúið við eftir langa mæðu

Syrland flottafolkLangflestir Íslendingar samþykkja að aðstoða þurfi sýrlenskt flóttafólk í neyð þeirra. Því fór milljarður króna í það árið 2016 en aðeins 24 Sýrlendingar skiluðu sér til Íslands á því ári, skilst mér. Tugmilljónir króna á mann hlýtur að vera met í óskilvirkni aðstoðar, sem þó er þekkt fyrir að vera einmitt lang- óskilvirkasti hluti fjárlaga Íslands í gegn um árin, í harðri samkeppni við fjáraustur til Sameinuðu þjóðanna, í það hripleka kerald.

Mest til spillis

Aðalástæðan fyrir þessari sóun á almannafé er sú að gengið er svo illa frá hnútunum hér að þegnar annarra þjóða ná að nýta sér ástandið (2/3 hluti frá Makedóníu og Albaníu) og leita hælis hér, þó að ljóst sé að tilkall þeirra til þess sé ekki fyrir hendi. Norðmenn stöðva þannig fólk á landamærum sínum, en þar sem landamæri Íslands vegna Schengen eru í raun utan norðurstrandar Afríku og óskýra ESB- stefnan sem fylgt er hleypir öllum inn, þá er síðan reynt að eiga við sjálfskipuðu vandamálin eftirá með óheyrilegum kostnaði.

Beint til aðstoðar

Hver hjálparsamtök á Íslandi þurfa að berjast fyrir hverri krónu sinni til þarfra verka, á meðan mokstur ríkisins í þennan málaflokk hér fer að langmestu leyti til spillis á ofangreindan hátt og skapar óeiningu meðal þjóðarinnar. Taka þarf fyrir þennan framgangsmáta og láta peningana fara beint í flóttamannabúðir eða til sjálfshjálpar fólks á heimasvæði þeirra.

Ég treysti á nýja ríkistjórn að taka á þessum málum af festu.  

 


mbl.is Hundrað hælisleitendur úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband