Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Bændur fljúgi flugvélum og skógræktendur í stóriðjuna

WOW A320Það var tímaspurning hvenær Björt umhverfisráðherra myndi missa sig alveg í heimshlýnuninni og færi að leggja álögur á framtakssemi Íslendinga að ófyrirsynju. Ráðuneyti hennar hafði fullyrt réttilega að áliðnaðurinn hér stæði eins framarlega og hægt væri gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Viðmiðunin við árið 1990 þegar ekkert var að gerast hér á landi miðað við núna, 27 árum síðar er út í hött, enda völdu önnur ríki sér seinni viðmiðun. Langstærstu losunaraðilar í heimi sinna ekki þessum reiknikúnstum eða stunda pólitíkina um þetta og gera áfram það sem þeim sýnist. Öll sú olía sem borað er eftir verður brennd, sama hvað menn reikna. Túristarnir fljúga eitthvað og fínt að það er til Íslands.

Ræðst ekki af einkabílum

Núna þegar einkabílar eru 4-5% mannlegar losunar hér á landi, þá er ljóst að engu máli skiptir hvort þessar fáu hræður fari í einum hálftómum strætó eða í sínum nýja sparneytna einkabíl í vinnuna eða í skólann. Sárgrætilegast er þó að horfa upp á uppskafningana sem telja að við Íslendingar getum kælt heiminn með því að hjóla í vinnuna. Þeir geta ekki einu sinni íhugað það að næsta eldgos þurrkar út allan "ábatann" á nokkrum klukkutímum með losun sinni, en gæti staðið vikum saman.

Skattastjórnin?

Hringavitleysan í 101 kastar tólfunum þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins kemst nær því að leggja á skatta vegna loftslagsmálanna og tekur undir þessa ólánsvegferð.

Ég er enn á því að ef einhver sprengir þessa ríkisstjórn, þá er það Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, tímasprengjan á þingi.

 


mbl.is Stóriðja og flugfélög sinni landgræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband