Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018

Þrír dagar í boði borgarstjóra

Stop höndinÁherslur borgarstjórnar- meirihlutans í umferðarmálum Reykjavíkur skila sér í þremur dögum á ári í umferðartöfum. Milljarði króna á ári heldur áfram að vera sóað í að reyna að fá strætó- elítuhópinn sem fer 4% ferðanna, til þess að stækka, en það gerist ekki. Fyrst árangur af því er enginn, þá er bætt um betur og tugir milljarða króna settir í Borgarlínu, sem mun auka tafirnar enn frekar.

Nýlegur bílafloti

Bílafloti Reykvíkinga stækkaði ört og fólk mun ekki skilja nýja bílinn eftir heima næstu árin, hvort sem hann er drifinn áfram af rafmagni eða af öðru. Framlag til vegabóta og aukins umferðarflæðis er skammarlegt á sama tíma, auk þess sem áhersla Dags borgarstjóra er enn á það að hægja á umferð (með frábærum árangri), ekki að hámarka flæði, sem t.d. tölvukerfin geta gert. 

Tafir, tafir

Djöfullinn finnst alltaf í smáatriðunum og nú er að koma í ljós hvernig Borgarlínan er: stærðar svæði tekið undir strætó, hjól og gangstíga, en ein akrein fyrir bíla, sem fara 70-80% ferðanna.

Byggingartíminn verður í mörg ár af umferðarstíflum, en þetta kýs fólk. Okkur öll má svíða fyrir þá sem undir míga. 


mbl.is Tafir í umferðinni kosta 15 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband