Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018

Heimatilbúin vandræði

Parking vesenEin örugg leið Dags & Co til þess að ergja borgarana er að takmarka bílastæðafjölda við stóratburði og tvöfalda sektirnar. Laugardalshöllin er þar eitt skýrasta dæmið, þar sem ærnum kostnaði var varið til fækkunar malbikaðra bílastæða á svæðinu, í stað þess að fjölga þeim t.d. með hliðarstæðum á leiðinni niður á höllinni, þar sem aðeins gras er fyrir. Ekki er einu sinni leyft að leggja á grasið, heldur kostar sá glæpur 10.000 krónur í sekt.

Auðleyst: fleiri stæði

Viðkvæðið er síðan að nóg sé af stæðum hálfan kílómetra í burtu. Ég leyfi mér að efast um það, fyrir utan það að til stendur að fækka þeim frekar. Laugardalshöllin er íþróttamannvirki með feikinógu rými í kring um sig, en rúmar aðeins brot af þeim bílum sem fólk notar til þess að mæta á atburði staðarins.  Fyrir vikið leggur maður bílnum úti í næstu hverfum, eins og mun gerast á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í næstu viku. Þá hlakkar í Degi og Hjálmari, ef nógu margir eru rukkaðir til þess að borga niður hallann á borginni sem þeir bjuggu til. 

Meira liðið sem Reykvíkingar kjósa yfir landsmenn á leið í Höllina.


mbl.is „Aldrei séð eins slæmt ástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband