Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2018

Þriðji orkupakkinn er þriðja ríkið

XD orkupakkinn 30 08 2018aFundur Sjálfstæðisfélaganna í Valhöll um Þriðja orkupakka ESB var með afbrigðum góður. Þrumandi ræða Styrmis Gunnarssonar um missi sjálfstæðis landsins við samþykki þessara ólaga opnaði hug fólks og aðrir frummælendur studdu einnig þá skoðun með gögnum og ígrundaðri umfjöllun.

Auðlindin til ESB

Það gefur auga leið að yfirstjórn raforkumála í Evrópu drægi taum meginlandsins í orkukrísu, ef rafstrengur yrði tengdur til Íslands. Afarskilmálarnir í tilskipun ESB, sem Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í HÍ fór yfir í fyrirlestri sínum eru slíkir, að jafnvel leikmönnum og almenningi hlýtur að blöskra við lesturinn, ef þau kynna sér þetta frumvarp. 

Ábyrga fulltrúa

Alþingismenn, sem kosnir eru af Íslendingum til þess að gæta hags okkar þegnanna, geta ekki verið svo skyni skroppnir að samþykkja sjálfviljugir þetta afsal sjálfstæðis. Fáum hvern og einn þeirra til þess að opinbera skýra skoðun sína strax, áður en það verður of seint og helsta auðlind Íslands er afhent Hinum óþekkta embættismanni í Brussel til sjálfdæmis.


mbl.is Flokkurinn hafni orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband