Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019

80% nær aldrei með Strætó

Straeto 2011-201880/20 reglan sannast ærlega með Strætó. 80% fólks ferðast nær aldrei með þeim, en borgar ærlega fyrir þau 20% sem nota Strætó eitthvað, og sérstaklega fyrir 3% elítuna sem notar strætó daglega.

Áætlun sem hrundi algerlega

Átakið mikla frá árinu 2011, að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu með því að sleppa vegaframkvæmdum en moka þúsund milljón krónum á ári í Strætó til þess að þrefalda notkunina hefur gersamlega brugðist. Enginn finnst þó ábyrgur fyrir þessu risaklúðri, heldur stefna sömu aðilar í tíu sinnum meiri sóun í Strætó með nýju nafni, Borgarlínunni. 

Þrengt að bílnum

Íslendingar vilja ferðast með bílum, enda eru um 80% ferða farnar með þeim daglega, en 3% með Strætó. Bílaeign snarjókst nýverið með bættum hagvexti og fólk vill nota þessa bíla, þrátt fyrir alræðisaðgerðir meirihluta Reykjavíkurborgar með sína úreltu austantjalds- samgönguhætti. Dagur & Co hunsar gersamlega þá hröðu þróun sem á sér stað með t.d. Uber og Lyft, eða auknu bílaeignina og ferðamáta túristanna, sem leigja bíla af bílaleigum. Ráðandi aðilar virðast halda að rafmagnsbílar noti ekki vegi eins og aðrir bílar. 

Lagið vegina, ekki stífla þá!

Staðreynirnar öskra á mann: lagið umferðina með bættum vegum og bílastæðum. Fækkið ekki akreinum fyrir Borgarlínu. Hugsið um fleiri en Strætó- elítuna. Ekki er umhverfisvænt að aka hálftómum risatrukkum hring eftir hring allan daginn. Eitt að lokum, hættið að sóa peningunum okkar.


mbl.is Hlutfall Strætó hefur lítið breyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband