Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2019

Alvara á hæsta stigi

Fimm börn með E-kólí eitrun frá einu svæði hlýtur að teljast grafalvarlegt og hvað þá nú, þegar þau eru orðin tíu talsins eftir amk. 8 daga frá fyrsta smiti. Þegar svona gerist, t.d. í Bretlandi er bókstaflega öllu snúið við og teymi sett í að þrengja að uppruna vandræðanna. Sameiginlegi þátturinn hlýtur að fara að skýrast, enda á leitin að fara eftir alvöru málsins.

Óþægindi víkja fyrir nauðsyn 

Hugsunin um það, hvaða óþægindi eða álitshnekki leitin að smitinu skapar fyrir einhverja aðila má aldrei vega það þungt, að enn fleiri börn nái að smitast vegna frekari tafa. Setja þarf sérstakan kraft í það að þrengja þetta niður nú þegar. Hér þarf verulega ákveðni heilbrigðisyfirvalda, þar sem skaðinn getur orðið varanlegur fyrir viðkomandi.


mbl.is Tíu börn smituð af E.coli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

86% fleiri vilja flugvöllinn í friði

RVK flugvollur 2019Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið sýnir afgerandi stuðning fólks við áframhaldandi starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Af þeim sem tóku afstöðu eru 65,1% andvígir "flutningi" hans en 34,9% með því að hann fari. Því eru rúm 86% fleiri hlynntir veru flugvallarins en þeir sem vilja leggja hann niður. 

Skýrum niðurstöðum snúið við

Halda mætti að erfitt sé að snúa út úr þessum einföldu niðurstöðum. Þó tekst Fréttablaðinu það í dag með dæmigerðri falsfrétt á forsíðu blaðsins, þar sem skífurit sýnir gagnstæða niðurstöðu. Síðan er talað við Gísla Martein um furðukenningar hans um skipulagsmál og hann nefnir að yngsti hópurinn vilji völlinn burt, þegar raunin er að þeim einum sem hópi er alveg sama: innan skekkjumarka, þriðjungur með, um þriðjungur á móti og sá síðasti er hlutlaus.

Fólk vill ekki völlinn burt

Þrátt fyrir að þessi stuðningur við veru Reykjavíkurflugvallar sé ítrekaður í hverri könnuninni af annarri árum saman er tíma og peningum okkar sóað án afláts í rannsóknir og eilífðarumræður, í stað þess að laga aðalskipulag Reykjavíkur strax að þeirri staðreynd að völlurinn er kominn til þess að vera, sama hvað Samfylkingarfólki í miðbænum finnst um það.

 


Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband