Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019

Verstir þegar mest á reynir

Crumbling castleESB íhugar viðskiptaþvinganir á Ísland vegna makrílveiða okkar. Valdi verði beitt, þrátt fyrir að réttur Íslendinga til veiðanna sé augljós hverjum þeim, sem skoðar tölurnar. Valdi ESB verður ekki beitt gegn Rússum, heldur fórnarlambinu, Íslandi, sem þjáist af viðskiptaþvingunum gegn Rússum, en ESB atti Íslendingum einmitt út í það fen að samþykkja þær.

Sárin sleikt

Ekki nóg með það að Ísland sleiki sárin eftir þær ESB- stýrðu aðgerðir, sem rústuðu markaðssetningu okkar á makríl til manneldis, þá ætlar þessi Evrópukrataklíka að láta Ísland fá smánarhlut í makrílveiðinni, sem miðast við veiðar ESB í gamla daga, þegar makríllinn var ekki hér við land. Nú étur hann milljón tonn í íslenskri landhelgi, en það er víst ekki nóg til þess að við megum veiða réttlátan hluta heildarinnar. 

Uppgjörin framundan

Utanríkisráðuneytið þarf að gera sér grein fyrir því, að brátt sverfur til stáls við ESB vegna þessa mála og fjölda annarra, eins og í uppgjöri ESB við Bretland. Eftirgjöfinni sem tíðkast í ráðuneytinu og kristallast í Orkupakkamálinu verður að linna, svo að Ísland megi um frjálst höfuð strjúka, við óumflýjanlegt hrun hugmyndafræði Evrópusambandsins.

 


mbl.is Ræða viðskiptaþvinganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband