Bloggfærslur mánaðarins, september 2019

ESB/EES- sinnar kátir hér og í Bretlandi

Hotel Kalifornia brandariNýleg herfræði ESB- sinna á Íslandi borgaði sig sannarlega, að umvefja EES- samninginn sérstakri ástúð, þegar sýnt var að ESB- umsókn yrði ekki á dagskrá í bráð. Þriðji Orkupakkinn í höfn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur sammála um að regluveldi Brussels sé eftirsóknarvert og Viðreisn / Samfylking dansandi á gröf sjálfstæðisins.

Á sama tíma vill líka svo til að ESB- sinnum Bretlands tókst að knésetja Boris Johnson forsætisráðherra í einbeittri sókn hans til sjálfstæðstæðis landsins þann 31. október nk., út úr ESB.

ESB klýfur

Evrópusamband krata, sem hefur tekist að kljúfa í tvennt flesta stjórnmálaflokka vestrænna landa, heldur áfram köngulóarvefs- stefnunni, að líma þjóðríkin föst í regluveldi sem verður ekki undið ofan af. Reynslan er ægileg, en ábati kerfissinna í samtökum, ráðuneytum og ríkisfyrirtækjum er framar vilja þjóðanna, sem um frjálst höfuð vilja strjúka.

Hægri kraftur

Skiljanlegt að flokkar með skýra hægri stefnu vinna á í flestum ríkjum Evrópu. En betur má ef duga skal.

 


mbl.is Stjórnin undir í Brexit-atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband