Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2020

Páskapólitík biskups fyrir tómri Dómkirkju

AgnesSigurdardittir biskup KjarninnGleðilega páska, öllsömul. Upprisan og kristnin er enn í hjartanu, þótt Agnes biskup Íslands noti tækifærið á páskum til þess að hamra á pólitískum skoðunum sínum á kostnað fjöldans. Heimshrun og plága með ægilegum afleiðingum skilar sér lítt í páskaávarpi biskups, þar sem jákvæðnin birtist í því að mengun hafi minnkað þegar atvinnulíf heimsins stöðvaðist. Jarðarbúar séu að krossfesta jörðina og að lífshættir okkar verði að breytast. Skilja má þetta svo að drepsóttin aðstoði til þess að þetta megi verða.

Misnotkun á stöðu

Yfirgengileg misnotkun biskups á stöðu sinni gerir fylgjendum Þjóðkirkjunnar (eins og ég hef verið) erfitt að halda áfram stuðningi við kerfi, sem er greitt af sköttum okkar en fóstrar einungis pólitíkusa á vinstri vængnum. Mörg eru dæmin, en biskup opnaði t.d. Dómkirkjuna nýlega til þess að hleypa á klósettið skoðanabræðrum sínum um opin landamæri Íslands í mótmælum á Austurvelli. 

Þegar svona er komið, ber ríki og sveitarfélögum að hætta stuðningi við trúfélög. 

Að auki legg ég til að annað misnotkunarbatterí, RÚV, verði lagt niður, eða amk. verði tekið strax af auglýsingamarkaði.

 

 

 


mbl.is „Jarðarbúar eru að krossfesta heimili sitt jörðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband