Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021

Eldgos á svörtu

DSC01903 eldgos gasKolefnisbókhald er byggt á falsi, en við erum skattlögð fram og til baka byggt á þeirri lygi. Eldgosið nýja er gott dæmi, mun ekki finnast í rassvasabókhaldinu og var ekki í neinum áætlunum, enda ekki til í 870 ár þar til nú. Losun koltvísýrings (CO2) þaðan er um 10.000 tonn á dag (10 milljón kíló), auk annarra mun öflugri  gastegunda. Eldfjallið losar því jafnt á einni viku og allir fólksbílar Íslands á einu ári! Um fimmtíu sinnum meira en fólksbílarnir á hverju ári. 

Losunartrúarmenn neita algerlega að taka eldgosin inn í bókhaldið fína, jafnvel þótt þeir telji að eldgosin verði algengari með léttari jöklum osfrv. Þannig sýndu rannsóknir við Kötlu árin 2016 - 2017 að tífalda ætti fyrra mat á kolefnislosun eldstöðva á Íslandi, enda losar Katla allt að 24.000 tonn á dag alla daga án þess að gjósa, þar sem gasið kreistist úr kvikunni er ofar kemur. 

Þannig að ef við leggjum Kötlu og Geldingadali saman, þá er losun þeirra 34.000 tonn hvern einasta dag, eða amk. 12 milljónir tonna. Síðan þegar Katla gýs fara allar tölur út úr korti og bókhaldið á haugana.

Skattar, álög, glötuð samkeppnisfærni og sá aðþrengdi lífsstíll sem þessi kolefnislosunartrú manna veldur á Íslandi verða að hætta. Tugþúsundir manna horfa á eldgosin og verða vitni af losuninni, en halda áfram að kjósa flokka sem njóta þess að banna, deila og drottna.


mbl.is Borgarbúar fylgist með gasmengun á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notum Janssen strax á miðaldra karla

Janssen-vaccinationCardVið ættum að nota Janssen bóluefnið strax á miðaldra karla. Ekkert neikvætt hefur komið upp og aðeins þarf að bólusetja einu sinni. Þar með erum við tuðararnir orðnir frjálsir menn og getum látið okkur hverfa af sósíalista- landinu um tíma, á meðan samninga- Svandís finnur upp fleiri leiðir til þess að hefta eðlilegt frelsi landans.

Yngri konur í USA hafa líkurnar ein á móti milljón til þess að fá blóðtappa vegna Janssen bólusetningar. Öllu meiri líkur hafa þær á vandræðum með að fá Covid-19, með ofþyngd og undirliggjandi sykursýki, háþrýsting, hjartveiki osfrv. En lagaumhverfið fyrir framleiðandann er erfitt þar í landi og engin áhætta tekin, þó að sannað sé að það bjargi mannslífum.

Allavega er ég til í að samþykkja að fá strax bólusetningu með Janssen og eiga þá sumarið sem frjáls maður og tef ekki bólusetningarprógramm góðu ungu kvennanna.

 


mbl.is Bíða með bóluefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband