Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022

Eini möguleikinn til breytinga

PascalNiðurstaða borgarstjórnar- kosninganna er skýr: borgaralegir flokkar myndu taka til í borginni, en aðeins einn möguleiki er til þess, með Sjálfstæðisflokki(XD), Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins, 6+4+1+1= 12 borgarfulltrúar. Annað er vinstri sinnað fólk sem útilokar samstarf við XD, eða yrði ómögulegt í því samstarfi. Viðreisn og Flokkur fóksins er með pálmann (í Vogum?) í höndunum, í oddaaðstöðu um borgarstjórnarmyndun. Því mun Hildur Björnsdóttir ganga á eftir þeim með grasið í skónum, þrátt fyrir að hún segi "alls konar möguleika á teikniborðinu". Ekki eru þeir möguleikar sýnilegir eða fýsilegir.

Borgarlínan frestast eða útvatnast líklega með ofangreindri borgarstjórn. Enn meiri fjáraustur færi í Strætó- hítina miklu, en kannski tækist þannig að bjarga götunum og að fá Sundabraut fljótar inn. Viðreisn er vonandi öðruvísi í borginni en í þjóðmálum, þar sem gengið var óvænt úr stjórn eitt kvöldið og stjórnin sprengd án viðvörunar. Þessi borgastjórn gæti því stöðugt tiplað um á jarðsprengjusvæði duttlunganna.

En sjáum til, hér er von.

 


mbl.is Hildur segir forgangsmál að komast í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband