Bloggfærslur mánaðarins, október 2023

RÚV og hryðjuverkin

Hvað þarf að koma til þess að RÚV kalli hryðjuverkasamtök sínu rétta nafni? Ekki virðist nóg að þau afhöfði 40 smábörn, hópnauðgi konum, elti uppi og myrði 250 ungmenni á tónleikum, ráðist á næstu þjóð með eldflaugaregni, taki 100 borgara í gíslingu og hóti lífláti. Áður vissum við að þau hengi samkynhneigða þegna sína í krönum. En ekkert af þessu hefur dugað til þess að RÚV kalli samtökin hryðjuverkasamtök eins og Evrópa og BNA gerir. Þess í stað koma óbeinar réttlætingar á illvirkjum þeirra.

Gerum kröfu til þess að RÚV, sem þiggur milljarðana okkar, kalli hlutina sínu rétta nafni. Annars er það enn ein ástæðan til þess að loka þessar „frétta“- stofu nú þegar.


mbl.is Stríðsverk sem endurspegla forna illsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband