Bloggfærslur mánaðarins, mars 2024

Landsvirkjun fyrir pólitíkusa

Orka peningarLandsvirkjun hagnaðist um 142 milljónir króna á dag árið 2023 og afhendir 20.000 milljónir króna af því í arð núna til gæluverkefna pólitíkusa, eins og í fyrra. Tilgangur þessa ríkisfyrirtækis er að tryggja orkuöflun Íslendinga, en hefur núna um langt skeið vikið frá þeirri stefnu og afhendir drjúgan hluta arðsins einmitt til þeirra sem leggjast hvað mest gegn virkjunum, en sóa fénu m.a. í hælisleitendur, yfirgengilega þróunaraðstoð og loftslagsfár.

Styrkja

Landsvirkjun ætti að standa sterk og tilbúin að mæta alvöru mótlæti í orkuöflum, stórum náttúruhamförum, veðurfarsbreytingum eða vandræðagangi ríkisins varðandi orku almennt. Safna þarf í virkjanasjóð eða greiða niður skuldir enn frekar, setja upp varaaflstöðvar og gera Landsneti það auðveldar að bæta lagnanetið. Viðbúið er annars að kröfur um sérstaka aukna skattheimtu komi strax upp þegar Kötlugos á sér stað, eða aðrir álagsþættir sem komnir eru á tíma.

Virkja

Töluvert fé þarf til þess að koma upp nýjum virkjunum. Landsvirkjun þarf að standa sterk og hætta þessum eltingaleik við tískuþarfir Vinstri grænna eða Pírata hverju sinni, hvað þá gegndarlausa sóun í rannsóknir á lagningu rafstrengs til útlanda, sem einkenndi síðasta áratuginn. Altént hefur Landsvirkjun þá enga ástæðu til þess að hækka rafmagn ætlað heimilunum.


mbl.is Methagnaður og vilja greiða 20 milljarða í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband