Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

XD vöfflurnar vinsælar

Valhöll iðaði af lífi í dag, þar sem kjósendur komu í kaffi og með því hjá Sjálfstæðisflokknum. Hér fylgja nokkrar myndir í mynda- albúmi hér til hliðar, en ég kvaddi snemma þegar húsið tók að fyllast um tvöleytið. Svo er um að gera að mæta á...

Veðrið stöðvaði ekki börnin

Páskaeggjaleit fór fram á Ægisíðu í dag ( sjá myndir ) á vegum Sjálfstæðisfélaganna í Vesturbæ, Miðbæ og Austurbæ. Veðrið beið eftir okkur, Kjartan Magnússon bauð fólk velkomið og á mínútunni eitt skall á hressileg hryðja. En börnin fundu samt skrautleg...

Víða dúndurfrost á Jóladag

Spáð er hörkufrosti þessi jólin. Kortið sem er í gangi núna sýnir hraustlegt frost þannig að erfitt verður að fá félaga í Bláfjöllin á Jóladag. En sjáið kort Veðurstofunnar hér. Ætli -27°C frost- spáin gangi eftir?

Völlinn burt vill póstnúmer 102

Byggðin í Skerjafirði báðum megin flugvallarbrautar er hluti af Vesturbæ Reykjavíkur, við teljum okkur gjarnan Vesturbæinga. Því væri eðlilegast að teljast með póstnúmeri Vesturbæjar, sem er 107, en við höfum verið ranglega spyrt við Miðbæ 101 frá...

Almenningur gerður að brotamönnum

Almenningur sem ferðast um á bílum er upp til hópa þvingaður til rándýrra stöðubrota í Reykjavík við meiriháttar atburði og raunar almennt. Hroki yfirmanna hjá borginni vegna þessa kemur æ betur fram. Kolbrún hjá Bílastæðasjóði segir að spá þurfi í hvort...

Tillaga um myrkvuð kvöld

Tímasóun þingsins þessa dagana felst m.a. í tillögu um að myrkva kvöldin og eftir- miðdagana. Bjartari morgnar er markaðssetning iðn-byltingarinnar á þessari ömurlegu tillögu sem fækkar gleðistundum íslenskra fjölskyldna. Hvort skyldu þær vera fleiri í...

Páskaegg við Ægisíðu

Ég dáist af hreysti ungviðisins og foreldra þeirra, sem komu á Ægisíðu í dag og leituðu páskaeggja þrátt fyrir veðrið. Sjálfstæðisflokkurinn í Nes- og Melahvefi stóð fyrir páskaeggjaleit, þar sem unga fólkið rauk af stað í leit að máluðum eggjum, sem...

Gaddfreðinn laugardagur?

Nú verður dágott frost á Fróni samkvæmt spánni, t.d. -16°C í Bláfjöllum á laugardags- morgun (sjá kort). Vorveðrið í augnablikinu lætur mann ekki huga að því, en best að maður drífi sig út og hætti að blogga!

Rok í Reykjavík

Nú mun víst gusta ærlega aftur um Reykvíkinga og Reykjanesið á sunnudagskvöldið 4. janúar. Síðasta stormi tókst að rífa klæðningu af húsinu mínu. Við ættum að varast þennan, því að hann virðist ansi kraftalegur samkvæmt spánni núna. Sjá mynd Veðurstofu...

Bláfjöll flott

Vetrarfjörið hófst aftur hjá okkur frændum og fleirum í gær með fínu skíðafæri í Bláfjöllum. Hér er víðsýnismynd og myndband frá þessum einstaka viðburði (eða þannig), líka í myndaalbúmi hér til hliðar. Ómæld eru lífsgæðin sem felast í því að geta...

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband