Færsluflokkur: Ljóð

Ljóð: Kvikmynd

Þetta örljóð varð til áðan (sjá ramma) um konu í Kínarauðum kjól.

Marðar- Njóli

Öllu er viðsnúið, nú er víst njólinn góður!: Falleinkunn nú fengu þeir, fínir garðar fóla. En meta skal þá öllu meir flottan Marðar- njóla.

Undir tvíeykisoki

Hentist áður með himnafax hryssan dáða og tigna en nú er þjóðin niðurgöngulax sem aldrei náð‘ að hrygna. ÍP

Agndofa

Agndofa er ég á því að undrandi sitji ég þver Ég furða mig forsætisráðherrann að framkvæma þurfi hjá mér Hví gerist allt í kring um mig? Kúgandi mannfuglager Hvergi er friður í hásæti, hver setti mig niður hér? ÍP um Jóhönnu Sigurðardóttur...

Stormurinn

Stundum er gott að stormurinn geisi, steli af landanum andvaraleysi, hrífi burt rykið úr hugsanahreysi og hræri vel í þessu aumingjapleisi. ÍP 19/9/2008

Örsaga í óveðrinu

Þessi litla saga um Suðurnesin og Skerjaförð varð til hjá mér í morgun: Allt er þegar þrennt er „Bölvuð læti eru í veðrinu!“ tuðaði Breki þegar hann reyndi að leggja sig aftur þennan sunnudagsmorgun í húsinu við ströndina í Skerjafirði, með...

Góði Geir!

Góði Geir gáðu að þér! Gróðurhúsagengið gengur frá þér, hamlar för og heftir en hreykir sér á eftir af ábyrgð og álögum, ánauð og ólögum. Þórunn þrætir en þú bætir upp fyrir allt eittþúsundfalt ef Kyoto kvölin og kolefnisbölin verða gleymd og grafin til...

Dagur á Íslandi

Reykjavík í dag, 29/10/2007: morgunn, dagur og kvöld fylgir hér í myndum. Tökum eftir náttúrufegurðinni í sólarhringnum. Ég hrífst enn að hverjum degi. Ýtið á hverja mynd þrisvar fyrir fulla stærð.

Byrjað í nunnuskóla

Nunnan brosti til mín í öllu sínu veldi í svörtum búningnum með hvítum vængjum út frá höfðinu. „Viltu fá brjóstsykur?“ spurði hún mig og rétti fram heilan bakka af sælgæti. Boðið upp á nammi fyrsta daginn í skólanum! Landakotsskóli var...

Hundarnir á Hæðum

Snati gamli var traustur hundur eins og þeir gerast bestir. Hann fylgdi jafnan Ragnari bónda, húsbónda sínum án þess að vera fyrir honum eða öðrum. Stundum sat Snati hjá mér og ég klappaði honum og ræddi við þennan lífsreynda vin minn. Hann var eldri en...

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband