Færsluflokkur: Íþróttir

Víða dúndurfrost á Jóladag

Spáð er hörkufrosti þessi jólin. Kortið sem er í gangi núna sýnir hraustlegt frost þannig að erfitt verður að fá félaga í Bláfjöllin á Jóladag. En sjáið kort Veðurstofunnar hér. Ætli -27°C frost- spáin gangi eftir?

Bláfjöll flott

Vetrarfjörið hófst aftur hjá okkur frændum og fleirum í gær með fínu skíðafæri í Bláfjöllum. Hér er víðsýnismynd og myndband frá þessum einstaka viðburði (eða þannig), líka í myndaalbúmi hér til hliðar. Ómæld eru lífsgæðin sem felast í því að geta...

10 km 2013 myndband

Hér er Youtube vídeó sem ég tók áðan af 10km hlaupurum í Reykjavíkur maraþoninu við uþb. 1,5km. Að vísu ekki af fyrstu keppendum, en mjög margir sjást á þessu 10 mínútna myndbandi. Ekki hlaða því upp í gegn um símareikninginn!...

Bláfjöllin orðin fín

Ljúft var að renna sér aftur í Bláfjöllum í gær sunnudag eins og sést á vídeó- tenglum hér. Með árskort í vasanum fullir bjartsýni svifum við Ríkarður Pálsson, Moggafrægi áttræði frændi minn, áfram í yndisfæri. Nú vantar ekkert nema fólkið. Mætum og...

Einkamyndir úr Maraþoni 2012

Þar sem ég lá veikur heima þegar Reykjavíkurmaraþonið var, þá náði ég aðeins að taka þessar myndir með aðdráttarlinsu, um 400 talsins, aðallega framarlega í hlaupinu. Þið takið viljann fyrir verkið, ekkert var farið yfir myndirnar. Hægt er að skoða þetta...

Myndir af strandi og björgun

Skúta strandaði á lúmskum stað í Skerjafirði fyrir framan hjá mér. Kyrrðin var slík að gott kallfæri var þangað yfir, en strax virtist ljóst að enginn væri í hættu. Smáskerjarani nær út úr skerinu fyrir framan varnargarðinn í Skildinganesi, en þau sker...

Maraþonblíða

Fótbrotinn eftir skíðin skreið ég út á svalir og tók myndir af nokkrum sprækum hlaupurum í Vormaraþoni Félags Maraþonhlaupara í Skerjafirðinum í morgun 21/4/2012. Hér miðla ég þeim í PicasaWebAlbum . Skemmtilegast er að skoða það í Full Screen Slideshow...

Bláfjöllin flott

Skíðafærið í Bláfjöllum var unaðslegt í gær. Fólk sveif um í púðrinu og loftið sindraði af kristöllum í sólskininu. Svona dagar lyfta sálinni á hærra plan, í Alpatilfinningu. Ég dáðist að landinu af tindinum og óskaði sem flestum að upplifa svona...

Rússneskar biðraðir Bláfjalla

Einmitt þegar Bláfjöll voru komin í góðan gír með vel troðinn snjóinn, þá klikkuðu þau á miðasölunni. Fáránleg röð myndaðist. Ekki var gripið til neinna ráða, að hleypa fólki í gegn um þessa einu lyftu eða neitt slíkt, heldur var aðalatriðið að mjólka...

Dúnmjúkt færi dögum saman

Bláfjöllin koma vel út þessa dagana. Fínt færi, gott veður og frábært útsýni, en fólk lætur sig samt vanta þangað. Árskortið sem ég keypti á tilboði í Hinu Húsinu í Pósthússtræti borgar sig fljótt. Drífið ykkur nú, kaupið árskort fyrir jólin, hafið...

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband