Spennan eykst: Slíta ESB, velja formann

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins  er bara nokkuð góður núna. Það grillir í að talað verði hreint út um það hvort slíta beri ESB- aðildarferlinu strax eða hvort enn megi ekki minnast á beinagrindina í skápnum eins og á Landsfundinum árið 2006, þegar miðjumoðslausnir urðu til sigurs Samfylkingar og ESB- armsins sem leiddi þessa vegferð til sjálfskaparvítis , aðildarviðræður við Evrópska Skuldabandalagið.

Hvernig virkar lýðræðið?

En manni verður oft hugsað til þess hvernig lýðræði virkar yfirleitt. Með nýjum fundarsköpum flokksins, sem ákveðin voru af Miðstjórn, þá verða tillögur að berast skriflega fyrir lok fundar viðeigandi nefndar á föstudeginum.  Um 70 af 1600 (4,4%) fulltrúum voru á fundi Utanríkisnefndar, þar sem vel var mætt af ESB- klappliðinu. Varla þarf því nema 40 manns (2,5%) til þess að fella eða samþykkja breytingartillögur við drögin sem sköpuð voru áður í tiltölulega fámennum nefndum. Fundurinn í aðalsalnum í lokin tekur síðan á þessu, en þar getur virst að almennt fylgi sé fyrir viðhorfi sem einungis fáir studdu, en náðu að fylgja eftir í viðeigandi nefnd. Hafi einhver áhuga á tvennum eða fleirum óskyldum málum, þá nær hann ekki að fylgja þeim eftir, þar sem tillaga hans öðrum megin hlýtur óblíðari meðferð ef flutningsmanns nýtur ekki við. En tugþúsundir sjálfstæðisfólks, hinn risastóri þögli meirihluti, nær sjaldnast að láta heyrast í sér nema í kosningum.

hanna_birna_1122179.pngAfgerandi afstaða

Bæði formannsefnin, Bjarni Ben og Hanna Birna hafa staðfest að þau munu fylgja samþykktum flokksins. Ástæða þótti til þess að ítreka þennan þátt til þess að forðast aðstæður eins og „ískalda matið“ vegna Icesave- málsins. Hanna Birna, sem stóð gegn Icesave, gegnur skrefið til fulls og segir að slíta beri ESB- viðræðum án tafar. Meir að segja ESB- sinnar sem ég þekki eru það raunsæir að þeir vilja setja umsóknina á ís um sinn á meðan Róm og restin af Evrulandi brennur.

Hanna Birna líkleg

Afstaða Hönnu Birnu ein sér ætti að nægja henni til forystu, þar sem fylgi flokksins hefur jafnan styrkst þegar talað er afdráttarlaust gegn ESB. En einnig virðist hún líkleg til þess að sameina ólík öfl til þess að taka á erfiðum málum eins og hún gerði sem borgarstjóri og tók á skuldamálunum, virkjaði allt kerfið sem fyrir var og lét það ganga upp (þótt Samfylkingin og Gnarr-fylkingin hafi verið fljót að rústa því aftur).

Með þjóðinni

En formannskosningin er á sunnudaginn. Í dag, laugardag verður spennandi að sjá hvort fá megi skýrar afstöður til helstu þátta sem máli skipta, þannig að vinna fjöldans að betra þjóðfélagi skili sem mestum árangri í næstu kosningum.Þá ná sem flestir að fella þessa óheillastjórn sem nú ræður ríkjum með höftum sínum, hindrunum og sköttum.

Ég hvet alla áhugasama til að fylgjast með á netinu: T.d. fyrirspurn Yours Truly til forystunnar, nú á videóinu, (25. mínúta):

http://www.xd.is/landsfundur-2011/upptokur#vimeo.com/32318531

Svör Bjarna Ben og Ólafar Nordal á 33. og 40. mínútu.

 

 


mbl.is Tillögur tóku breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband