Já eða nei?

Nú þarf að fara í sömu þrautagöngu og áður með Bjarna Benediktsson, að fá afgerandi svar frá Hönnu Birnu hvort hún vilji slíta ESB- aðlögunarferlinu án tafar.

Annars fer hún klassísku leiðina, að láta kjósa sig út á loðnar setningar og fer síðan eftir ísköldu hagsmunamati eða sannfæringu sinni, sem getur hentað Samfylkingunni vel í að viðhalda stöðnuðu þjóðfélagi í Evrópu- sósíal- demókratískum anda.

Hanna Birna og Bjarni, já eða nei við slitum ESB- aðlögunarferlis?


mbl.is Snýst um líklegan sigurvegara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið fáið ekki eitt Evru- sent!

evropagrikkland.pngSarkozy Frakklandsforseti segir Grikki ekki fá eitt cent af „björgunar“- pakka nema að þeir fari eftir hrunsamningi Þýskalands og Frakklands um Grikkland, sem fól í sér að sú þjóð nái aldrei vexti til þess að greiða skuldirnar upp.

 

Nú finna Grikkir verulega til öryggisins í faðmi Evrunnar, í skjóli Evrópusambandsins og með Evrópska seðlabankann (ECB) að bakhjarli!  Enginn virðist enn spyrja hvort góður hluti björgunargreiðslanna fari ekki bara í afborganir og vexti af lánum.

 

Af hverju á grískur almenningur að staðfesta samning sem tryggir ævarandi áþján, svo að franskir og þýskir bankar lifi?

 

Ef ég væri Grikki, þá segði ég „Nei“.


mbl.is Ræða vanda Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband