Kolröng þýðing: ESB ræður ríkjum

MerkelSarkosy

Jafnvel mbl.is getur klikkað: Fréttinni um drottnunar- ESB áætlun Sarkosys er snúið á haus og sagt á mbl.is- vefnum: „Ræða forsetans er sögð leggja grunninn að umdeildri áætlun sem miðar að því að veita Evrópuríkjum meira svigrúm til að stýra eigin fjármálum.“ Öðru nær!!!

Reuters segir þarna: "A plan that would give the European Union more control over national budgets" eða "áætlun sem færir Evrópusambandinu aukna stjórn yfir fjármálum hvers ríkis". Enda ætla Sarkosy og Merkel að leggja fram plön sín um ESB- yfirráð Evrulanda þann 9. desember næstkomandi. Þar með geta Jóhanna og Össur ekki lengur haldið því fram að við myndum ráða sem nokkru næmi yfir ríkisfjármálunum eftir að Ísland væri komið inn í ESB og með Evruna frægu.

EU just say no

Franskir bankar skulda óheyrilegar upphæðir og lenda hvað verst út úr falli Grikklands, en nú þegar er hlutafé í helstu grískum bönkum afskrifað um 80%. Sarkosy rær lífróður í því að draga Seðlabanka Evrópu inn í fall Frakklands. Áætlunin framundan mánudagsins miðar að því að öll Evrulöndin og raunar ESB beri ábyrgð á Suður- Evrópska harmleiknum. Íslendingar verða að forða sér úr ESB- aðlöguninni á meðan kostur er.


mbl.is Sarkozy: Óttinn lamar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband