Með góða samvisku en ekkert umboð

samtaka_nu.pngRéttlætingarfundur Bjarna Benediktssonar á Icesave í dag sýndi fundarmönnum að grunnforsendur Icesave hafa ekkert breyst, að til standi að ganga að ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga með því að greiða höfuðstól lágmarksupphæðarinnar. Sú niðurstaða er skýrt í blóra við vilja Landsfundar Sjálfstæðisflokksins og þorra kjósenda flokksins.  Líkt og Steingrímur J. þá hafði Bjarni einungis samviskuna sína til þess að réttlæta þessar óréttlátu aðgerðir, ekki umboð flokks síns til aðgerðanna. Okkur á því að líða betur með að greiða þetta af því að þeir sofa nú með góða samvisku. Við greiðum samvisku þeirra nýju félaga dýru verði.

Þekkt Icesave- varnarræða

Varnarræða Bjarna Ben var þannig  samhljóða því Icesave- hjali sem Jóhanna Sig og síðar Steingrímur J. hafa hjakkað á síðustu árin, sérstaklega að við getum ekki verið þekkt fyrir ósveigjanleika á alþjóðagrundvelli. Eini munurinn var sá að Bjarni nefndi ekki „samfélag þjóðanna“ eins og JS/SJS- tvíeykið tönnlast á. Staðfestan hafi komið okkur á þennan stað, en nú sé komið nóg.

Líkir samningar í þjóðaratkvæði

Nú er víst komið að því að ekki er hægt að semja frekar um Icesave. Gott og vel, segi ég og fjöldinn allur, þá er tími til lokaafgreiðslu málsins hjá þjóðinni, af eða á í þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðustu úrslit voru 98% á móti (þá átti að greiða höfuðstól plús kostnað eins og nú)  en hver yrði niðurstaðan núna?

Andstaða við þjóðaratkvæðagreiðslu

Raunveruleg andstaða forystu Sjálfstæðisflokksins við þjóðaratkvæðagreiðslu helgast líklegast af því að Icesave- samkomulagi yrði hafnað og yrði þá ekki hægt að taka það upp aftur samkvæmt Bjarna Ben. ESB- aðlögunin færi þá almennilega í strand. Það er undirliggjandi ástæða ótta Bjarna Ben og forystunnar við það að hafna þessum ófögnuði eins og þjóðin vill.

Góð pólitík?

Augsýnilega á ég margt ólært í pólitík, en nei- takk, ég vil ekki læra það svona. Að fylgismenn (ESB- sinnar) smali og mæti snemma og setjist í fremstu sætaraðirnar klappandi fyrir kamerunum á meðan almenningur aftur í sal maldar í móinn. En ég hlýt að trúa því að amk. flokksmenn sjái að grunndvallaratriði þessa Icesave-máls hafi ekkert breyst, sama hvað huggulegir mjúkmæltir sölumenn þess sýna fram á, með tandurhreina samvisku en ekkert umboð.


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband