Evrusvæðið: efnahagslegur samruni framundan

merkel_sarkozyfunda.pngEvrópska skuldabandalagið (ESB) stefnir núna hraðbyri í Sameinaða Evrópu, samkvæmt tvíeykinu Merkel og Sarkozy, sem ráða örlögum ESB þessa dagana. Mörkuðum líst ekki á fyrirheitna landið þeirra, þar sem lausnin er að ráðskast til um fjármál hinna ESB –ríkjanna, auk þess sem skattlagning á fjármálagerninga er nýja lausnin.Sarkozy sagði að framundan væri meiri efnahagslegur samruni Evrusvæðisins.

Heldur einhver ennþá að heppilegra sé að Þýskaland og Frakkland ákveði framtíðarmöguleika Íslendinga heldur en að við gerum það sjálf? Eða að betra sé að synda í skuldakeri Evrópu heldur en að eiga aðeins við okkar eigin skuldir?

Vinsamlegast færið Jóhönnu Sig. þýðingar af heimsfréttunum í einangrunarklefann sem hún hlýtur að vera stödd í, fyrst hún heldur umsókn Íslands að ESB til streitu.


mbl.is Viðbrögðin voru vísitölufall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband