Ísland í biðflokk

Bedid i atvinnuleysinu

Svandís Svavarsdóttir tafamálaráðherra hefur sett Ísland í varanlegan biðflokk á meðan trilljónir tonna af orkumiðlandi jökulvatni renna ótrufluð til sjávar þar til allir jöklarnir eru bráðnaðir. Kostulegt er að heyra hana tala um sátt, þar sem hún hefur kvenna mest valdið ósátt síðan Hallgerður gekk.

Nú er ein helsta afsökun Svandísar fyrir því að ekki megi virkja neðri hluta Þjórsár sú, að laxinn þar raskist. Helstu hagsmunir þar eru hjá netaveiðibændum, sem þiggja myndu frekar góðar bætur en að vesenast við ádráttinn. Laxinn hressist hvort eð er ef gengið er almennilega frá þessu. Aukin hlýindi og tærleiki ánna stækka gjarnan stofninn eins og í Blöndu. Flestir sjá að þetta hálmstrá Svandísar heldur ekki.

Umhverfisráðherrann samþykkir ekki að virkjanirnar á einhverju vænlegasta og skilvirkasta vatnsfalli í heimi til virkjunar verði nýtt okkur öllum til góðs. Frekar ætti kannski að setja upp fugladrepandi viftur upp um hæðir og hóla eða að þvera firði fyrir sjávarfallavirkjanir?

Niðurstaðan hjá Svandísi er alltaf sú sama: að drepa framkvæmdina með töfum. En Jóhanna Sig. setur málið í nefnd á meðan Steingrímur J. Reykás segir eitt í dag og annað á morgun, alltaf samkvæmur sjálfum sér.

Vinstri óstjórn á Íslandi er núna, Gaukshreiðrið II.


mbl.is Stærð málsins ástæða tafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband