Minkurinn á fullu

Minkur BBLUmhverfisráðherranum er leyft að valsa um eins og minkur í fjöreggjaframleiðslu þjóðarinnar þar til ekkert er eftir, eins og frægt er orðið. En nú tekur Svandís Svavarsdóttir úrganginn fyrir. Samfylkingin leyfir þessari niðurrifsstarfsemi að ganga áfram í nafni misskillinnar umhverfisverndar, sem er ekkert annað en fasísk umhverfisfanatík, sem engum þjónar. 

Undanþágurnar sem Svandís vill ekki að við höfum, frá hverju skyldi það vera? Frá stöðlum útspúandi stórþjóða. Allir vita að magn efnanna út í loftið sem um ræðir hér á landi er alger öreind á heimsvísu. Þar með skiptir einungis máli hvað verður eftir í nánasta nágrenni og það þurfa Íslendingar að eiga við og ráða sjálfir hvar mörkin eru sett eða hvað sé gert í því, t.d. í Vestmannaeyjum, þar sem ætla má að elífðarvindurinn þynni efnin fljótt beint út í loftið. Við ráðum alveg sjálf við úrlausn þessarra mála.

Varla er hægt að gera ráð fyrir því að duglausasti forsætisráðherra allra tíma, Jóhanna „nefnd“ Sigurðardóttir, sýni einhverja ákveðni gagnvart ofangreindri umhverfisfrekju. Því megum við búast við því að umhverfisverndar- fasisminn haldi áfram á fullu, svo að umhverfisráðherrann hljóti fleiri virðingarstig á Evrópskum sósíalistaráðstefnum, á meðan landinn skilur ekkert af hverju þjóðfélagið er stopp.

Hvar grípur Svandís næst niður? Hræðslan við það viðheldur kannski þögninni um málin? 


mbl.is Undanþága fyrir Ísland ástæðulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband