Minkurinn á fullu

Minkur BBLUmhverfisráðherranum er leyft að valsa um eins og minkur í fjöreggjaframleiðslu þjóðarinnar þar til ekkert er eftir, eins og frægt er orðið. En nú tekur Svandís Svavarsdóttir úrganginn fyrir. Samfylkingin leyfir þessari niðurrifsstarfsemi að ganga áfram í nafni misskillinnar umhverfisverndar, sem er ekkert annað en fasísk umhverfisfanatík, sem engum þjónar. 

Undanþágurnar sem Svandís vill ekki að við höfum, frá hverju skyldi það vera? Frá stöðlum útspúandi stórþjóða. Allir vita að magn efnanna út í loftið sem um ræðir hér á landi er alger öreind á heimsvísu. Þar með skiptir einungis máli hvað verður eftir í nánasta nágrenni og það þurfa Íslendingar að eiga við og ráða sjálfir hvar mörkin eru sett eða hvað sé gert í því, t.d. í Vestmannaeyjum, þar sem ætla má að elífðarvindurinn þynni efnin fljótt beint út í loftið. Við ráðum alveg sjálf við úrlausn þessarra mála.

Varla er hægt að gera ráð fyrir því að duglausasti forsætisráðherra allra tíma, Jóhanna „nefnd“ Sigurðardóttir, sýni einhverja ákveðni gagnvart ofangreindri umhverfisfrekju. Því megum við búast við því að umhverfisverndar- fasisminn haldi áfram á fullu, svo að umhverfisráðherrann hljóti fleiri virðingarstig á Evrópskum sósíalistaráðstefnum, á meðan landinn skilur ekkert af hverju þjóðfélagið er stopp.

Hvar grípur Svandís næst niður? Hræðslan við það viðheldur kannski þögninni um málin? 


mbl.is Undanþága fyrir Ísland ástæðulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Var að horfa á þátt hjá BBC um endurgerð skóga í Skotlandi. Þeir eru að auka ræktað  skóglendi margfalt með því að eyða ruslskógi og runnasvæðum. Aðferðin. Jú þeir aka risastórum beltiskröbbum um svæðin, sem rífa upp tré og hrísluruslið og færa í risagáma, sem þær draga á eftir sér. Eldur logar stöðugt í gámnum stóra og brennur allt draslið uppp. Askan er svo áburður.

Hér má ekki brenna nokkrum ruslapokum, jafnvel farið að heyrast áróður móti áramótabrennum og flugeldum.

Endum með hendur í vösum nagandi njóla.

K.H.S., 21.3.2012 kl. 10:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við erum matvælaframleiðsluþjóð og seljum vöru okkar meðal annars með því að guma af því að við séum í forystu í umhverfismálum.

Af því að við erum matvælaframleiðsluþjóð voru það við Íslendingar sjálfir sem áttu frumkvæðið að því og heimtuðum við undirritun Ríósáttmálans að settar væru reglur um þetta efni, því að við erum háð því að haf, land og loft séu ekki menguð.

En þegar kemur að okkur sjálfum að uppfylla þau skilyrði sem við gerum til annarra, þá kemur annað hljóð í strokkinn.

Þá er allt í lagi þótt það fréttist að lóga verði húsdýrum og hætta búskap þar sem mengunin hefur orðið of mikil hjá okkur sjálfum í skjóli þess að við séum undanþegin þeim reglum sem við sjálf komum á fót.

Ef við ætlum að halda þessu áfram óbreyttu í skjóli þess að 300 þúsund manna samfélag sé svo lítið að það muni ekki um það sem við gerum, geta önnur svipuð samfélög um allan heim krafist þess sama, svo sem í víðáttum Kanada og nyrðri hluta Skandinavíu.

Það sem við krefjumst af þessum samfélögum er síðan talið "umhverfisöfgar" þegar kemur að okkur sjálfum að uppfylla eigin alþjóðlegar kröfur og umhverfisráðherranum valin öll hin verstu orð. 

Ómar Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 15:24

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, magn skiptir máli, ekki bara hlutföll og hugtök. Þegar horft er á ruslahauginn og hvað skal við hann gera, þá verður að vera einhver praktísk hugsun á bak við það, frekar en að veifa "alþjóðasamfélags"- flagginu allan tímann. Við spillum ekki loftinu fyrir heiminum, það er á hreinu, hinir 7 milljarðarnir sjá vel um þann þátt.

Umhverfisráðherrann lokar starfsemi sem á fullan rétt á sér og þykir það merki um "metnað". Hún tekur af okkur sjálfsagðar undanþágur, jafnt í þessu sem í loftslags- ruglinu. Þetta kostar þjóðina ótrúlegar summur en í algeru tilgangsleysi. Allt í nafni umhverfisverndar!

Ívar Pálsson, 21.3.2012 kl. 18:05

4 Smámynd: K.H.S.

Matvælaframleiðsla Íslendinga til útfluttnings er að mestu leiti unninn með brennslu olíu. Mest öll vinnsla á fiski fer nú fram úti á sjó. Aður var fiskvinnslan mest í landi og starfsemin að mestu knúin með rafmagni. Þessi þróun hefur lítið sem ekkert farið fyrir brjóstið á náttúruverndarsinnum og verið lítið rædd, en er samt margfalt stærra dæmi en nokkrar ruslabrennslur. Landbúnaðurinn eys út tilbúnum áburði sem er að eyða nálægu lífríki. Okkar áróður um náttúruvænt framleidda matvöru stenst ekki skoðun og á eftir að brotlenda. Auðvitað eigum við ekki að gera Þær kröfur til annara sem við uppfyllum ekki sjálf. Hættum því straks.

K.H.S., 22.3.2012 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband