Hrun Evrulanda fellir fiskinn

Cod

Hrun Evrulandanna í Suður- Evrópu hefur afgerandi áhrif á Íslandi, sérstaklega á útflutning sjávarafurða, þar sem þessar þjáðu þjóðir hafa æ minni efni á bestu vörunni, t.d. stórum þorski héðan. Snarminnkuð eftirspurn eftir dýrri vöru í þessum hrjáðu löndum eykur framboðið annað og veldur lækkuðum verðum. Ofan á það bætist stóraukinn þorskkvóti í Barentshafi. Sem betur fer er Íslendingum fært að auka þorskkvóta sinn til þess að koma aðeins á mót við lækkunum á markaði, en framboðsaukning okkar er það lítill hluti heildarinnar að það hefur ekki úrslitaáhrif til frekari lækkunar á heimsmarkaði.

Samkeppni og erfiður lánamarkaður

Við ofangreint ástand á fiskmörkuðum bætist við verðfall á laxi, t.d. vegna mikilla birgða frá Chile. Hillur súpermarkaða fyllast því af tilboðum sem lækka verð á gæðafiski yfirleitt. Lánastarfsemi til fiskframleiðenda og kaupenda hefur einnig tekið stakkaskiptum á heimsvísu. Kaupendur fást ekki greiðslufallstryggðir og framleiðendur fá ekki nema takmörkuð afurðalán. Samkeppnislönd okkar fá gjarnan óbeina ríkisaðstoð við markaðsstarf sitt, sem erfitt er að keppa við.

Ríkið er erfiðasti hlutinn 

En verst er þegar stjórnvöld hér leggja álög á fiskiðnaðinn og gera útgerð og framleiðendum beinlínis ómögulegt að standa sig í samkeppninni. Þau virðast gleyma því að „ávöxtun í fortíð gefur ekki ábendingu um ávöxtun í framtíð“. Lagðar eru álögur á sumpart glæsta fortíð, sem tryggja erfiða framtíð, þegar ljóst er hvernig ástandið er þegar orðið í Evrulöndunum, helstu markaðslöndum okkar, en þau eru jafnframt draumalönd núverandi ríkisstjórnar.

Búast verður við áframhaldandi lækkuðum verðum á fiskmarkaði. Hverjar þær áætlanir stjórnvalda sem miða við annað munu einungis bæta grjóti í bakpokann, þegar okkur er sagt að hlaupa hraðar.


mbl.is Þorskverð gæti lækkað mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband