Framlag til umhverfisvænna mannlífs

Tvaer Sulur

Starfsemi Fjarðaáls og annarra íslenskra álframleiðslufyrirtækja sannar sig enn sem framlag Íslendinga til betri heims. Furðu vekur að fólk sem telur sig umhverfissinnað hér á landi skuli níða skóinn af íslenskum  áliðnaði, á meðan erlendir umhverfissinnar horfa helst til þess að starfsemin erlendis verði eins og á Íslandi einhvern tíma í fjarlægri framtíð.

Álið og útfluttar sjávarafurðir eru hvort um sig 40% útfluttra afurða þjóðarinnar. Þetta eru traustu súlurnar tvær, eins og Öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar í merki Reykjavíkur. Fólk ætti að þakka forfeðrum sínum og samtímamönnum, sem náðu að reisa þessar súlur, í stað þess að höggva stöðugt í þær með meitli eins og Jóhanna og Steingrímur, eða kaffihúsagengi þeirra í Reykjavík 101.


mbl.is Fluttu út fyrir 95 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband