Hið sanna andlit EvU

Barroso Reuters

Á meðan Jóhanna Sigurðardóttir spilar á fiðlu og boðar framsal ríkisvalds „vegna alþjóðasamstarfs“, þá boðar Barroso forseti Evrópuráðsins Bandaríki Evrópu, með sameiginlega yfirstjórn banka og fjármálamarkaðar, síðan hagkerfis og stjórmála yfirleitt. En Jóhanna talar um þjóð okkar þar sem „mannréttindi borgaranna séu ávallt tryggð“. Vonlaust er að það gerist í því alríki sem Barroso boðar, þar sem lýðræðishallinn er orðinn svo mikill að fleyið siglir vart lengur.

Barroso fór mikinn og lýsti því, að grundvallarbreytingar verði að eiga sér stað á Evrunni og Evrópskri stýringu. Ómögulegt sé fyrir ríki að hætta við Evruna.

JohannaSig AMX

Nú stefnir í það að Spánn biðji um náðarhöggið, fjárhagsaðstoð ESB. AGS segjast vilja koma að því. Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur nú fengið aukið stýrivald í bankamálum Evrulanda. Þessi þrenna, ESB, AGS og ECB (svokölluð Troika) hefur töglin og hagldirnar í Evrulöndum og ræður öllu sem hún vill í endalausri kröfu um sparnað hjá ríkjum í alvarlegri kreppu. Stjórn Suður- Evrópuþjóða er komin úr höndum þjóðlandanna og yfir á Troikuna.

Jóhanna vill afhenda þessari ólukkuþrennu íslensku þjóðina á silfurbakka í skuldaveislunni miklu í Brussel. Komum í veg fyrir það strax. 


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband