Fylgi við ESB- aðildarferlið fellur um 26%

EU no Swisswacky

Fréttablaðið og Stöð 2 könnuðu fylgi við ESB- aðildarferlið: 26% færri styðja það núna frá fyrri könnun. En 51,6% vilja gera hlé á viðræðunum eða slíta þeim strax. Fylgi ferlisins á Alþingi er ekki beysnara. Því er ljóst að bakland íslenskra „samningamanna“, sem var aldrei nóg, er alls ekki fyrir hendi núna, enda er þorri þjóðarinnar búinn að fá nóg af þessari tilraun.

Níðþung kerfi 

En hvar í þessu ógnarferli ákvað þjóðin að rétt væri að aðlagast smásmyglislegasta og þunglamalegasta búrókratakerfi allra tíma? Ekki var það með EES- samningnum, því að hann var einmitt samningur á milli þjóða um frelsi til athafna þeirra í milli. Nei, það var ekki fyrr en vinstri stjórnin tók við sem öllu ruslinu var hleypt í gegn, sama hvaða nafni það nefnist. Áður var farið yfir hverja grein og neitað að samþykkja það sem ekki passaði okkur hér. Nú er látið eins og bálkar ESB hljóti að vera það besta sem komið hefur fyrir okkur frá því að niðursneitt brauð var fundið upp.

Hvernig urðu ósköpin til?

Lög og reglur ESB urðu til sem sáttargerðir vegna ótal áhrifaþátta, heimsstyrjalda og mismunandi fyrirgangs. Íslendingar eru vanir því að taka beint á hlutunum, hafa lagagreinar stuttar og markvissar að hætti Hávamála og að hafa frelsi til athafna, en ekki þurfi jafnan að kalla á þrjár manneskjur til þess að komast í gegn um reglugerðartorfið vegna aðgerðarinnar.

Hætta strax 

Því fyrr sem þessu aðildarferli er hætt, því meira tjóni á kerfinu hér verður afstýrt. Drífum í þessu, krefjumst þess að umsóknin verði dregin til baka strax, ekki bara eftir kosningar.


mbl.is 48,5% vilja ljúka viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband