Rökleysa

WeThePeople

Bjarni Benediktsson bendir réttilega á þá firru sem valdaframsal til alþjóðastofnana getur orðið. Hvernig fæst fólk til þess að breyta stjórnarskrá í átt til framsals réttinda fólksins og hvað þá til erlendra stofnana, eins vitlaust og það kerfi er? Ótal aðstæður geta komið upp, t.d. stríð og kúgun einráðra valdasjúklinga í stofnunum eða hjá þjóðahópum, þar sem við fáum ekkert við ráðið. Fyrir utan það að hafa aldrei neitt atkvæðamagn sem máli getur skipt, alltaf innan skekkjumarka.

Sanngjarnt lýðræði hefur regluna í heiðri, „einn maður, eitt atkvæði“. Þá er hvert okkar gegn 400 milljónum Evrópskra atkvæða. En það væri ef lýðræði ríkti í ESB: raunin er sú að framsalið er til tveggja persóna þegar á reynir, Kanslara Þýskalands og forseta Frakklands, sem öllu ráða í alþjóðastofnunninni ESB.

Leyfi í stjórnarskrá til framsals valdsins er þvílík rökleysa að þingmenn sem bera slíkt upp ber að víta.


mbl.is „Fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðfararstjórninni slitið?


Ut straxAðfarar- stjórn Jóhönnu og Steingríms J. ætti að fá náðarhöggið strax svo að lágmarka megi tjónið sem aðför hennar að lýðveldinu sjálfu, stjórnskipuninni og fólkinu í landinu hefur valdið. Icesave er frá, en hún hættir ekki fyrr en stjórnarskráin er skemmd, fullveldið hálf-framselt til ESB, stjórnkerfið lamað, sjávarútvegur í rúst, skattaáþján alger og óvissan ræður ríkjum.

 

Engin ástæða er til þess að bíða kosninganna. Þessa (ó)stjórn verður að bera út eins og starfsfólkið hjá Lehman Brothers: staðið er yfir þeim á meðan þau raða persónulegum munum sínum í einn kassa og koma sér út. Ella verður tíminn sem eftir er að kosningum notaður til frekari óþurftar íslenskri þjóð. Nóg er að gert!


mbl.is Vantraust í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband